Frænka fer erlendis

Thursday, April 27, 2006

Flip flop



...og eg segi "No Flip-Flops at the Library"

Samnemendur minir klaeddust stuttbuxum og flip flops mestan hluta haust annar en tok pasu rett yfir bla jolin. Nu er hins vegar komid sumar a teirra maelikvarda og aftur er farid ad glymja um gotur baejarins tetta sveitta klisturhljod tegar flip flopparnir skella i haelana a teim. Eg get sossum ekki bannad teim ad vera i tessu utandyra en tegar 50 manns labba framhja bordinu minu a bokasafninu, flip flop flip flop flip flop flip flop flip flop flip flop .... ta er tolinmaedi min ansi takmorkud

Eg vissi ekki ad eg aetti til svona mikla gremju i gard skogerdar, en eg hef komist ad tvi ad eg er virkilega a moti flip flops og finnst ad teir eigi bara heima a solarstrondum - ekki bokasofnum... og hana nu !

Wednesday, April 26, 2006

eeehh

vitid tid eg verd bara alltaf svo meyr tegar kemur ad henni Dorrit. Mer finnst hun svo mikid krutt og eg fae alltaf kokk i halsinn tegar eg se hana i sjonvarpinu til daemis..
jajaja, raeraerae.. daman ordin ruglud - tryllist i spilum og graet yfir Dorrit a sokkaleistunum

Tad er annars helst ad fretta ad eg skiladi B.A ritgerdinni i gaer og mikid var tad god tilfinning! Eg er nu a leid upp i balfararstofu med sukkuladi og Elvis geisladisk handa vinum minum tar til ad takka teim fyrir alla hjalpina :)

tad er sol uti og lifid er gott bara

Sunday, April 23, 2006

UNO UNO

á heimilinu hefur gripið um sig mikið spilaæði og líður varla sú kvöldstund sem við sitjum ekki tryllt í eldhúsinu og spilum langt fram á nótt..
aðal spilin hingað til hafa verið trivial persuit og actionary en við þurftum eiginlega að hætta því vegna þess að breska útgáfan af Trivial er frekar strembin (mikið af spurningum um the royal family, krikket og svona..) Actionary gekk heldur eiginlega ekki upp vegna mikils ósættis sem greip um sig vegna erfiðra orða og lélegra leikhæfileika..
nýjasta viðbótin er samt held ég enn hættulegri - UNO extreme
Þegar ég átti sumarbústað þegar ég var lítið var UNO kallað gleðispilið og foreldrarnir vissu alltaf á hverju var von þegar UNO stokkurinn var dreginn fram. Eftir ca 10 mínútur var allt komið í háaloft og allir farnir að rífast. Þetta var gamla útgáfan af UNO og ég var ca 8 ára. Þessi nýja útgáfa er miklu svínslegri og asnalegri og ég sver að þetta helvítis spil kallar enn þann dag í dag fram það versta í mér. Ég var ekkert svo tapsár í Actionary en ég sver að í gær var ég tryllt!! Mér er skítsama þó ég hafi tapað og verið með 800 stig á meðan hinir voru með 100. Ég ætla að spila aftur í kvöld.. alveg þangað til ég vinn!

þriðjudagurinn

..verður uppáhalds dagurinn minn því þá skila ég B.A ritgerðinni minni
og aldrei ætla ég að líta í það rit aftur - ég get ekki með nokkru móti lesið hana yfir einu sinni enn..
samt ætla ég að lesa hana yfir einu sinni enn

Friday, April 21, 2006

Afmælisbarn dagsins



þessi mynd var reyndar ekki tekin í dag en sæt er hún engu að síður. ég sver að hún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sextug konan.. svona er það víst að vera drottning.

mér finnst samt skrýtið að það var ekki einu sinni frí í dag! ef ég væri drottning þá myndi ég gefa öllum frí á afmælinu mínu.. að minnsta kosti ef það væri 80 ára afmælið!

