Frænka fer erlendis

Thursday, November 30, 2006

Með grátt að neðan...

Heiðrún: ... því það átti auðvitað enginn gemsa þegar ég var í 10. bekk
Nemendur: bwahahahahahaa

Það spannst í kring um þetta mikil umræða um hvernig fólk hefði eiginlega lifað af á þessum hræðilegu árum fram til 1998 þegar fólk fór að fjárfesta í GSM símum.

Maður hringdi nú bara heim til vina sinna og spurði eftir þeim.. munið þið, hehe. Er silla heima? ..og svo var á tali heima hjá manni í marga klukkutíma því það þurfti að gera upp skóladaginn og allt það drama sem fylgdi því að vera unglingur! En svo þegar vinirnir voru ekki heima, þá þótti alveg sjálfsagt í Borgarnesi að hringja bara í tíkallasímann í Hyrnunni. Það svaraði einhver og þá spurði maður "hver er þarna?" Sá sem svaraði þurfti þá að telja upp alla sem voru að hanga í sjoppunni og ef einhver var þarna sem áhugavert þótti að kíkja á, þá voru Art skórnir reimaðir á og arkað af stað.. :)

Mér finnst þetta fyndnar og skemmtilegar minningar, en verð þó að viðurkenna að mér leið eins og ellilífeyrisþegar þegar ég var að segja unglingum nútímans frá þessu... Ekki skánaði það skömmu síðar þegar ég var aftur farin að kenna og fékk þetta í andlitið:

...en Heiðrún, þarf ritgerðin nokkuð að vera á svona forn íslensku, eins og þú notar þegar þú skrifar?

Tuesday, November 28, 2006

ó svo fljótt


er ég sú eina sem finnst tíminn þjóóóóóta áfram á ógnarhraða?! ég veit ég hljóma eins og sjötug kerling en ég sver það, mér finnst alltaf annað hvort vera mánudagur eða föstudagur... ef út í það er farið, finnst mér alltaf vera föstudagur. þetta þýðir að mér leiðist ekkert svakalega, en þetta þýðir líka að ég kem engu í verk sem ég ætla mér. ég lofa kannski að gera eitthvað "á morgun" en svo er hnippt í öxlina á mér og þá er liðinn mánuður og ég ekkert farin að gera. ekki gott! dálítil breyting á lífstíl frá því í englandi í fyrra, þar sem ég var meira í því að sofa fram á hádegi og njóta mín, hehe. samt betra svona held ég :)
síðasta helgi var góð - kollan kom í mat til mín á föstudaginn, áður en hún flaug norður yfir heiðar til þess að nema læknalistina af akureyrardoktorum.. miðað við mikla list að þræða nál á sínum ektamanni held ég bara að hún eigi eftir að spjara sig vel:) virkilega gaman hjá okkur í þessu annars fámenna matarboði, mikið kjaftað og hlegið:)

Monday, November 27, 2006

i´m just loosing a freijíheeeeend...


í gær hljóp ég út í sjoppu til að kaupa mjólk.. sem er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég rak augun í plakat sem mér fannst mjög sniðugt. Þarna innan um auglýsingar um týnda ketti, dráttarvélar til sölu, kvennakórsæfingar og aðrar auglýsingar sem al vanalegt er að sjá í sjoppum út á landi, þá hékk þarna auglýsing um það að Nylon stórstjörnurnar myndu troða upp í bankanum í dag klukkan 2. "Missið ekki af Nylon í KB banka Borgarnesi, mánudaginn 27. nóvember klukkan 14" Þetta finnst mér ógeðslega fyndið! Þetta eru týpur sem bretarnir halda víst ekki vatni yfir, þær eru að sögn manna á barmi heimsfrægðar og í alla staði gasalega lekker stúlknapopphljómsveit.
Að spila í bönkum úti á landi í miðri viku... Hva, eru þær sendar þarna til að skemmta þjónustufulltrúunu? Eða gömlum sveitköllum sem hafa gert sér ferð í bæinn með bankabókina í vasanum til þess að taka út peninga? Á þessum tíma eru flestir að vinna.. auk þess sem markhópurinn þeirra er enn í skólanum.. eða á leikskólanum, ef út í það er farið

Friday, November 24, 2006

Tekið til..

