Frænka fer erlendis

Sunday, October 30, 2005

Til hamingju



Kolla atti afmaeli i gaer og tvi er tessi bloggfaersla ad sjalfsogdu tileinkud henni. Vinir hennar og vandamenn komu saman i tilefni dagsins og hefdi eg audvitad gjarnan viljad vera tar. Mer synist a myndinni sem mer var send, ad tetta hafi verid heljarinnar party og afmaelisbarnid hafi verid alveg i essinu sinu :)tarna eru morg kunnugleg andlit og greinilega glatt a hjalla. Mer synist lika ad afmaelisbarnid hafi dregid fram fermingargolluna sina i tilefni dagsins, er tad rett hja mer?

Eg laet tetta ekki gerast aftur Kollan min ad vera erlendis a sjalfan afmaelisdaginn. Vona ad tu hafir att godan dag, to eg hafi bara getad sent ter afmaeliskossa og knus a rafraenu formi

Tuesday, October 25, 2005



Já það er rétt hjá ykkur, ég fór í IKEA í dag. Ég var að vísu ekki svo heppin að fá þessa fjallmyndarlegu afgreiðslumenn en gott var það samt.
Þetta var ekki bara eitthvað skrepp eins og þið gætuð haldið, heldur þurfti ég að fara með lest, skipta einu sinni og fara síðast spölinn með strætó. Jájájá, krakkar mínir - maður leggur nú ýmislegt á sig. Ég hugsaði dæmið að vísu ekki alveg til enda, því ég þurfti svo að fara til baka... það var ekki eins skemmtileg ferð því til dæmis keypti ég spegil sem er rúmur meter á lengd og ekki mjög handhægur. Ferðin tók allt í allt 4 tíma, en ekki má gleyma að við gáfum okkur góðan tíma í sænskt pylsuát eftir öll herlegheitin. Vitið þið hvað er það besta, IKEA er opið til 22 hérna. Það er alveg eins gott að eyða kvöldinu í IKEA eins og að vera á barnum. - líklega ódýrara meira að segja. Það var lítill sænskur markaður við útganginn þar sem hægt að kaupa sænska munaðarvöru. Ég hafði til dæmis ekki gert mér grein fyrir því að Ballerina kex væri sænskt og ekki vissi ég heldur að Daim væri sænskt. Ég hafði heldur ekki gert mér grein fyrir að þessi sjálfsagði varningur fengist ekki hérna.. en fyrst þetta er svona sjaldgæft þá ákvað ég að kaupa 2 kexpakka og 400 gr poka af Daim.

Núna er herbergið mitt semsagt orðið lekkert og kunnuglegir lampar og skraut komið á sinn stað. Ég er nú samt bara farin að venjast herberginu núna, ég var kannski aldrei búin að segja frá því en ég fékk sjokk þegar ég flutti inn; einn veggur er dökkblár, annar skær skær appelsínugulur og restin hvít. Mér fannst þetta alger hryllingur og var jafnvel kannski að hugsa um að velta fyrir mér að nenna að mála.. sem ég ákvað svo að ég nenti ekki og keypti í staðinn fullt af dóti í IKEA til að draga athyglina frá litunum

Sunday, October 23, 2005

húsið mitt

Fyrstu vikurnar var fólk að flytja inn og út úr íbúðinni minni, næstum því á hverjum degi. Ég kippti mér lítið upp við það að borða morgunmat með ókunnugu fólki og nennti ekki að leggja nöfnin þeirra á minnið. Sumir voru sóðar með læti, aðrir voru bara inni í herbergjunum sínum og enn aðrir komu með alla vini sína með sér á daginn svo það var oft ansi þröngt í eldhúsinu og maður þurfti að bíða eftir að komast á klósettið.

Núna er þetta samt farið að róast og ég held að það eigi ekki fleiri eftir að flytja inn. Eitt herbergi er reyndar laust, en það er svo ljótt og lítið að ég held að það verði bara tómt í vetur. (ég held að spænsk stelpa hafi átti metið þar, hún var í 5 daga en flutti svo út – flestir entust ekki meira en 2 nætur)

Ég ætla því að gefa ykkur smá yfirlit yfir meðleigjendur mína, því ég á líklega eftir að minnast eitthvað á þá í vetur. Ég get samt ekki sagt nöfnin á þeim, því þá fatta þau..

