Frænka fer erlendis

Thursday, September 28, 2006

Þá er komið að því

...eftir að hafa farið aðeins afturábak í eðlilegri manndómsþróun, er ég að flytja út úr foreldrahúsum - í annað sinn.
Eftir að hafa verið meira og minna að heiman í 9 ár, flutti ég aftur heim um stundarsakir en tek nú stóra skrefið á um helgina. Ég fæ semsagt nýju íbúðina mína afhenta. það verður gaman að búa loksins í alvöru húsi með garði og útiljósi, en ekki alltaf í litlum hvítum ferningi sem heitir stúdentagarðar. ég hlakka líka til að sjá dótið mitt, sem hefur verið í kössum úti í bílskúr síðan ég fór til Englands fyrir um ári síðan.
Það rann reyndar upp fyrir mér að ég hef ekki verið dugleg í húsverkunum undanfarið ár; í englandi borðaði ég mest á kaffihúsum og þar sem ég bjó með 4 strákum fór lítið fyrir þrifum og öðru snurfusi. eftir að ég kom heim frá englandi bjó ég á hótelum, bæði sem gestur og starfsmaður en á báðum stöðum var almennum húsverkum sinnt fyrir mig. nú að því lúxus tímabili loknu, flutti ég heim til mömmu þar sem lúxusinn var vitanlega í algeru hámarki.. svo ég velti fyrir mér hvort ég er yfirhöfuð fær um að sjá um mig sjálf! - allavega verður matseðillinn sem reyndist mér alltaf svo vel á fyrri háskólaárum (drykkjarskyr og flatkökur með engu) líklega lítið spennandi..

það verður örugglega ótrúlega skrýtið að flytja í eigin íbúð í eigin fæðingarbæ. Undanfarin ár hef ég bara verið í borgarnesi í stutta stund í einu, þegar ég er í fríum eða í stuttum helgarheimsóknum. síðan ég flutti hingað í haust hefur mér líka liðið eins og ég sé bara hérna tímabundið.
ég átta mig líklega betur á raunveruleikanum þegar ég fer að venja komur mínar í héraðsbókasafnið og þarf að fara að kaupa í matinn í kaupfélaginu..

Wednesday, September 27, 2006

afmælisbarnið

....þetta er nú eiginlega að breytast í afmælissíðu

Inga Björk á samt afmæli í dag og full ástæða til að óska henni til hamingju :)



TIL HAAAAMINGJU!! :)



þessar myndir eru teknar í vorferð okkar mæðgna til brighton - lovely:)

27. september 2005

Ég er á little trip down the memory lane og fór að glugga í minnisbók frá því í fyrra

Dagur eitt í Durham

To do list:

* hringja heim og láta vita
* fara á Old Elvet og finna Peter Bell (landlord)
* fara á international office
* leita að skólanum
* kaupa millistykki

Er búin að labba og labba fram og til baka í dag - samt ekkert búin að villast :) fór á international office, ekkert í gangi þar en boðuð á fund á fim kl 10. fann old elvet en peter bell ekki við. var að leita að skólanum en fann þá óvart collingwood college - fékk góðar upplýsingar þar. leitaði um allan bæ að millistykki en finn hvergi frá íslensku í breskt plug - er eins og aumingi um hárið og tölva batt laus. hitti peter bell og kom í ljós að eina herbergið sem búið er að frátaka er herbergið sem ég er búin að koma mér fyrir í - ekta! fór samt með honum í íbúð og það eru 4 önnur herbergi sem eru laus.. samt öll pínulítil og ljót! það sem er skárst er appelsínugult og dökkblátt..


hehh - fyndið að skoða þetta, alltaf sama stemmningin fyrstu dagana í nýrri borg, maður villist bara fram og til baka, alltaf með 100 metra langa to do lista en finnur ekki neitt og heilu dagarnir fara í að redda einhverjum smáatriðum... mér fannst íbúðin ógeð og herbergin ömurleg og allt svo ruglingslegt og mér fannst enginn vera við sem ég þurfti að ná á.. en svo fer sólin alltaf að rísa eftir nokkra daga og allt verður pís of keik:)

...doldið spes kannski að blogga um þetta, en var bara að muna að akkúrat fyrir ári var ég nýflutt til Durham

Thursday, September 21, 2006

Afmælisbarnið...



Ég kynni með stolti, afmælisbarn dagsins !

Hann er að vísu í fangelsi í Danmörku núna eftir að öryggisverðir náðu honum við ósæmilega iðju fyrir utan glugga drottningar fyrr á árinu.

