Frænka fer erlendis

Friday, December 21, 2007

gleðileg jól




ég er komin heim til þess að halda jól með fjölskyldunni minni. það er notalegt að vera komin í borgarnes aftur en líka fyndið að koma frá kaupmannahöfn og aftur í stemminguna að allir þekki alla.. var búin að gleyma að það er ekki hægt að "skreppa" út í búð hérna, maður þarf að hafa rúman tíma í spjall þegar maður þekkir annan hvern mann í kaupfélaginu sem þarf að fá update á hvernig gengur í lífinu :) notalegt ha :)

ég kom á miðvikudagskvöldið og er búin að ná að gera helling á þessum 2 dögum.
morguninn eftir að eg kom, fór ég að kíkja á krakkana sem var að kenna í fyrra og það var ekkert smá gaman að sjá þau :) þau verða bara stærri og stærri og flottari og flottari ! :) ..þau virðast líka alveg vera búin að gleyma morgunfúlu heiðrúnu sem þurfti að vera með kaffi í æð fram undir hádegi, því þau virtust líka vera glöð að sjá mig aftur, haha :)
þegar ég var búin að hitta krakkana þá borðaði ég hangikjöt með kennurunum og það var líka rosalega notalegt.
það hefur helst yfir mig jólaskapið síðan ég kom hingað.. samt var ég alveg komin í smá áður en ég kom. myndin sem er hérna efst er síðan í byrjun desember en þá hittumst við nokkur heima hjá mér til þess að baka jólasmákökur og hlusta á helgu möller syngja jólalög. eftir á borðuðum við hangikjöt, flatkökur og baunasalat með jólaöli úr dönsku malti og appelsín.. mmm :)

ég sendi ekki jólakort frekar en vanalega en vil í staðin óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir skemmtielgar stundir á árinu 2007

ég vil líka taka fram að ég gleymdi íslenska símkortinu mínu í danmörku svo númerið mitt yfir hátíðarnar er 845-4126.

5 Comments:

  • This comment has been removed by the author.

    By Blogger Inga Björk, at 12:35 PM  

  • sakna jólana mér þér og öllum
    eins gott fyrir þig að vera í nesinu um næstu jól ;*

    By Anonymous Anonymous, at 4:40 AM  

  • ég lofa :)

    By Blogger heidrun, at 3:38 PM  

  • Sælar skvís
    Komin ný heimasíða fyrir árganginn okkar

    http://blog.central.is/bgn82

    Kveðja Halldóra Ríkey

    By Anonymous Anonymous, at 11:41 AM  

  • hei þú kona sem bloggar bara um jól og páska! við verðum að fara hittast, þetta gengur bara hreint ekki!

    By Anonymous Anonymous, at 5:04 AM  

Post a Comment

<< Home