Jólahreingerningin var gerð í fyrra fallinu þetta árið. Ég ákvað að taka aðeins til í mínu og voru gamlar mublur látnar fjúka. Það hafði þó staðið til að lappa upp á þær en ég held svei mér við nánari athugun að það borgi sig að fá sér nýtt.. svona til lengri tíma litið.

Thursday, November 23, 2006

Why o why?!

Spagetti, hrísgrjón frá í gær, túnfiskur, tómatsósa og salt. Allt sett saman í pott. Hitað upp til átu.

Oj!

Af hverju hefur matseðill minn aldrei verið eins stúdentalegur eins og eftir að ég fór út á vinnumarkaðinn? Það er ekki vegna þess hvað kennaralaunin eru lág. Það er einfaldlega vegna þess að ég er of löt til þess að labba í 20 mín til að fara í Bónus og hér eru ekki skyndibitastaðir á hverju horni.

Spurning samt um að fara að taka sig saman í andlitinu... :-S

Hýrar Fréttir

það er ýmislegt að frétta..

Ég brá mér til dæmis óvænt til Kaupmannahafnar um daginn og óhætt að segja að úr hafi orðið mikil gleðiferð!

Markverðast úr ferðinni er frelsun míns heittelskaða; héðan í frá verður 12. nóvember haldinn hátíðlegur... ef vel á að vera legg ég jafnvel til þess að allir sunnudagar verði haldnir hátíðlegir og gott ef fólk klæði sig upp á og geri sér dagamun (sunnudagar eru hvort sem er alltaf hundleiðinlegir og ekki amalegt að hafa ástæðu til að lyfta sér aðeins á kreik:)
Það var ýmislegt brallað í ferðinni þó útlit hafi verið fyrir að meirihlutanum yrði eytt á flugvellinum; við töluðum svo mikið að við vorum þar í marga klukkutíma og drukkum bjór með þýskum leðurklæddum mótorhjólamönnum á leið á tónleika... Meðal annars fórum við í bíó, átum buffet á tacky kínverskum veitingastað, hlógum, versluðum, fundum skemmtilegan bar sem var splunkunýr að við héldum. Þar voru ekki margir og við töldum okkur góð að hafa fundið svona leynilegan og töff stað sem ekki væri enn búið að uppgötva að væri svona töff.. lásum þó í blaði skömmu síðar að það var bara nýbúið að mála hann og gera hann lekkeran eftir að maður var skotinn þar inni og allt var í blóðslettum og viðbjóði (Ehh.. kannski ekki svo lekker), elduðum, sungum í karókí með miklum tilþrifum (enn ekki hvað), horfðum á húsið á sléttunni og margt fleira sem maður gerir í svona helgarferðum til annara landa :)
Takk fyrir skemmtilega helgi krakkarassgöt !!

Annað er að ég er búin að koma mér vel fyrir á Brákarbrautinni og opið í kaffi fyrir gesti og gangandi ...bara hringja á undan sér, svo ég geti verið búin að hella upp á og raða púðunum í sófanum og svona ;)

Wednesday, November 15, 2006

Þessi færsla er skrifuð að heiman

Beggi my man kom og setti upp hjá mér netið. Ég varð að láta í minni pokann fyrir tækninni... en hverjum er ekki sama, ég er komin með net heim til mín og von bráðar með sjónvarp. Þá get ég farið að horfa á eitthvað annað en gamla simpson og will&grace þætti á kvöldin. Haldið þið að það verði menningarsjokk fyrir gömlu! Svo fer ég nátturlega líka aftur á fullt í blogginu og verð aftur sýnileg á irkinu - sjáumst!