Frænka fer erlendis

Sunday, April 15, 2007

jæja

það er komið kvöld og kominn tími til að pakka fyrir skíðaferð morgundagsins.. merkilegast finnst mér að foreldrar hafa verið að hringja í dag og biðja mig um ráðleggingar í sambandi við pökkunar- og nestismál.. Ég lét vera að segja þeim að það er alltaf á síðustu metrunum sem ég pakka og gleymi undantekningarlaust einhverju. Um nestismálin get ég ekki heldur svarað, því þeir sem þekkja vita að ég á í mesta basli með að sjá um mig sjálf þegar kemur að matargerð og innkaupum.
Já það er ýmislegt sem maður þarf að svara fyrir sem umsjónarkennari.. en ég held það væri nær að ég hringdi í eitthvað af þessum góðu mæðrum og léti þær smyrja fyrir mig nesti og pakka :)
allavega, þá legg ég af stað í fyrramálið og vona að ég snúi aftur á þriðjudagskvöld án grindagliðnunar eða beinbrots.. sjáumst

0 Comments:

Post a Comment

<< Home