Frænka fer erlendis

Monday, December 19, 2005

heima



Mikið er gott að vera kominn heim.

Fyrst fór ég í Borgarnes og hitti fjölskylduna, sem var gott og gaman. Mamma var búin að fylla ísskápin af góðgæti, sem ég byrjaði að raða skipulega í mig kl 2 eftir miðnætti þegar ég kom frá Keflavík.

Svo fór ég til Reykjavíkur til að hitta vini og vandamenn; skellti mér á Brodway að hitta Bjögga Halldórs og svona.. Svo tók ég skemmtilegasta djamm í manna minnum á laugardaginn! Takk allir sem voru þar :*

Friday, December 16, 2005

afmælisbarn dagsins



var frekar töff á menntaskólaárunum eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Gallajakkabarbie var hann stundum kallaður, er það ekki rúnki?

Til hamingju með daginn kappi, hlakka til að sjá þig á morgun í peeerty ;)

Tuesday, December 13, 2005


Ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur stelpur og ég ætla sko að knúúúsa ykkur þegar ég kem heim :*

hmm...

Las a bloggi hja henni Sonju ad tad væri sólarupprás um hádegisbilið a islandi og sólsetur eitthvað um kl 16:00...

eg sjokkeradist ad sja tetta svona svart a hvitu. Aetli madur eigi aldrei eftir ad venjast tessu?

Monday, December 12, 2005

4 ára?

þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og áminningar foreldra minna þegar ég var lítil gerðist það síðast í gær..

a) ég sofnaði ég með tyggjó

b) það klíndist í koddann minn

c) og festist svo í hárinu á mér

Saturday, December 10, 2005

Ungfrú heimur 2005 ... og 2006!!



Ætli það megi ekki búast við fegurðarsamkeppna-æði á næstunni?
Ég held að vinsældir keppninnar hafi aðeins dalað hér á landi undanfarin ár og ekki veit ég af hverju.. núna getum við Íslendingar samt farið að gefa í aftur! Ég held að þetta gæti orðið svakalegur bransi; það væri hægt að halda fegurðarsamkeppnir barna, unglinga, gæludýra, offitusjúklinga og jafnvel aldraðra. Hvernig líst ykkur á það? Ég held að þessar fegurðardúllur sem við eigum hérna færu létt með að taka Ameríska stílinn á þetta

Þýðir þetta ekki líka að við verðum að fara að gíra okkur upp fyrir næstu Ungfrú Ísland, stelpur? Við höfum núna ár til að læra að labba á hælaskóm, ná upp hinu fullkomna brosi, taka á því í ræktinni og missa eins og 40 kg, (ég er persónulega ekki nógu stór, svo ég gæti þurft að skreppa til Rússlands í smá aðgerð..) ef við stundum ljósabekkina af kappi gætum við náð upp taninu í tæka tíð og svo er bara að safna fyrir kjólum, bikiníum og glingri.

Já ég held svei mér þá að ár ætti að duga mér.. Ég er komin með skothelt plan og ég er alveg viss um að ég get náð að verða Ungfrú heimur árið 2006.

Ég segi nú bara eins og Halldór Ásgrímsson „Innilegustu hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni allri. Þú varst landi og þjóð til sóma eins og við var að búast.“
...Þú náðir upp svakalegri tækni á hælaskónum!

Thursday, December 08, 2005

veeka þangað til frænkan kemör...



Það er skemmst frá því að segja að í dag er akkúrat vika í heimferð.

Jájá, vildi bara svona deila því með ykkur, ekkert merkilegt að segja sossum. Ég bara skrifa og skrifa og hitti engan vegna þess að ég skrifa á nóttunni og sef á daginn. Ég er svo heppin að Aaron sambýlismaður minn er forfallinn playstation fíkill, þannig að við vökum saman - ég að skrifa og hann að gera það gott í fótbolta og kappakstri. Annars fer þessi törn nú að verða búin hjá mér og þá get ég kannski farið út úr húsi og þá hef ég kannski eitthvað skemmtilegt að segja.
Aldrei að vita!

Hafið það gott esskurnar og gangi ykkur vel í prófunum :*

p.s hvernig er fólk að fíla nýju lonnietturnar?

Wednesday, December 07, 2005

tad rennur kaffi um ædar mer...

Sunday, December 04, 2005

B.A ritgerðin mín...

fjallar um líkbrennslu

og það er bara ekki hægt að ætlast til þess að ég get lesið um jarðarfarir og líkbrennsluaðferðir alla daga allan daginn. Ég hef verið að spyrja mig æ oftar upp á síðkastið hvernig mér datt í hug að velja þetta efni í B.A ritgerð. Þetta er svakalega áhugavert efni, en kannski ekki svakalega hressandi svona til lengdar

Ég vona að meðleigjandi minn hafi ekki áhyggjur af mér, en þegar hann kom inn í herbergið mitt áðan var ég að hlusta á Sigurrós, í Dead bol og að skoða líkbrennsluofna á netinu.. lítur ekkert sérstaklega vel út, hehe.

Ég þarf að fá mér gula peysu og einhverja gay tónlist til að hafa með þessu!

Friday, December 02, 2005

Ég fór í tíma í gær...

og áður en fyrirlesturinn byrjaði, spurði strákurinn við hliðina á mér "hvernig gengur með ritgerðina?" Ég ætlaði fyrst að þykjast vera töff og láta eins og ég vissi allt um málið, en ég úldnaði svo upp að það var ekki séns að þykjast. Ég spurði þess vegna aumingjalega "er ritgerð?" Honum fannst ég greinilega ekki mjög klár og benti mér kurteislega á kennsluáætlunina og þar stóð með skýrum stöfum að þessari ritgerð ætti að skila 9. desember. Þetta hefur verið á kennsluáætluninni síðan í september og ég hafði ekki hugmynd!
Þetta þýðir að ég á eftir að gera 2 ritgerðir fyrir jól.. eiginlega 3, því ég þarf að skila fyrsta hlutanum af B.A ritgerðinni minni í næstu viku líka.

Mér finnst þetta alls ekki sangjarnt!