Frænka fer erlendis

Tuesday, October 25, 2005



Já það er rétt hjá ykkur, ég fór í IKEA í dag. Ég var að vísu ekki svo heppin að fá þessa fjallmyndarlegu afgreiðslumenn en gott var það samt.
Þetta var ekki bara eitthvað skrepp eins og þið gætuð haldið, heldur þurfti ég að fara með lest, skipta einu sinni og fara síðast spölinn með strætó. Jájájá, krakkar mínir - maður leggur nú ýmislegt á sig. Ég hugsaði dæmið að vísu ekki alveg til enda, því ég þurfti svo að fara til baka... það var ekki eins skemmtileg ferð því til dæmis keypti ég spegil sem er rúmur meter á lengd og ekki mjög handhægur. Ferðin tók allt í allt 4 tíma, en ekki má gleyma að við gáfum okkur góðan tíma í sænskt pylsuát eftir öll herlegheitin. Vitið þið hvað er það besta, IKEA er opið til 22 hérna. Það er alveg eins gott að eyða kvöldinu í IKEA eins og að vera á barnum. - líklega ódýrara meira að segja. Það var lítill sænskur markaður við útganginn þar sem hægt að kaupa sænska munaðarvöru. Ég hafði til dæmis ekki gert mér grein fyrir því að Ballerina kex væri sænskt og ekki vissi ég heldur að Daim væri sænskt. Ég hafði heldur ekki gert mér grein fyrir að þessi sjálfsagði varningur fengist ekki hérna.. en fyrst þetta er svona sjaldgæft þá ákvað ég að kaupa 2 kexpakka og 400 gr poka af Daim.

Núna er herbergið mitt semsagt orðið lekkert og kunnuglegir lampar og skraut komið á sinn stað. Ég er nú samt bara farin að venjast herberginu núna, ég var kannski aldrei búin að segja frá því en ég fékk sjokk þegar ég flutti inn; einn veggur er dökkblár, annar skær skær appelsínugulur og restin hvít. Mér fannst þetta alger hryllingur og var jafnvel kannski að hugsa um að velta fyrir mér að nenna að mála.. sem ég ákvað svo að ég nenti ekki og keypti í staðinn fullt af dóti í IKEA til að draga athyglina frá litunum

10 Comments:

  • Þú ert á vitlausri hillu í lífinu. Kom nu her og lær arkitekt!

    By Blogger addibinni, at 1:36 AM  

  • I KNOOOW! Með IKEA bæklinginn í höndunum eru mér allir vegir færir.. má ekki annars nota hjálpargögn í þessum bransa?

    By Blogger Heidrun, at 2:31 AM  

  • you guys should try speaking online MSN. Veit ekki hvort þið hafið heyrt um þá tækni. Þá þurfið þið ekki að ræða bara saman í kommentaformi.
    :-)
    knús krúttí púttí
    dúllí dúllí
    ég er ZZvo mikið KRÚTT ÖZZZZZ!

    By Blogger Mæja tæja, at 11:55 AM  

  • MSN???

    By Blogger Heidrun, at 1:03 PM  

  • hææ...ég var að spá í að fá msn-ið hjá Mæju...sko svo við getum verið í sambandi og ekki væri vitlaust að fá líka hjá Arnóri en mér er sagt að hann sé aldrei inná þannig..(K)..
    bææ(K) elska ykkur mest;)
    Inga

    By Anonymous Anonymous, at 11:39 AM  

  • oj, þau eru svo leiðinleg. ég mundi ekkert vera að því ;)

    By Blogger Heidrun, at 4:24 PM  

  • eg skal auðvitað senda þér þetta í meili litli krakki ;)

    By Blogger Heidrun, at 4:24 PM  

  • Hæj og hó elzku Heirún:D
    Stóla á að þú sért að gera góða hluti í úttlandinu... Býst við að sportistinn í þér vakni til lífsins og drífi þig á einsog einn fótboltaleik þar sem þú ert í Mekka þeirrar menningar:D
    Mikil ást frá mér
    Kv. Thelma

    By Anonymous Anonymous, at 5:34 PM  

  • mmmmmmmmm....rok og 6 stiga frost og hálka og viðbjóður......aumingja þú að vera ekki hér;! takk fyrir kveðjuna 23. kv. hr2.

    By Anonymous Anonymous, at 2:33 AM  

  • Inga mín ég sendi þér msnið mitt í sms um daginn, elskan.
    Ég skal bara gera það aftur svo við getum skipulagt, þú veist.....
    kv.Mæs

    By Blogger Mæja tæja, at 4:43 AM  

Post a Comment

<< Home