Frænka fer erlendis

Wednesday, February 06, 2008

tres hermanas


þetta eru systurnar mína.. eru þær ekki sætar? :)

ég myndi gjarnan vilja vera með þeim í dag

hugrún á 18 ára afmæli en hún er á ítalíu (og ég í danmörku) þannig að ég get ekki knúsað hana í tilefni dagsins. til hamingju með daginn elsa ;)

inga á ekki afmæli.. en hún var í aðgerð í fyrradag og er á spítala þannig að ég myndi líka vilja knúsa hana í dag.

í staðinn hugsa ég bara ótrúlega mikið til þeirra og hlakka óendanlega mikið til að hitta þær aftur!

kiss kiss kiss kiss

Friday, December 21, 2007

gleðileg jól




ég er komin heim til þess að halda jól með fjölskyldunni minni. það er notalegt að vera komin í borgarnes aftur en líka fyndið að koma frá kaupmannahöfn og aftur í stemminguna að allir þekki alla.. var búin að gleyma að það er ekki hægt að "skreppa" út í búð hérna, maður þarf að hafa rúman tíma í spjall þegar maður þekkir annan hvern mann í kaupfélaginu sem þarf að fá update á hvernig gengur í lífinu :) notalegt ha :)

ég kom á miðvikudagskvöldið og er búin að ná að gera helling á þessum 2 dögum.
morguninn eftir að eg kom, fór ég að kíkja á krakkana sem var að kenna í fyrra og það var ekkert smá gaman að sjá þau :) þau verða bara stærri og stærri og flottari og flottari ! :) ..þau virðast líka alveg vera búin að gleyma morgunfúlu heiðrúnu sem þurfti að vera með kaffi í æð fram undir hádegi, því þau virtust líka vera glöð að sjá mig aftur, haha :)
þegar ég var búin að hitta krakkana þá borðaði ég hangikjöt með kennurunum og það var líka rosalega notalegt.
það hefur helst yfir mig jólaskapið síðan ég kom hingað.. samt var ég alveg komin í smá áður en ég kom. myndin sem er hérna efst er síðan í byrjun desember en þá hittumst við nokkur heima hjá mér til þess að baka jólasmákökur og hlusta á helgu möller syngja jólalög. eftir á borðuðum við hangikjöt, flatkökur og baunasalat með jólaöli úr dönsku malti og appelsín.. mmm :)

ég sendi ekki jólakort frekar en vanalega en vil í staðin óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir skemmtielgar stundir á árinu 2007

ég vil líka taka fram að ég gleymdi íslenska símkortinu mínu í danmörku svo númerið mitt yfir hátíðarnar er 845-4126.

Wednesday, August 22, 2007

Þið haldið kannski..

að ég hafi bara verið í sleik síðan ég kom hingað út?



En það er sko ekki satt.. ég hef í raun verið önnum kafin eins og þessi mynd sýnir greinlega. Ég hef meðal annars verið í dönskunámi og var þessi mynd tekin í einni skoðunarferðinni sem ég fór með bekkjarsystkinum mínum. Á þessu safni fær maður mp3 spilara og hlustar á karl segja sögur af hverfinu sem maður labbar um. Þetta er mjög gott fyrir áttavillt fólk eins og mig, því hann segir "beygðu næst til vinstri, ef þú lítur yfir götuna, þá sérðu kínverskt veitingahús sem heitir blablba" Mjög fínt semsagt og fróðlegt. - nema kannski ef maður er í 15 manna hóp, þá er það ekki mjög töff. kennarinn minn áttaði sig meira að segja á því og sagði að við skyldum labba 3 og 3 saman í hóp því þá væri þetta ekki eins áberandi (og lúðalegt að hans mati) nema hvað, á einu götuhorninu hittist það þannig á að fyrstu hóparnir höfðu eitthvað tafist, svo við stóðum öll þarna á sama punktinum að hlusta á sögur um húsin í nágrenninu. kennarinn minn fékk óstöðvandi hláturskast og tók þessa mynd á símann sinn. maður tekur eiginlega ekkert eftir umhverfinu, heldur hlustar bara á hvert karlinn segir manni að fara og horfir mest upp í loftið eða eitthvað út og suður. þannig að ég get ímyndað mér að þetta hafi verið sérstök sjón

mér finnst þessi mynd hinsvegar ákaflega töff og vildi deila henni með ykkur

Thursday, July 26, 2007

Jahérna!

það hefur ýmislegt gengið á síðan ég skrifaði hér síðast.

ég hef gengt hlutverki heimavinnandi húsmóður, hef farið til sólarlanda og er nú stödd í landi sem heitir Danmörk, borg sem heitir Kaupmannahöfn.

Það hefur verið brjálað að gera síðan ég kom til Danmerkur en aðallega hefur verið mikið að gera í að hafa gaman. Frábær félagsskapur sem ég hef haft upp á síðkastið, ég skal setja inn myndir við fyrsta tækifæri :)
núna er ég mest í að reyna að finna vinnu, græja skólamál fyrir næsta vetur, redda dönskunámskeiði og ýmsum smáhlutum sem þarf að redda þegar flutt er í annað land.


ég er komin með nýtt, útlenskt símanúmer:

0045 28379707

ekki feimin við að vera í bandi, hehe

skrifa um leið og eitthvað er að frétta en sýnist sem bloggheimar séu frekar dauðir svo ég veit ekki hvort einhver er á rúntinum einu sinni

Wednesday, May 30, 2007

:)



uppáhalds frændi minn að halda á nýjustu frænku minni :)

fallegt, ha :) get ekki beðið eftir að bruna í borgina og smella á þau kossi

til hamingju aftur helena og magni og litla dama ;)

Tuesday, May 29, 2007

Update

í gær fór ég í tvær fermingarveislur og eina grillveislu.

eins og sönnum piparsveini sæmir, borðaði ég á mig gat á öllum þrem stöðum.

samt er ég í ágætis formi í dag

það var síðasti kennsludagur í dag

á morgun byrja prófin

eftir helgi geng ég frá og svo geng ég héðan út

svakalega hefur þetta verið fljótt að líða

Sunday, May 27, 2007

dudu dudududududuuuu



"Hi-yo Silver, away!"