Frænka fer erlendis

Wednesday, September 28, 2005

Billy Madison

Reynid ad sja tetta fyrir ykkur;

Gomul kona situr a stol ad lesa barnabok fyrir ca 30 born a aldrinum 4 - 8 ara. Tau sitja oll a golfinu og hlusta, en a stol vid hlidina sit EG og pikka a bleika tolvu!! Eg er langstaerst, a allt of litlum stol med plummer daudans!!
Astaedan fyrir tessum undarlegu adstaedum er su ad tolvan min virkar ekki og eg fekk ad fara i tolvuna i barnahorninu a borgarbokasafninu... Madur leggur nu ymislegt a sig til ad svala tolvufikninni

Tad er annars allt gott ad fretta af mer. Eg fekk reyndar sma sjokk tegar eg sa ibudina, hun er vissulega midsvaedis en trifin ekki upp a marga fiska. Eg matti samt velja eitt herbergi af 4, svo eg gat valid mer tad skarsta. Eg hef hitt einn af 5 sambylingum minum og hann er frabaer!! Hann er enskur, med teina og teygjur sem festa efri og nedri gom saman, svo hann frussar otrulega mikid og slefar - tessi bunadur uppi honum veldur tvi lika ad eg skil ekki ord sem hann segir :)

Borgin er alveg aedisleg, eg skodadi mig um i gaer og nu kemur frettin: eg villtist ekki neitt!! Eg er viss um ad teir sem tekkja mig trua tessu ekki, en tad er satt!
Eg gef mer fullt hus stiga fyrir tessa snilli

Tad er helst ad fretta ur barnahorninu ad eitt barnid for ad grenja, svo konan haetti ad lesa og nu eru tau oll ad syngja - SUPER!!

Eg var lika buin ad gleyma ad teir eru med odruvisi innstungur herna og eg er ekki med millistykki. Eg get tvi ekki notad tolvuna mina, ekki hlustad a tonlist, siminn minn er ad verda batteryislaus og eg er eins og aumingi um harid!!

Veit ekki hvenaer eg get skrifad naest, er ekki viss um ad mer verdi hleypt aftur i barnahornid.
Hafid tad gott hvar sem tid erud i heiminum ;*

Sunday, September 25, 2005

duruduruduruduru...

Síðast bloggfærslan frá Íslandi, góðir gestir..

Ég er komin til Keflavíkur
Ég er komin með hnút í magann.

Sóley frænka mín ætlar að vera svo sæt að skutla mér á flugvöllinn í fyrramálið, þannig að ég verð nú ekki alveg ein þessa síðustu metra :)

Ætla að drífa mig í háttinn, svo ég verði nú með fulle fem í flugstöðinni í fyrramálið og geti verslað svolítið.

Læt vita betur af mér þegar ég verð komin í hús í Durham

Saturday, September 24, 2005

afmæli


Afmælisbarn dagsins er enginn annar en Arnór Brynjar.

Af því tilefni læt ég fylgja með mynd frá því að kappinn gifti sig fyrir nokkrum árum. Þið sjáið hann rölta inn kirkjugólfið í sínu fínasta pússi með þáverandi eiginkonu sinni og dóttur þeirra. Þau eru nú reyndar löngu skilinn og hann býr nú slippur og snauður í Danmörku.

Ég vona samt að hann hafi það gott og geti notið dagsins, þrátt fyrir háan aldur og lítil efni

Friday, September 23, 2005

jæja

Nú er allt að verða klappað og klárt.

Ég er búin að redda íbúð og ganga frá öllum lausum endum :)

Nú á ég bara eftir að pakka og gera mig klára fyrir brottför. Ég flýg semsagt á mánudagsmorgun eldsnemma og verð komin til London skömmu síðar. Ég ætla ekkert að stoppa í London, heldur taka bara lest beint upp í rassgat, nánar tiltekið Durham.
Svo er ég nú bara ekki búin að ákveða hvað ég geri þegar þangað er komið :)

Í gær var kveðjuparty heima hjá Mæju og ég vil þakka öllum sem þangað komu fyrir frábært kvöld! Takk elsku vinir mínir, þið eruð æðisleg :*

Friday, September 16, 2005

Samningaviðræður



Ég stend í ströngum samningaviðræðum þessa dagana um íbúð í miðborg Durham.

Nú er bara að beita íslenskri þrjósku og borgfiskum persónutöfrum því ég skaaaal ná henni!!

læt ykkur vita hvernig fer

AFMÆLISBARN



Bloggfærslu dagsins ætla ég að tileinka sjálfri mér

Ég á nefnilega afmæli

Ég óska sjálfri mér innilega til hamingju og vona að dagurinn verði ánægjulegur :)


Ég ætla að sletta í eina brúna í tilefni dagsins og ef svo ólíklega vildi til að einhver góðkunningja minna væri staddur í Borgarnesi, þá væri þeim guðvelkomið að kíkja við

Wednesday, September 14, 2005

Það hressir, Bragakaffið..

Ég fór til Reykjavíkur í dag og mikið var ég glöð þegar ég sá að Kaffitárskonur eru búnar að opna kaffihús á Þjóðminjasafninu.

Núna þarf maður ekki lengur að láta sig hafa ágæta súpu og vont kaffi í hádegishléinu bara fyrir notalegt umhverfi.

Nú er loksins hægt að fá hollar og góðar samlokur og almennilegt kaffi á háskólasvæðinu

Húrra fyrir góðu kaffi!!

Sunday, September 11, 2005

Heimilislaus

Er einhver þarna úti sem á íbúð í Durham á Englandi sem hann er ekki að nota?

Ég er nefnilega ekki enn búin að finna mér stað til að búa á næsta vetur og satt best að segja gengur það ekkert svakalega vel.. Ég er alveg búin að liggja á netinu og skoða og skoða en ég finn bara ekki neitt - ætli ég verði ekki bara að taka pappakassa stílinn á þetta?

Saturday, September 10, 2005

Halló aftur

Ég er að hugsa um að feta í fótspor kunningja míns, hans Arnórs og starta bloggi áður en ég held af landi brott.

Þið hélduð þó ekki að þið væruð alveg laus við mig? :)