Við hliðina á mér í herbergi er frönsk stelpa. Hún er alltaf inni í herberginu sínu og borðar meira að segja þar. Hún reykir líka þar, hefur gluggann galopinn og þar sem minn gluggi er líka galopinn við hliðina á hennar glugga, þá er þetta eins og á meðal kaffihúsi hérna inni í mínu herbergi. Hún er samt alveg indæl en ég hitti hana bara ekkert voðalega oft

Í herberginu við hliðina á mér hinum meginn býr guðfræðinemi. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ætlaði aldeilis að láta hann kenna mér hvernig þessi guðfræðideild virkaði. Það var áður en ég hitti hann... Daginn sem hann flutti inn voru mikil læti. Hann skipaði foreldrum sínum fram og til baka og þegar ég bauð fram aðstoð mína við að bera kassa, sagði hann að þau gætu alveg gert þetta. Hann sat sjálfur í stól í annars tómu herbergi og lyfti ekki litla fingri. Eftir þessa frábæru og hávaðasömu innkomu held ég að ég hafi séð hann ca 10 sinnum. Hann hefur greinilega orðið alveg bensínlaus á allri frekjunni og núna lætur hann ekki á sér bæra. Hann á engann mat í ísskápnum, enga sápu í sturtunni og hann sést aldrei frammi. Fyrst hélt ég að hann væri aldrei heima, en núna veit ég að hann er ALLTAF heima. Ég veit ekki hvað hann er að gera í herberginu sínu og ég veit ekki hvað hann borðar, en ég veit að alltaf þegar ég mæti honum á ganginum, fælist hann! Ég segi hæ - hann lítur upp, niður, til hliðar eins og hann sé að vonast til að sleppa frá þessum hræðilegu örlögum og stynur svo upp haaaaaæææææææ.... svo flýtir hann sér aftur inn í herbergið sitt og lokar. Ég er alveg búin að gefa upp á bátinn fróðlegar og innihaldsríkar samræður um guðfræðileg málefni

Á móti mér í herbergi er strákurinn sem var hérna þegar ég flutti inn. Hann er alveg frábær! Ég skil enn ekki margt sem hann segir, en ég skil þó meira en í byrjun. Ekki nóg með að hann sé með teina, heldur er hann með teygjur sem halda efri og neðri góm saman. Það veldur því að hann frussar mikið talar mjög óskýrt. Hann er svakalega horaður en samt fer mikið fyrir honum og þegar hann labbar er eins og það sé 200 kg risi á ferðinni. Til dæmis, er brattur stigi sem liggur upp í eldhúsið okkar og þessi elska getur aldrei labbað upp hann, heldur stekkur hann upp ca 3 tröppur í einu og hleypur svo eins hratt og hann getur niður og reynir að fara stigann í sem færstum þrepum. Þetta gerir hann seint á kvöldin og snemma á morgnana. Fyrstu dagana hélt ég alltaf að hann væri að detta niður stigann, því það voru svo svakaleg læti en núna veit ég að hann hefur bara mjög gaman af því að stökkva. Nýjasta metið sem hann er að reyna að ná er að stökkva jafnfætis upp 4 efstu þrepin, snúa sér í loftinu og lenda. Þetta er ekki djók, hann æfir þetta alltaf þegar hann kemur upp í eldhúsið og er alltaf næstum því dottinn. Ég veit ekki hvort hann lifir þennan vetur af.. Okkur semur alveg vel, við höfum sama tónlistarsmekk og hann á ógeðslega mikið af tónlist, svo við skiptumst á tónlist og höfum um margt að tala í þeim efnum (það er reyndar ekki mikill fróðleikur í þeim samræðum fyrir mig því ég skil svo lítið, en samt..)

