Frænka fer erlendis

Thursday, September 07, 2006

My so called life

Ég vakna eldsnemma, fer í vinnuna skömmu síðar, tala hátt og mikið og drekk óhóflega af kaffi, kem heim úr vinnunni, horfi á Simpson og fer svo að sofa
Allt markvert sem gerist, er innan veggja skólans og frekar ólekkert að skrifa um það á netinu..
Aldrei hefði mig samt grunað hvað kennarar þurfa að vinna mikið eftir skóla. ég vissi nátturlega að það væri einhver aukavinna við að undirbúa næsta dag, en eitthvað er ég seinlæs því ég er alltaf langt fram eftir kvöldi að búa til glærur og gera verkefni.. Ég neita samt að trúa því að líf mitt verði svona dull í allan vetur. Ég vona að með tíð og tíma fari ég að komast út um skóladyrnar um 5 leitið.. eða allavega fyrir kvöldmat
Jahh, annars er framtíðin döpur og kominn tími til að leita sér að góðum ketti og hornspangagleraugum

mæja og arnór, munið þið þegar við gengum til góðs hérna um árið? :) hahaha - við gengum aldeilis til góðs með derhúfur og allar græjur :-D

3 Comments:

  • Hvur getur gleymt því þegar við gengum til góðs! hahaha! Við gengum okkur til óbóta við gengum svo mikið.

    By Anonymous Anonymous, at 3:24 AM  

  • Þig munar ekkert um það að vinna aðeins fram á kvöld á svona blússandi fínum launum er það?

    By Blogger Atli, at 6:19 AM  

  • hahh, já satt hjá þér atli. ég raka inn pening - get fljótlega farið að fjárfesta í birkenstock inniskóm og flíspeysum í öllum regnbogans litum :)

    By Blogger Heidrun, at 6:25 AM  

Post a Comment

<< Home