Frænka fer erlendis

Tuesday, May 22, 2007

hrökk upp við símhringingu um tuttugu mínútur yfir átta - átti að vera mætt í vinnuna. rauk á lappir og var ekkert sérstaklega falleg þegar ég mætti nokkrum mínútum síðar.

þar biðu eftir mér 2 góðir karakterar sem uppástóðu það að ég hefði lofað ísferð í síðasta tímanum. ég leit út um gluggan og sá glitta í hvítt hafnarfjall og vissi að það voru ekki mikið meira en 2°c úti.. ég er viss um að ég lofaði þessu um daginn þegar það var sól og hlýtt, og hafði örugglega ekki hugmynd um það þá að síðasti tíminn yrði klukkan 8 um morgun.
en jæja, maður stendur við gefin loforð. þannig að skömmu síðar sat ég á hyrnunni í góðum félagsskap að borða morgunmat - ís með dýfu, horfandi til hvítra fjalla í 2 stiga hita. umræðurnar við borðið snérust um það hvort svartur eða hvítur væri betri litur - með tilliti til nætur og dags, og var þeim á tímabili orðið nokkuð heitt í hamsi. ég ákvað að blanda mér ekki í málið..

4 Comments:

  • Er Hyrnan með sömu stefnu og Brynja á Akureyri að kennarar fá ókeypis ís ef þeir koma með bekkinn sinn?

    þá er vel hægt að leggja þetta á sig oftar.

    Normandí.

    By Anonymous Anonymous, at 12:24 PM  

  • haha - elsku karlinn minn. ef það væri nú svo gott, þá væri ég 130 kg og börnin öll fallin í sögu og landafræði ;)

    By Anonymous Anonymous, at 5:49 AM  

  • Haha, ég hefði viljað fylgjast með þessu:D!

    Inga

    By Anonymous Anonymous, at 1:56 PM  

  • Hæ, ég ákvað að kvitta fyrir mig svona einu sinni...ég kíki alltaf reglulega inn á síðuna þína og hef gaman að því að sjá hvað þú ert að bralla....mættir bara blogga oftar af því að þú ert svo skemmtilegur penni...hafðu það gott....Kveða Ella Bára

    By Anonymous Anonymous, at 8:48 AM  

Post a Comment

<< Home