Svo býr hérna lika haninn sem ég fór ekki svo fögrum orðum um hérna fyrir nokkru síðan. Það gengur samt allt í lagi á milli okkar núna, ég svara honum bara fullum hálsi þegar hann er að grobba sig af kvennhylli sinni og almennum kostum. Hann er líka hávær en samt hress líka, svo það er fínt að hafa hann hérna. Hann er laganemi og stundar box, svo það er kannski eins gott að vera ekki með of mikinn kjaft við hann (Arnór ætlaði fyrst að fara að þræta við hann og vera með kjaft, en steinhætti við þegar ég sagði honum að hann æfði box og væri á bannlista á helstu skemmtistöðum bæjarins fyrir ólæti)

Ef ykkur líst vel á þetta og langar til þess að flytja til Durham í einhvern tíma, þá er eins og ég sagði eitt herbergi laust. Það er að vísu gluggalaust og málað dökkblátt og dökkrautt, svo það er eins og lítill hellir en ef þið eruð vön þannig herbergjum þá eruð þið bara velkomin

Thursday, October 20, 2005

á ð é í ó ú þ æ ö

þetta er alveg frábært! Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að ég hef ekki getað notað íslenska stafi hingað til.. enn glöggari lesendur hafa líklega áttað sig á því að núna get ég það.
Á é í ðþþ !! Þetta er virkilega gleðilegt og tilefni til að skrifa langa færslu með mikið af íslenskum stöfum.

Það er helst að frétta héðan af 65, Claypath að við erum komin með internetið. Það hefur vakið mikla gleði en um leið ýtt undir andfélagslega hegðun íbúa og þó skömm sé frá því að segja, höfum við öll verið inni í herbrergjunum okkar í dag og einu samskiptin okkar á milli eru á msn. Spurning hvort við eigum eitthvað eftir að sjást aftur það sem eftir lifir vetrar. Af og til köllum við svona á milli ÉG ELSKA INTERNETIÐ!!!

Aldrei hefði mig grunað að internetleysi gæti haft svona mikil og alvarleg áhrif og enn betra er að sja hvað allir eru hressir með þetta.

Núna er ég semsagt komin á fullt á msn, skype, tölvupósti og þeir sem vilja tala við mig geta bara auðveldlega gert það

Heyrumst :)

Monday, October 17, 2005

durudduruddurudduru..

nu bidur madur bara med hnut i maganum eftir domum fra arnori um englandsfor sina.
tetta er haalvarlegt mal, tvi ef eg hae ekki haa einkun fyrir gestrisni og skemmtilegheit, ta gaeti vel farid svo ad eg fai ekki fleiri gesti.
Vonandi ad hann fari ad blogga tessi litli ormur

Sunday, October 16, 2005

I aint done nothin!


Arnor for i gaer og timi kominn a sma update..
Vikan einkenndist af ofati, ofdrykkju, ofleti og ofhlatri, eins og oftast tegar vid komum saman.
Vid hittumst i London og eyddum einum seinniparti tar saman (enda sossum ekkert merkilegt ad sja tar =) og forum svo til Norwich til ad hitta Maeju. Tar var hun asamt laganemum og var toluvert farin ad lata a sja eftir stranga namsferd en to alltaf hress og frabaert ad hitta hana!! Vid Arnor tokum svo lest a manudaginn til Durham, tar sem eg er abyrg ung kona og turfti ad maeta i skolann.
Svo leid vikan einfaldlega tannig ad vid svafum fram a hadegi, eg for i skolann og arnor beid a kaffihusi a medan (tad hefur aldrei farid illa um hann a kaffihusum, tannig ad eg hafdi engar serstakar ahyggjur..) tegar eg var buin i skolanum, roltum vid um borgina, forum ut ad borda, hittum krakkana sem eg by med og forum svo ut ad tjutta. Tau kvold sem vid nenntum ekki ut, tokum vid Little Britain marathon og attum i ondunarerfidleikum ur hlatri. Eg fylgdist ekkert med tessum tattum tegar verid var ad syna ta a Islandi, en ogedslega eru teir fyndnir.. " I'm a laaady!"

Takk fyrir frabaera viku nommi litli - tad er nu frekar tomlegt i husinu an tin og mikid spurt hvort tu aetlir ekki orugglega ad koma aftur.. eg heyrdi meira ad segja ad nils og aaron voru ad plana ferd til kaupmannahafnar i kring um jolin.. tad verdur liklega hopferd fra Claypath 65 til Kaupmannahafnar i desember, hehe =)

Friday, October 07, 2005

Fyrsti skoladagur i gaer, mer list bara nokkud vel a tetta to eg hafi ekki skilid allt..

