Frænka fer erlendis

Tuesday, January 31, 2006

Bjork til Englands - Steve til Islands

Ja, tad eru ekki allir jafn stifir a tvi og hun Bjork vinkona okkar a Studentagordunum. Tegar eg flutti inn i Claypath House 65 hitti eg huseigandann sem sagdi mer ad hann myndi koma vid hja mer nokkrum dogum seinna og ta myndum vid gera husaleigusamning og ganga fra peningamalunum. Vikan leid og aldrei kom huseigandinn. Hann kom nokkrum vikum sidar og eg nefndi vid hann hvort vid aettum ekki ad ganga fra tessu. "neineinei, tad liggur ekkert a. Eg hef aldrei lent i neinum vandraedum med studenta og eg treysti ter alveg 100%! Eg kem bara vid fyrsta taekifari og ta graejum vid tetta." Hann kom svo vid a nokkkurra vikna fresti til ad athuga med okkur og eg var longu haett ad nefna tetta vid hann, enda longu buin med alla peningana sem attu ad fara i leigu.
Eftir aramot for eg nu ad fa hnut i magann tegar eg for ad reikna lauslega saman hvad eg skuldadi mikid (tid vitid nu lika hvad madur a mikinn "aukapening" svona eftir jolin.) Eg gafst tvi upp a ad bida eftir huseigandanum minum, spurdi sambylisfolk mitt hvert tad faeri til ad borga leiguna og trammadi tangad einn eftirmiddaginn. Tetta var stor leigumidlun med fullt af skrifbordum, fullt af folki og mikid ad gera (gaurinn leigir ut 115 herbergi herna i Durham, svo tetta er frekar stort battery) Allavega, eg labbadi tarna inn eins og daemd, afsakadi mig lengi og for i kring um tetta eins og kottur kring um heitann graut en nadi svo loksins ad buna tvi ut ur mer ad eg vaeri ekki buin a borga neina leigu sidan i september, vaeri ekki med neinn samning en tad vaeri eiginlega ekki mer ad kenna tvi eg vaeri buin ad reyna og reyna ad na i huseigandann. Steve horfdi lengi a mig og sagdi svo "byrd tu i Claypath 65?" Ja, sagdi eg og nefndi alla sem bua tar med mer, svo hann myndi atta sig a hvada ibud eg vaeri ad tala um. Eg sa vinkonu okkar a studentagordunum fyrir mer og bjo mig undir ad nu myndi Steve bilast, og hundskamma mig fyrir ad liggja tarna i felum manudum saman.. en viti menn, Steve hagadi ser eins og sannur Breti, badst afsokunar 10 sinnum og takkadi mer kaerlega fyrir ad vera svona heidarleg ad koma - tad hafdi nefnilega enginn hugmynd um ad eg byggi tarna. Hann sagdi ad eg hefdi liklega getad buid tarna alveg fram a vor an tess ad borga neitt, tvi leigumidlunin hafdi engar upplysingar um mig og tau heldu ad herbergid vaeri tomt. Vid Steve reiknudum saman hvad eg skuldadi mikid og eg svitnadi i lofunum og sagdi ad eg gaeti ekki borgad tetta allt nuna.. ta for hann nu bara ad hlaeja og sagdi, audvitad geturdu tad ekki, tu ert nemi og eg veit alveg hvernig tetta er. "eg reyni bara ad fa afslatt af upphaedinni tvi tetta er audvitad okkur ad kenna, svo hef eg samband vid tig a morgun eda hinn og vid finnum ut hvernig vid skiptum greidslunum nidur.
Sidan eru lidnar 2 vikur og enn hef eg ekkert heyrt fra Steve...

