Borgarnes

ég er ákveðin í að eyða eins miklum tíma utandyra og ég get á meðan ég er svo heppin að búa úti á landi. hér þarf ekki að labba nema í nokkrar mínútur, þá er maður kominn í hvarf frá mannabyggð og ekkert heyrist nema fuglar og sjór.
ég færist nær frelsinu með hverjum deginum: söngpróf búið, aukavinna búin, riterð í endurmenntun komin á sinn stað, bara eitt próf eftir á laugardaginn og þá get eg farið að njóta mín.
gangi ykkur vel í próflestri og lokaverkefnasmíðum
5 Comments:
Ekkert smá arty mynd!
Hver tók hana?
IngaLoðbringa!
By
Anonymous, at 8:15 AM
nú ég.. með einnota bónus myndavélinni minni. ;)
By
Anonymous, at 8:32 AM
Váá..
Það er nú bara vitleysa að maður þurfi að vera með e-rja Canon MegapowerShot til að vera arty;)!
Inga;)
By
Anonymous, at 9:11 AM
Haha þú ert nú meiri lygarinn!
Ég var alveg að trúa þessu!
Jæja, þá er það sannað,
maður þarf e-rja CannonMegaPowerShot til að vera arty!
Inga
By
Anonymous, at 6:52 AM
Heiðrún ég er í prófum og ég heimta blogg
By
Kolbrun, at 1:39 PM
Post a Comment
<< Home