Arnor er ad koma a morgun og eg hitti maeju lika a morgun - viiiiiiii

Tuesday, October 04, 2005

i gaer var eg vaemin....

...i dag er eg brjalud!

Tad geta greinilega ekki allir dagar verid laugardagar og ef dagurinn i gaer var laugardagur, ta er dagurinn i dag klarlega manudagur.

Alveg sidan eg vaknadi i morgun hefur allt gengid a afturfotunum og faersla gaerdagsins gaeti alveg eins att vid lif einhvers annars..

Menningarsjokk numer 2; nynemarnir komu i dag og mer til mikillar undrunar ta eru teir ekki 20 ara eins og a Islandi, heldur 18 ara. Dagurinn i dag hefur verid eins og amerisk unglingamynd, tad eru allar heimavistirnar ad bjoda nynemana velkomna og litlar stelpur i stuttum pilsum og haskolabolum i stil, mynda serstaka mottokuhopa sem bjoda nynemann velkominn og hjalpa honum og foreldrum hans ad bera dotid ur bilnum inna heimavistina. Til ad auka enn a alagid og spennuna fyrir gamlar fraenkur eins og mig, eru plotusnudar fyrir utan allar bygginar sem spila toff unglingatonlist i botni. Goturnar eru fullar af unglingum og mer lidur eins og modursystur i menntaskola.

I dag var lika skraningardagur. Tessi litli vinalegi haskoli sem eg taladi um i gaer breyttist af teim sokum i stora kuldalega stofnun med longum rodum og almennum seinagangi. Bretarnir hafa augljoslega ekki nad ad tileinka ser nutima tolvutaekni tvi tad tarf ad fara med oll eydublod a milli skrifstofa, og ekki haegt ad gera neitt on line. Eg er buin ad hlaupa rennsveitt a milli bygginga med alls konar eydublod, standa i rodum til tess a komast inn i byggingarnar, senda fax og brasa fra tvi klukkan 10 i morgun, og truid mer, eg hef ekki verid brosmild! Eg stod t.d i 2 og halfan tima i rod adan, uti, alveg ad pissa i mig... til tess eins ad fa skirteini med mynd af mer sem stendur ad eg se member of Collingwood College. Svakalega toff ad hafa tetta kort hangandi i kedju um halsinn, tad finnst nynemunum allavega, en eg veit ekki hvad i andskotanum tetta gagnast mer.

Tetta er ekki allt; eg vaknadi i morgun vid svakaleg laeti og skarkala ur eldhusinu. Medleigjendur minir hafa hingad til verid frekar hljodlatir svo eg gerdi rad fyrir ad tad vaeri einhver nyr fluttur inn. Eg klaeddi mig og for fram i eldhus til ad fa mer morgunmat - og tarna stod hann i ollu sinu veldi, sa mesti gaur sem eg hef a aevi minni sed. Hann var i rifnum gallabuxum, stuttermabol og med solgleraugu! Jebb, hann var med solgleraugu inni i eldhusi klukkan 9 um morgun!! Eg heilsadi honum med handabandi ad islenskum sid og kynnti mig, hann muldradi eitthvad um nafnid sitt en tilkynnti mer svo hatt og snjallt ad hann vaeri laganemi. Voo!! Svo helt hann afram ad tala vid pinkulitlu kaerustuna sina sem var tarna med honum og flissadi ad ollu sem hann sagdi og yrti ekki meira a mig. Honum finnst hann klarlega lang lang flottastur. Oj - mig langadi mest ad kyla af honum tessi ogedslegu solgleraugu. Tad verdur frodlegt ad sja hvernig tetta verdur, tvi tad hefur verid mjog notalegt i husinu hingad til, vid hofum eldad med parinu sem byr a nedri haedinni, drukkid raudvin saman og hlustad a tonlist. Hann er klarlega ekki til i neitt svoleidis, enda laganemi. Spurning hvort eg fai ekki edal laganema fra Islandi, hana Maeju til ad taka hann i karphusid og syna honum hvernig alvoru laganemar gera tetta ;)

