Frænka fer erlendis

Thursday, April 26, 2007

ég skal ekki segja..

um það hvort þessi vetur hefur tekið meira á taugarnar en aðrir vetur sem ég hef upplifað. Ljóst er að ég hef kynnst á mér hliðum sem ég vissi ekki að ætti, sérstaklega hvað viðkemur skapi. Ég hef hingað til haldið að ég væri frekar skaplaus, mesta lagi doldið þrjósk en alls ekki skapstór. Í vetur hef ég komist að því að ég er nokkuð skapstór (skapstygg fram til 10, en það er önnur saga) og hef nokkrum sinnum komist í hann krappann vegna óviðeigandi orðanotkunar og hegðunar í starfi. Að standa einn og berskjaldaður fyrir framan 25 manns frá 8 á morgnanna og fram eftir degi getur nefnilega tekið á taugarnar og það fer algerlega eftir dagsforminu á manni hvernig gengur.. allavega hjá mér.

Það var samt ekki ástæðan fyriri þessum skrifum mínum. ég velti fyrir mér hvort þessi vetur hafi tekið meira á en aðrir vegna þess að í gær í klippingu fannst í mér grátt hár. Ég endurtek - það fannst í mér grátt hár! Ekki eitt, heldur tvö.
Það tilkynnist því formlega ég er farin að grána og verð líklega farin að líkjast steve martin með haustinu. Ég vil ekki meina að ellin hafi tekið völd, mér finnst þetta mikið þroskamerki og er handviss um að púlla jafnmikinn sjarma og George Clooney þegar gráu hárunum fer að fjölga. Samt spurning um að kenna ekki annan vetur, því þá gæti farið að bera á hrukkumyndun og hárþynningu..

2 Comments:

  • Það fannst eitt hjá mér um daginn. geri fastlega ráð fyrir a ég fái nokkur í viðbót við útskrift þar sem maður er jú að verða kennari. Vona samt að ég verði meira svona George Clooney grár en ekki Steve Martin grár.

    By Blogger Atli, at 6:02 AM  

  • sama hér.. hef reyndar aldrei séð konu sem er með grásprengt í vöngum, en ég hef fulla trú á að það komi vel út ;)

    By Anonymous Anonymous, at 12:19 PM  

Post a Comment

<< Home