Tann laerdom ma draga af tessari sogu ad ef til erud blonk, ta hafid samband vid Peter Bell og leigid af honum ibud i Durham - tad er okeypis
Tad ma lika laera ad tad aetti ad senda alla ovingjarnlega skrifstofu starfsmenn i namsleyfi til Bretlands ... nu eda flytja fleiri vingjarnlega starfsmenn fra Bretladi inn til Islands
Tad ma lika laera ad ef madur a 115 ibudir sem madur leigir ut, ta tekur madur ekkert eftir tvi to tad vanti nokkur hundrud tusund i kassann hja manni.
...eg veit ekki hvort eg aetti lika ad segja ad eg hafi att ad laera ad tegja og bara buid tarna fritt fram i juni - tad er onnur saga

Arnors syndromid aftur... arnor hvad hefurdu gert? - svo ert tu sjalfur farinn ad skrifa alveg orstutta posta. Mer list ekki a blikuna

Monday, January 30, 2006

65, Claypath - veruleikasjónvarp

skilaði af mér fyrsta hluta B.A ritgerðar fyrir helgina og svakalegur léttir var það. Núna þarf ég að bíða fram í miðja næstu viku á meðan verið er að fara yfir hana, til þess að geta haldið áfram.. ekki að það verði eitthvað vandamál fyrir mig að halda aftur af mér í lærdómnum í nokkra daga;)

mér hefur nú oft liðið eins og í sápuóperu í þessu blessaða húsi mínu hérna. Það er skrautlegt þegar 5 ókunnugur einstaklingar búa saman sem eru eins og svart og hvítt. Í byrjun var þetta öðruvísi þegar allir voru nýjir og kurteisir en núna er fólk farið að verða frjálslegra og þá gengur þetta ekki alveg eins smurt.. Þrifin hafa nátturlega verið aðalvandamál eins og við var að búast hjá ungu fólki sem er í skóla allan daginn og nennir ekki að þrífa á kvöldin. Það er þó komin lausn á þeim vanda í bili þar sem aaron er kominn með kærustu sem er eins og heimavinnandi húsmóðir hérna. Hann fer í skólann á morgnana, hún horfir á nágranna. Hann kemur heim og þá fær hann hádegismat. Seinnipartinn þvær hún af honum og tekur til og svo elda þau saman á kvöldin. Daman er ekki 65 ára eins og þið gætuð haldið af lýsingunum, hún er 21 árs! Auðvitað á maður bara að hætta í háskóla ef maður finnur einhvern sem maður er hrifinn af, jájá.. hann að læra lögfræði og svona, hún getur bara treyst á hann þegar seðlarnir fara að renna inn eftir nokkur ár. Jabb, mér verður líka illt í sjálfstæðinu en íbúðin hefur aldrei verið eins hrein og ég fæ heitan mat á hverjum degi svo ég kvarta ekki. Smá update af öðrum sambýlingum; vinur okkar með teinana er kominn með kærustu og stekkur enn upp og niður stigana af fullum krafti. Stelpan segir ekki neitt en ég held hún sé ágæt. Guðfræðineminn í næsta herbergi sést ekkert.. ég held ég hafi séð hann 5 sinnum síðan í haust og ef ég mæti honum á götu eða hitti hann í skólanum, þá segir hann ekki einu sinni hæ.. Hann er búinn að láta útbúa lás utan á hurðina sína og læsir alltaf þegar hann fer út og læsir á eftir sér þegar hann kemur aftur, þannig að ég vil eiginlega ekki vita hvað er í gangi þarna inni. Unga stúlkan í næsta herbergi sést líka lítið, hún horfir mikið á DVD og talar á msn til Frakklands inn á milli. Með þessu tekur hún ca 2 pakka af sígarettum á dag og hóstar svo alla nóttina eins og berklasjúklingur. Jájá, hresst lið sem býr hérna með mér EN það var nú ekki ástæðan fyrir þessum pósti