Þetta er nú samt besta skinn og ég óska honum innilega til hamingju með árin 24. Elsku nommi minn, ef þú lest þetta þá vona ég að þú hafir það gott í dag og vonandi sér einhver aumur á þér og bakar handa þér köku :-*

hahahaha



þetta hefði ég viljað sjá...

fullur kínverji æðir upp að pandabirni og reynir að knúsa hann. pandabjörninn ekki sáttur og bítur kínverjann í fótinn. kínverjinn fílar ekki þennan móral í birninum og sparkar duglega í hann. pandabjörninn bítur hann þá í hinn fótinn en þá er kínverjanum nóg boðið og bítur pandabjörninn í bakið..

ég fæ kast! hahahahahaa

p.s björninn er ómeiddur, en í miklu uppnámi

Sunday, September 17, 2006

North Road - Durham



Á þessum tíma í fyrra var ég með hnút í maganum því ég var alveg að fara til Durham. Ég held meira að segja að ég hafi ekki enn verið búin að redda mér stað til að búa á. Allt var óráðið og ég hafði ekki hugmynd um hversu viðburðaríkt árið myndi verða.

Thursday, September 14, 2006

10 ár...



eru orð ekki óþörf?

teinar, krullur, blóm í hári og blúnduhanskar, hahahaha :)

ég hef ákveðið að koma út úr skápnum með fermingarmyndina kæru lesendur, fann hana ofan í kassa á heimili foreldra minna og langaði endilega að deila með ykkur :)

B - I - B - L - Í - A ...

er bókin bókanna...

þeir sem hafa áhuga á að sjá mig á fjórum fótum á bakvið kassa með brúðu á hendinni, er bent á Borgarneskirkju klukkan 11 á sunnudaginn

veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta...

spurning um að fá bara arnór í verkið? hver man ekki eftir þþþþidda þþþþnák sem mætti gjarnan í gleðina eftir miðnætti á föstudagskvöldum á akureyri hérna í denn :)

Monday, September 11, 2006


Er ekki eitthvað neyðarlegt ef Magni í Á móti sól vinnur Rock Star bara því hver einasti íslendingur kýs hann 80 sinnum?
..ég hef aldrei séð þetta svo ég veit sossum ekki hvernig hann er að standa sig.. en er einhver einu sinni að spá í hvort hann er góður eða ekki?
á móti sól hefur aldrei verið neitt toppband hérna á íslandi og svo núna heldur enginn vatni yfir Magna og hann þykir allt í einu ótrúlega töff.. hvaaað..

Sunday, September 10, 2006

er annað hægt en að elska hann...

Friday, September 08, 2006

Heiðrún in the City - Le Film



Þegar ég sat í sófanum í gærkvöldi og horfði á 'best of' úr áramótaskaupi undanfarinna 10 ára, fór ég að velta fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á smá glamúr í lífið.. tími til að sýna sig og sjá aðra

Þess vegna hef ég ákveðið að eyða helginni í höfuðborginni. Skelli mér um borð í sæmund í kvöld, með hælaskóna undir hendinni og varalitinn í veskinu

Sjáumst!

Thursday, September 07, 2006

My so called life

Ég vakna eldsnemma, fer í vinnuna skömmu síðar, tala hátt og mikið og drekk óhóflega af kaffi, kem heim úr vinnunni, horfi á Simpson og fer svo að sofa
Allt markvert sem gerist, er innan veggja skólans og frekar ólekkert að skrifa um það á netinu..
Aldrei hefði mig samt grunað hvað kennarar þurfa að vinna mikið eftir skóla. ég vissi nátturlega að það væri einhver aukavinna við að undirbúa næsta dag, en eitthvað er ég seinlæs því ég er alltaf langt fram eftir kvöldi að búa til glærur og gera verkefni.. Ég neita samt að trúa því að líf mitt verði svona dull í allan vetur. Ég vona að með tíð og tíma fari ég að komast út um skóladyrnar um 5 leitið.. eða allavega fyrir kvöldmat
Jahh, annars er framtíðin döpur og kominn tími til að leita sér að góðum ketti og hornspangagleraugum

mæja og arnór, munið þið þegar við gengum til góðs hérna um árið? :) hahaha - við gengum aldeilis til góðs með derhúfur og allar græjur :-D

Friday, September 01, 2006

Í dag gerðist ég kennslukona - ég var kaffiandfúl, í skóm sem heyrðist klong klong í hælunum, sagði ömurlegan brandara og vissi ekki svarið við spurningu nemanda.
Var samt ekki étin lifandi og held bara að ég ætli að mæta aftur á mánudaginn ..