Frænka fer erlendis

Friday, April 27, 2007

framhald

Ef það eru ungar stúlkur (og drengir) sem lásu færsluna hér að neðan, fóru í framhaldinu að leita og fundu grá hár á höfði sér... ef það eru jafnvel einhverjir þarna úti sem eru að lesa og hafa fundið fyrir framhaldseinkennunum tveimur, þ.e. hrukkumyndun eða hárlosi. Ég biðst afsökunar ef ég hef vakið hjá ykkur óþægilegar tilfinningar

Ég vil, sem sárabót, benda á fegrunarráð sem ég fékk frá ca 100 ára gamalli konu einu sinni þegar ég var að vinna á elliheimili. það snýr ekki að hárlosi, það kann ég ekki að laga. Það snýr að hrukkum og hljómar svona: Það er mikilvægt að bera krem á hálsinn á sér því annars verður hann hrukkóttur.
Þetta hljómar kannski augljóst, en henni þótti semsagt ástæða til að minnast á þetta því hálsinn er mikið millibilssvæði. Maður gleymir að setja andlitskrem svona neðarlega (enda er þetta ekki hluti af andlitinu) og maður setur yfirleitt ekki body lotion þarna (því það er svo mikið að gera við að smyrja á maga, læri og annað sem er mun neðar) Þess vegna verður hálsinn gjarnann útundann og verður þurr, ljótur og hrukkóttur.

veit ekki af hverju ég mundi allt í einu eftir þessu, það er langt síðan ég var að vinna á elliheimili.. og líklega svipað langt síðan ég bar krem á hálsinn á mér.. frá og með deginum í dag..

Hvern hefði grunað að ég ætti eftir að rita hér á þessa síðu, fegrunarráð. Jæja, góða helgi

Thursday, April 26, 2007

ég skal ekki segja..

um það hvort þessi vetur hefur tekið meira á taugarnar en aðrir vetur sem ég hef upplifað. Ljóst er að ég hef kynnst á mér hliðum sem ég vissi ekki að ætti, sérstaklega hvað viðkemur skapi. Ég hef hingað til haldið að ég væri frekar skaplaus, mesta lagi doldið þrjósk en alls ekki skapstór. Í vetur hef ég komist að því að ég er nokkuð skapstór (skapstygg fram til 10, en það er önnur saga) og hef nokkrum sinnum komist í hann krappann vegna óviðeigandi orðanotkunar og hegðunar í starfi. Að standa einn og berskjaldaður fyrir framan 25 manns frá 8 á morgnanna og fram eftir degi getur nefnilega tekið á taugarnar og það fer algerlega eftir dagsforminu á manni hvernig gengur.. allavega hjá mér.

Það var samt ekki ástæðan fyriri þessum skrifum mínum. ég velti fyrir mér hvort þessi vetur hafi tekið meira á en aðrir vegna þess að í gær í klippingu fannst í mér grátt hár. Ég endurtek - það fannst í mér grátt hár! Ekki eitt, heldur tvö.
Það tilkynnist því formlega ég er farin að grána og verð líklega farin að líkjast steve martin með haustinu. Ég vil ekki meina að ellin hafi tekið völd, mér finnst þetta mikið þroskamerki og er handviss um að púlla jafnmikinn sjarma og George Clooney þegar gráu hárunum fer að fjölga. Samt spurning um að kenna ekki annan vetur, því þá gæti farið að bera á hrukkumyndun og hárþynningu..

Wednesday, April 25, 2007

vertu til er vorið kallar á þig..



án þess að ég vilji vera að tuða.. þá finnst mér alveg kominn tími á að það hætti að rigna, þokunni létti og ég fái að sjá smá sól!

ég vil fara að komast í garðverkin, eins og hann emil félagi minn :)

Saturday, April 21, 2007

fyrir aðdáendaklúbb afa í bæjó


...sem stendur eru meðlimirnir að mér vitandi um 2 talsins - en með tilliti til þess hve mikið krútt karlinn er, þá geri ég ráð fyrir að það eigi eftir að fjölga mikið á næstu dögum

Sumarkveðja til afa í bæjó :)

Friday, April 20, 2007

komin heim..