í síðustu viku var sá tími sem nemendur í Durham fara að leita að íbúð fyrir næsta vetur. Það fer þannig fram að með leyfi húseiganda banka þau á íbúðirnar og fá að skoða. Þegar ég komst að þessu úldnaði ég alveg.. EN þetta stendur víst í leigusaningnum mínum og ekki einu sinni með smáu letri, þannig að ég varð fljótlega að breiða yfir ýlduna. Þetta byrjaði á mánudaginn kl 10 um morguninn.. Ég var búin að taka til í herberginu mínu, klæða mig og mála og við stóðum öll eins og stoltir húseigengur og sýndum 5 manna hópi öll herbergin og auglýstum helstu kosti hússins. Þetta gekk svona til kl 7 um kvöldið!! Það kom hópur á ca 10 mínútna fresti og ég veit ekki hvað margir komu inn í herbergið mitt þennan dag. Alltaf þegar maður ætlaði að setjast niður og fara að læra, þá var dinglað aftur! Þetta var ekkert mjög frjálslegur dagur, maður komst varla á klósettið. Ekki lekkert að vera á klósettinu, koma út og fyrir utan standa 10 manns sem vilja öll fara inn og skoða.
Við íbúarnir vorum fljót að sjá að það væri ekki viturlegt að eyða heilli viku í að sýna einhverjum unglingum hús sem við ættum ekki einu sinni neitt í. Fljótlega vorum við því hætt að vera með leikrit, gerðum bara það sem við þurftum að gera en höfðum hurðirnar á herbergjunum opnar. Ég hélt alltaf að ég gæti aldrei verið í svona veruleikasjónvarpi, en í síðustu viku sá ég að það væri ekkert mál. Maður er ekkert smá fljótur að venjast því að gera það sem maður er vanur að gera, þó húsið sé fullt af ókunnugu fólki. Þetta er samt sem betur fer búið, núna get ég allavega burstað tennurnar og málað mig í friði..

vá, það er eins og arnór hafi skrifað þennan póst, hann er svo langur;)

Saturday, January 21, 2006

brrrr... grrr


Ég er í gammósíum, buxum, sokkum, ullarsokkum, inniskóm, stuttermabol, langermabol, peysu og hettupeysu. Ég er líka með teppi ...

Þið gætum haldið að ég sé stödd útivið en ÉG ER INNI Í HERBERGINU MÍNU AÐ REYNA AÐ LÆRA!!

ég veit ég ýki oft, en þetta er satt.

Kyndingarkrísur heimilisins eru í hámarki. Ég virðist vera sú eina sem vill hafa yfir frostmarki inni í húsinu. Ég kveiki stndum á kyndingunni þegar enginn sér, en viti menn það er alltaf búið að slökkva á henni skömmu síðar. Þeirra rök eru einföld; klæddu þig bara meira ef þér er svona kalt! Fínt, ég verð þá bara í úlpunni inni fram á vor.

Ég er svo geðvond og frosin að ég nenni ekki að rífast yfir þessu lengur.. fínt að skrifa bara um þetta hér og láta rjúka aðeins úr mér, hehe

Ég er ekki frá því að ég sé bara ánægð með jólaspikið sem settist á mig í fríinu, hvur veit nema allar þessar smákökur séu að halda í mér lífinu núna ;)

Monday, January 16, 2006

Minningar Geisjunnar



Skellti mer ad sja Geisjuna i gaer - prydismynd alveg hreint

Hver man nu ekki eftir tvi tegar eg las tessa bok fyrir nokkrum arum.. og var ca 3 ar ad ljuka vid verkid! Eg byrjadi ad lesa hana i Englandi, var enn ad lesa hana i utskriftarferdinni nokkrum manudum seinna og endadi svo a tvi ad gera fyrirlestur um hana i enskutima hja Arny a voronn i 4. bekk!
Bokin kannski heldur langdregin fyrir minn smekk, en myndin fin ;)

Sunday, January 15, 2006

Komin aftur til Durham..

Ég er snúin aftur eftir alveg frábært jólafrí.

Fyrst eyddi ég 2 vikum á Íslandi og reyndi þar að hitta eins marga og ég gat og eiga quality time með mínum nánustu. Takk allir sem ég hitti, þar var ekkert smá notalegt að sjá ykkur :*

Seinni 2 vikunum eyddi ég á Florida með fjölskyldunni minni og það var alveg æðisleg ferð. Takk mamma, pabbi, Hugrún og Inga - þið eruð frábær! Það var ekkert smá skemmtilegt og indælt að vera þarna með ykkur. Það væri best ef við gætum farið í svona ferð á hverju ári, hehe ;)

Ég læt fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni.. m.a til sönnunar um að ég hafi hitt Mikka Mús og líka vegna þess að ég fékk mér DIGGGGITAL - vííííííííí;)





Dolly showið stóð vitanlega uppúr!! Það voru risastórar, áritaðar myndir af henni út um allt og þarna erum við fjölskyldan að bíða eftir að matur og show byrjaði. Takið sérstaklega eftir plastleirtauinu og sultukrukkunum sem maður átti að drekka úr.


