Þá er komið að því
...eftir að hafa farið aðeins afturábak í eðlilegri manndómsþróun, er ég að flytja út úr foreldrahúsum - í annað sinn.
Eftir að hafa verið meira og minna að heiman í 9 ár, flutti ég aftur heim um stundarsakir en tek nú stóra skrefið á um helgina. Ég fæ semsagt nýju íbúðina mína afhenta. það verður gaman að búa loksins í alvöru húsi með garði og útiljósi, en ekki alltaf í litlum hvítum ferningi sem heitir stúdentagarðar. ég hlakka líka til að sjá dótið mitt, sem hefur verið í kössum úti í bílskúr síðan ég fór til Englands fyrir um ári síðan.
Það rann reyndar upp fyrir mér að ég hef ekki verið dugleg í húsverkunum undanfarið ár; í englandi borðaði ég mest á kaffihúsum og þar sem ég bjó með 4 strákum fór lítið fyrir þrifum og öðru snurfusi. eftir að ég kom heim frá englandi bjó ég á hótelum, bæði sem gestur og starfsmaður en á báðum stöðum var almennum húsverkum sinnt fyrir mig. nú að því lúxus tímabili loknu, flutti ég heim til mömmu þar sem lúxusinn var vitanlega í algeru hámarki.. svo ég velti fyrir mér hvort ég er yfirhöfuð fær um að sjá um mig sjálf! - allavega verður matseðillinn sem reyndist mér alltaf svo vel á fyrri háskólaárum (drykkjarskyr og flatkökur með engu) líklega lítið spennandi..
það verður örugglega ótrúlega skrýtið að flytja í eigin íbúð í eigin fæðingarbæ. Undanfarin ár hef ég bara verið í borgarnesi í stutta stund í einu, þegar ég er í fríum eða í stuttum helgarheimsóknum. síðan ég flutti hingað í haust hefur mér líka liðið eins og ég sé bara hérna tímabundið.
ég átta mig líklega betur á raunveruleikanum þegar ég fer að venja komur mínar í héraðsbókasafnið og þarf að fara að kaupa í matinn í kaupfélaginu..
Eftir að hafa verið meira og minna að heiman í 9 ár, flutti ég aftur heim um stundarsakir en tek nú stóra skrefið á um helgina. Ég fæ semsagt nýju íbúðina mína afhenta. það verður gaman að búa loksins í alvöru húsi með garði og útiljósi, en ekki alltaf í litlum hvítum ferningi sem heitir stúdentagarðar. ég hlakka líka til að sjá dótið mitt, sem hefur verið í kössum úti í bílskúr síðan ég fór til Englands fyrir um ári síðan.
Það rann reyndar upp fyrir mér að ég hef ekki verið dugleg í húsverkunum undanfarið ár; í englandi borðaði ég mest á kaffihúsum og þar sem ég bjó með 4 strákum fór lítið fyrir þrifum og öðru snurfusi. eftir að ég kom heim frá englandi bjó ég á hótelum, bæði sem gestur og starfsmaður en á báðum stöðum var almennum húsverkum sinnt fyrir mig. nú að því lúxus tímabili loknu, flutti ég heim til mömmu þar sem lúxusinn var vitanlega í algeru hámarki.. svo ég velti fyrir mér hvort ég er yfirhöfuð fær um að sjá um mig sjálf! - allavega verður matseðillinn sem reyndist mér alltaf svo vel á fyrri háskólaárum (drykkjarskyr og flatkökur með engu) líklega lítið spennandi..
það verður örugglega ótrúlega skrýtið að flytja í eigin íbúð í eigin fæðingarbæ. Undanfarin ár hef ég bara verið í borgarnesi í stutta stund í einu, þegar ég er í fríum eða í stuttum helgarheimsóknum. síðan ég flutti hingað í haust hefur mér líka liðið eins og ég sé bara hérna tímabundið.
ég átta mig líklega betur á raunveruleikanum þegar ég fer að venja komur mínar í héraðsbókasafnið og þarf að fara að kaupa í matinn í kaupfélaginu..
8 Comments:
Vonandi ferðu að finna þér karla þarna og helst sem keyrir flutningabíl eða lyftara og býrð hamingjusöm í leggings á kennaraskrifstofunni það sem eftir er;) Til hamingju með íbúðina.
Ég er enn í foreldrahúsum bara ekki minna.
By
Atli, at 4:15 AM
Til lukku með þetta elskan mín :)
Ég er ósammála Atla, vertu ekkert að finna þér kall - þú ert alveg nógu fullkomin ein :D
Hlakka til að koma i kotið þitt og fá nýlagað kaffisterkt og meððí....það eru framfarirnar sem ég vil sjá á Borgarnesveru þinni ;)
Myndi kannski hjálpa þér að flytja ef ég væri ekki rúmföst sökum harðsperra !!!
By
Kolbrun, at 8:46 AM
Þú ert nokkrum skrefum nær að láta draum þinn rætast. Nú vantar bara blindan kött og 13 afkvæmi hans, rykmettuð húsgögn og myglaða lifrarkæfu frá Kjarnafæði í ísskápinn og you´re there;-) Megi gvuð blessa þig.
By
addibinni, at 4:18 PM
BLINDAN KÖTT!!! HAHAHAHAHAHA ARNÓR ÞÚ DREPUR MIG!
By
Mæja tæja, at 4:30 AM
ætlarðu að hafa þetta blogg bara alveg þangað til þú færð íbúðina og flytur?
By
Kolbrun, at 9:40 AM
það er greinilegt að það næst ekki netsamband svona vestarlega á nesinu. er dússi ekki "hot spot"??
By
Anonymous, at 2:31 PM
Svona í alvöru. Þú ert flutt for crying out loud. Inn með slúðrið!
By
addibinni, at 4:19 AM
Sael,
eg fretti fra vinkonu okkar sem er busett i Danmorku ad thu vaerir flutt ad heiman, er buid ad leggja internetid nidur i Borgarnesi?? Sjalf er eg stodd a flugvellinum i Bangkok a leid til Koh samui.
hlakka til ad koma a heimili thitt, hef einstaka innflutningsgjof.
koss
maeja taeja
By
Anonymous, at 11:36 PM
Post a Comment
<< Home