Til ad toppa tetta allt, ta a eg i mesta basli med astsjukan Frakka sem stendur i teirri meiningu ad hann hafi eytt allri aevi sinni (heilum 22 arum) i ad leita ad mer. Eg hef nu reyndar ekki mikid ordid vor vid tessa leit, en hann truir innilega a ast vid fyrstu syn og hefur talid upp fyir mig ymsar stadreyndir og tilviljanir sem hafa leitt okkur saman (honum tokst meira ad segja ad blanda latnum afa sinum i malid!) Eg hef renyt ad segja honum ad hann se reyndar einn um tessa ast vid fyrstu sin, en hann hlustar nu ekkert a tad og er virkilega ad reyna ad sannfaera mig um ad eg aetti ad verda hrifin af honum. Tad versta er ad eg er alltaf ad rekast a hann, oft a dag, alveg sama hvert eg fer, ta er hann tar. Honum finnst tad audvitad vera merki um eitthvad og hann brosir alltaf og segir "tetta hlytur ad tyda eitthvad, tu getur ekki fluid orlogin" Jahh, ef tetta eru orlogin, ta er eg sko a hardahlaupum fra teim!

Monday, October 03, 2005

Eg er svo glod i hjartanu

Tad eru margar astaedur fyrir tvi, en serstaklega tessar;

Eg by i eldgamaldags haskolaborg med trongum gotum og litlum kaffihusum alls stadar og tegar madur gengur eftir gotunni brosir folk til manns og bydur godan daginn

Eg get alltaf verid i pilsi, tvi tad er ennta svo hlytt

Eg by med frabaeru folki og vid eldum saman, drekkum raudvin og hlustum a tonlist

Eg er farin ad spila a piano aftur og spila a hverjum degi

Eg hef mikinn tima til ad lesa og skrifa

Eg er buin ad kynnast fullt af skemmtilegu folki

Eg er i litlli deild i haskolanum herna og allir eru svakalega hjalpsamir og indaelir

Eg er ekki svo langt i burtu, svo eg get verid i godu sambandi vid fjolskyldu og vini

Eg er ad fa baedi arnor og maeju i heimsokn til min a naestu dogum

Er eg ekki heppin :)

Saturday, October 01, 2005

...og eitt enn

eg er komin med nytt, utlenskt simanumer:

+44 7896 231066

lett ekki satt :)

Menningarsjokk, 1. hluti:

Ja, eg er sko ekki par hrifin af drykkuvenjum heimamanna.

I midri viku loka allir barir og veitingastadir klukkan 11. Tad sleppur sossum alveg tvi tad er gott fyrir alla ad fara snemma ad sofa tegar tad er skoli eda vinna daginn eftir. Mer var nu samt allri lokid i gaerkvoldi tegar eg for ut og komst ad tvi ad um helgar lokar allt klukkan 1 !! Teir vita greinilega ekki ad ta a madur ad fara nidur i bae, ekki heim! Eg er bara ekki viss um ad eg eigi eftir ad na mer a strik i drykkjunni herna..

Tad merkilegasta vid tetta allt saman er samt ad teir drekka bara helmingi hradar fyrir vikid. Tad er bannad ad drekka a almannafaeri, svo madur verdur ad vera buinn med drykkinn sinn tegar lokar. Tegar tad er ca korter i lokun, ta kallar bardaman hatt og snjallt "sidasti sens ad panta a barnum" Ta hlaupa allir til og kaupa ser 2 drykki og tamba ta a mettima og fara svo heim alveg bliiindfullir. Tetta veldur tvi ad tad er ekki radlegt ad vera einn a ferli klukkan 11 a virkum dogum og 1 um helgar, tvi ta fyllast goturnar af blindfullu folki sem nennir ekki heim


...eg var ekki viss um hvort eg aetti ad vera ad segja fra tessu, tvi nuna er eg til daemis viss um ad arnor er steinhaettur vid ad koma ad heimsaekja mig.. eg get samt hresst tig vid med tvi elsku kutur ad tu getur bara byrjad fyrr a daginn tvi tu verdur i orlofi herna :)