Frænka fer erlendis

Wednesday, September 27, 2006

27. september 2005

Ég er á little trip down the memory lane og fór að glugga í minnisbók frá því í fyrra

Dagur eitt í Durham

To do list:

* hringja heim og láta vita
* fara á Old Elvet og finna Peter Bell (landlord)
* fara á international office
* leita að skólanum
* kaupa millistykki

Er búin að labba og labba fram og til baka í dag - samt ekkert búin að villast :) fór á international office, ekkert í gangi þar en boðuð á fund á fim kl 10. fann old elvet en peter bell ekki við. var að leita að skólanum en fann þá óvart collingwood college - fékk góðar upplýsingar þar. leitaði um allan bæ að millistykki en finn hvergi frá íslensku í breskt plug - er eins og aumingi um hárið og tölva batt laus. hitti peter bell og kom í ljós að eina herbergið sem búið er að frátaka er herbergið sem ég er búin að koma mér fyrir í - ekta! fór samt með honum í íbúð og það eru 4 önnur herbergi sem eru laus.. samt öll pínulítil og ljót! það sem er skárst er appelsínugult og dökkblátt..


hehh - fyndið að skoða þetta, alltaf sama stemmningin fyrstu dagana í nýrri borg, maður villist bara fram og til baka, alltaf með 100 metra langa to do lista en finnur ekki neitt og heilu dagarnir fara í að redda einhverjum smáatriðum... mér fannst íbúðin ógeð og herbergin ömurleg og allt svo ruglingslegt og mér fannst enginn vera við sem ég þurfti að ná á.. en svo fer sólin alltaf að rísa eftir nokkra daga og allt verður pís of keik:)

...doldið spes kannski að blogga um þetta, en var bara að muna að akkúrat fyrir ári var ég nýflutt til Durham

5 Comments:

  • Hvað segirðu Heiðrún mín, er gaman í Borgarnesi?
    Gott að eiga minningabók til að rifja upp gamla tíma.

    kveðjur frá mjólkurkúnni, þess má geta að ég mjólka bara bjór ;)

    By Anonymous Anonymous, at 7:38 AM  

  • æi drasl... þetta var ég Mæja

    By Anonymous Anonymous, at 7:39 AM  

  • jebb, sit heima á kvöldin og skoða gömul albúm og dagbækur, hehe:)

    annars eruð þið tríóið velkomnar í heimsókn til mín ef þið bjóðið upp á bjór. - ég nennti aldrei að bjóða þér í heimsókn því ég hélt að þú mjólkaðir mjólk eins og aðrar beljur

    By Blogger Heidrun, at 8:50 AM  

  • Greinilegt að grasið var miklu grænna áður fyrr í englandinu.
    Þýðir samt ekkert að hanga í fortíðinni Heiðrún mín. Komdu þér í núið með okkur hinum.

    By Blogger Atli, at 9:55 AM  

  • er alveg á leiðinni...

    By Blogger Heidrun, at 11:57 AM  

Post a Comment

<< Home