Já ok, MIkki var eitthvað upptekinn þennan dag sem við vorum þarna.. en ég meina Guffi er líka frægur, ekki satt..

Svo varð ég að láta fylgja eina sólarmynd með pálmatrjám, bara til að létta lundina í myrkrinu

Saturday, January 07, 2006

Dolly Parton

Haldidi ad madur hafi ekki skellt ser a Dolly Parton Dinner&Show i Amerikunni.
Tetta var otrulegt show, og eg var med kjanahroll og spenning i maganum allan timann! Tegar madur kom inn, var madur sendur i myndatoku i svona setti eins og madur vaeri a verond vid svona ekta ameriskan sveitabae eins og madur ser i biomyndunum. Tarna var naestum lidid yfir unglingssystur mina af skomm og hallaerisleika og vid hin flissudum eins og aumingjar a medan vid satum i ruggustolum med bandariska fanann i bakgrunni og mynd af Dolly sjalfri i ramma a bordi vid hlidina a okkur.
Tadan forum vid a svona peppsamkomu i odrum sal, tar sem pianoleikari og songkona sungu saman og letu salinn taka undir. Tar var haegt ad kaupa bjor, gos, hnetur og popp. Gosid var borid fram i kurekastigvelum ur plasti, sem svo var haegt ad taka med heim sem minjagrip (sem eg audvitad gerdi)
Svo var manni hleypt inni adal salinn - sem var eins og reidholl med ahorfendapollum allan hringinn. Tad var plastdiskur, gaffall og sultukrukka fyrir framan mann tegar madur settist. Showid byrjadi med tvi ad Dolly sjalf birtist a risa skja og taladi vid okkur. Svo kom mikill reykur og glimmer og hestar og knapar og dansarar og svid kom nidur ur loftinu og meira glimmer og meiri reykur. Undir hljomadi audvitad Dolly sjalf af segulbandi. Maturinn var borinn fram af fylulegri stulku i graenum alfabuningi a medan a syningunni stod. Fyrst var supa i plastskal (sem turfti ad drekka ur tvi tad var engin skeid) svo var heilum kjuklingi skutlad a plastdiskinn, svo kom svinakjotssneid, half kartafla og maisstongull (ca 5 min a milli skammta) Tetta turfti madur ad rifa i sig med berum hondum tvi gaffall einn og ser gerir ekki mikid gagn. Tad var haegt ad fa pepsi og bjor eins og madur gat i sig latid og kom graena alfastulkan og fyllti a sultukrukkurnar i grid og erg. Eins og gefur ad skilja var ekki haegt ad klappa med fingurna lodrandi i fitu og ekki var haegt ad flauta med munninn fullan, svo tad voru ekki mikil fagnadarlaeti a medan a syningunni stod. Tetta var samt otrulega glansmikil og god syning!!
Svo kom Dolly a skjainn i endann og takkadi kaerlega fyrir frabaert kvold

Eg elska ameriku

Monday, January 02, 2006

Florida

Gledilegt ar esskurnar..

ad tessu sinni eyddi eg aramotunum i Orlando med familiunni. Tad var fint ad vera i fadmi Mikka Mus tegar klukkan slo midnaetti og eg er ekki fra tvi ad hann hafi verid sama sinnis.

Eg hef aldrei komid til BNA adur og tad er nokkud merkilegt ad vera herna.
Allt alveg eins risavaxid og eg hafdi imyndad mer tad.
Tad besta vid tetta allt saman er samt solin - eg elska ad geta verid uti a pilsi og hlyrabol i januar. Tad aetti enginn ad turfa ad eyda morgum manudum i myrkri og kulda an tess ad fa sol i kroppinn.

Eg hef eiginlega ekkert ad skrifa samt, nema tid viljid heyra um ferdir minar i Disney eda Sea World, eda hvernig hefur verida ad ad liggja ut a sundlaugarbakka i solbadi, hvernig mer hefur gengid ad versla eda hvernig maturinn a veitingahusunum hefur verid.. nei helt ekki ad tid vildud vita tad

Vildi bara lata vita af mer, skrifa um leid og eitthvad markvert gerist

Segi enn og aftur, gledilegt nytt ar og takk fyrir 2005