..óbrotin

helgin fer í ritgerðarsmíðar og að læra utan að söngtexta á þýsku og ítölsku.. hvernig á ég að muna þetta þegar ég skil ekki um hvað er verið að fjalla - ohh, well - kannski er þetta ekkert öðruvísi en að fara í próf í hinum ýmsu fögum og læra glósur utan af án þess að vita almennilega um hvað er verið að fjalla

allavega, kaffidrekkandi náttfatahelgi framundan - ef einhver vill vera með, þá bara mæta á svæðið

góða helgi

..já og gleðilegt sumar :)

Sunday, April 15, 2007

jæja

það er komið kvöld og kominn tími til að pakka fyrir skíðaferð morgundagsins.. merkilegast finnst mér að foreldrar hafa verið að hringja í dag og biðja mig um ráðleggingar í sambandi við pökkunar- og nestismál.. Ég lét vera að segja þeim að það er alltaf á síðustu metrunum sem ég pakka og gleymi undantekningarlaust einhverju. Um nestismálin get ég ekki heldur svarað, því þeir sem þekkja vita að ég á í mesta basli með að sjá um mig sjálf þegar kemur að matargerð og innkaupum.
Já það er ýmislegt sem maður þarf að svara fyrir sem umsjónarkennari.. en ég held það væri nær að ég hringdi í eitthvað af þessum góðu mæðrum og léti þær smyrja fyrir mig nesti og pakka :)
allavega, þá legg ég af stað í fyrramálið og vona að ég snúi aftur á þriðjudagskvöld án grindagliðnunar eða beinbrots.. sjáumst

Wednesday, April 11, 2007

hjúkk að það er rigning á dalvík...



ég fer nefnilega í skíðaferðalag til akureyrar af þeim sökum.. í sama hópi þó - elskhuginn og frakkland verða að bíða betri tíma :)

ég hugsa mér samt gott til glóðarinnar og hlakka til að eyða 2 dögum í vori á Akureyri.. vona að ég hafi tíma til að grípa kaffi á bláu könnunni (of bjart held ég að vonast eftir einum köldum á karólínu, hehe) en akureyri er það engu að síður í næstu viku.. sól, snjór og oreo kex :)

hvernig er það rúnki.. eigum við ekki að reyna að grípa einn kolsvartan? :) þú bregður þér kannski bara á skíði með mér og unglingunum, haha :-D

Tuesday, April 10, 2007

Well well well



Umsókn hefur verið send. Nú er bara að bíða og sjá.. hvort frændur okkar geti hugsað sér að bæta enn einum sauði í hópinn.
Ég ætti kannski að gera B - plan. Maður er svo dekraður og vanur því að allt gangi upp sem maður ætlar sér, nú er maður samt orðinn fullorðinn og ekkert víst að öll plön gangi eftir.

En við skulum sjá. Ég læt ykkur vita í júní, hvort af þessu verður eða ekki.

Þess má geta að þessi mynd var tekin á kaldasta degi í sögu Kaupmannahafnar, fyrr og síðar. Það sem átti að vera létt og skemmtilegt menningarrölt, breyttist á augabragði í mikla háskaför.. og verð ég að viðurkenna að mér fannst ekki mikið í haffrúna spunnið þegar ég loksins leit hana augum. kannski maður geri aðra tilraun við tækifæri :)

Sunday, April 08, 2007

skíðaferðalög...

sumir fara með elskhuga sínum til frakklands...

ég fer með 8. bekk til dalvíkur ..

Friday, April 06, 2007

skemmtilegir páskar :)

þessi fallegi krakki fermdist :* :)

þessi unga dama kom í heimsókn :)

og við hittum þessa :)

ekki skemmdi fyrir að þessi lét sjá sig og sýnist mér að hún ætli að dvelja eitthvað áfram

húrrraaa :)

restina af páskafríinu ætla ég að einbeita mér að því að gera ekki neitt.. as in sofa lengi, borða gott, vera úti í sólinni og lesa. gott að vera í fríi