Thursday, April 20, 2006

pirrrr

ég sleit heyrnatólin á i-podnum mínum í morgun og ég er brjáluð! var að hlusta á prince og þrífa klósett á sama tíma, flækti hnéð í snúrunni og kippti þeim úr. ég meiddi mig ógeðslega í eyrunum og sleit líka heyrnatólin þannig að hafði allar ástæður til að brjálast!
vildi bara deila þessu með ykkur því ég hef ekkert annað að segja
..og já líka - hvaða hálfviti startaði því trendi að hafa teppi á klósettunum á breskum pöbbum??

Monday, April 17, 2006

Atburðir liðinna vikna ...

fyrst komu þær..

við fórum til London og ég hitti hann...

svo kom hún..

við fórum líka til London..

og tókum hann með

Sunday, April 16, 2006

Gleðilega Páska!!

Ég hef lítið breyst, klukkan er rétt hádegi og ég er núþegar búin með páskaeggið mitt sem var númer 6.. Spurning um að vera bara uppí í dag..

Friday, April 14, 2006

vinnandi kona


það er skemst frá því að segja að ég er komin með vinnu!

Hún felst í því að skúra bar í götunni minni 2 klst á dag. Starfið er afar hentugt, bæði því það tekur mig eina og hálfa mínútu að fara þangað og líka því það er aldrei neitt að gera á þessum bar og þess vegna eyði ég þessum 2 klst í að þrífa ekki neitt. Það er einn starfsmaður sem vinnur þarna og við mætum bæði klukkan 9; hann drekkur kaffi, les blöðin, stillir útvarpið og gengur um gólfin sem ég skúra. Fyrst velti ég því fyrir mér af hverju ég væri eiginlega ráðin þarna, en núna hef ég komist að því að ég var ráðin þangað til að halda honum félagsskap. Hann er þarna einn allan daginn greyið og þó það nú væri að hann fengi félagsskap af þrífikonu svona í morgunsárið :)
Þetta er alls ekki leiðinlegt hlutverk að skemmta honum, því hann er alveg nákvæmlega eins og Dafydd Thomas úr Little Britain! Alveg satt!!
Hann er 24 ára, býr í litlu þorpi rétt fyrir utan Durham, enn heima hjá mömmu og pabba, langar ótrúlega að flytja í burtu en er ekki alveg tilbúinn, honum finnst alveg ótrúlega leiðinlegt í vinnunni og vorkennir sér gríðarmikið. Þetta veldur því að hann er svakalega fúll og með alveg ííískaldan húmor, eins og hann gerist bestur! :) Honum leist nú ekkert á mig til að byrja með og skipti sér lítið af mér en núna er þetta held ég allt að koma.. Hann er farinn að færa mér kaffi klukkan tíu og í morgun las hann upp úr slúðurblaðinu sínu fyrir mig. Hann á að kaupa dagblöðin til að hafa á barnum, en alveg síðan ég byrjaði hefur hann komið með bunka af slúðurblöðum í staðinn "I just can´t help it, every day I need me gossip!"

Tuesday, April 11, 2006

Það er nú aldeilis búinn að vera handagangur í öskjunni hérna hjá frænkunni í Englandi. Ég fór til London tvær helgar í röð; fyrst í góðum félagsskap frænka minna og vinkonu þeirra og seinni helgina með Nils. Í vikunni á milli þessara helga kom svo ástkær systir mín

Óskýrt?
- Sóley, Elva og Sandra komu að heimsækja mig og ég fór svo með þeim til London
- Hugrún systir mín kom á sunnudegi og við fórum saman upp til Durham
- Hugrún fór á föstudegi og við Nils vorum í London fram á sunnudag

Þetta var allt svakalega skemmtilegt og vil ég þakka kærlega fyrir heimsóknirnar og að ekki sé minnst á allar gjafirnar sem fylgdu þessum heimsóknum :)
Ég borða núna harðfisk í alla mata, við litla kátínu meðleigjanda minna. Þau segja að það angi allt húsið, en ég held því fram að það sé mesta bull.. þau kvörtuðu nú ekki eins mikið yfir nóakroppinu og öllu hinu gúmmelaðinu ;)