Frænka fer erlendis

Wednesday, May 09, 2007

Er ég að misskilja?

Ég vona að ég sé að misskilja..

Er verið að senda rúmensku götuspilarana úr landi vegna kvartana um ónæði og vegna þess að þeir hafa ekki tilskilin leyfi til að halda tónleika á almannafæri?? ...og grunur um tengingu við erlendan glæpahring? Er verið að grínast?

Hvað þarf maður að vera rotinn inni í sér til þess að pirra sig og kvarta yfir því að brosmildur karl sitji á götuhorni og spili á harmonikkuna sína í vorinu??

Oj!

7 Comments:

  • Þeir geta ekki séð fyrir sér með því að spila á götum úti og hafa ekki atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Búnir að sofa undir berum himni. Held að það sé þá skömminni skárra að sofa undir berum himni í Rúmeníu heldur á Íslandi. Og þeir báðu um hjálp, þessi grey.

    By Blogger Mæja tæja, at 8:01 AM  

  • ég var rétt í þessu að lenda í rimmu við tvo kollega mína sem sögðu við mig að mér ætti ekki eftir að þykja eins huggulegt að hafa 'þetta fólk' hérna þegar það væri komið ofan í vasann hjá mér eftir gemsanum mínum eða farið að bjóða börnunum mínum dóp.. jahh, ég er greinilega svona barnaleg..
    voru þeir ekki bara hérna sem ferðamenn? :)

    By Anonymous Anonymous, at 8:30 AM  

  • ..og mæja ég held þeir hafi ekki einu sinni verið sendir til Rúmeníu, heldur til Danmerkur og Noregs, þaðan sem þeir komu

    By Anonymous Anonymous, at 10:26 AM  

  • Jú sennilega hafa þeir verið ferðamenn, alla vega tek ég nikkuna mína með hvert sem ég fer og reyni að safna mér smá farareyri.
    Og Heiðrún þeir fengu hjálp til að komast heim og fjölskyldur þeirra eru í Noregi eða DK.....

    Mæja

    By Anonymous Anonymous, at 12:07 PM  

  • Þú varst nú orðin pínu þreytt á mér í Barcelona þegar ég var alltaf að draga nikkuna fram og spila íslensk þjóðlög.

    Mæja

    By Anonymous Anonymous, at 12:08 PM  

  • Ég held að það sé réttast að senda þá úr landi fyrir þeirra eigin sakir. Hafa álpast hingað og svo hugsað" shit það er svo kalt hérna!" og ekki átt fyrir farinu heim.
    Annars fannst mér gaman að fá þetta lið. Komin stemming í bæinn á daginn og smá mettnaður. Ekki bara blindfullir kallar að spyrja um pening eða sígó heldur er reynt að hafa aðeins fyrir peningnum.
    Fyrir utan þetta allt þá á auðvitað enginn að þurfa að vera á götunni í þessu ríka samfélagi en við nennum ekki að fara að ræða um það fyrr en það fer að kólna aftur.

    By Blogger Atli, at 5:36 PM  

  • Þeir voru ekkert smá krúttlegir & það var frábær stemming á Hyrnutorginu í góða veðrinu!
    Svo finnst mér að þessar kellingar ættu nú aðeins að fara að hugsa,
    ef þeir eru að selja dóp eða stela væru þeir nú ekki þeir fyrstuÞað eru margir dópsalar í Borgarnesi, svo kvarta þær yfir nokkrum brosmildum og tannlausum rúmenum!

    Inga

    By Anonymous Anonymous, at 8:15 AM  

Post a Comment

<< Home