Frænka fer erlendis

Friday, April 27, 2007

framhald

Ef það eru ungar stúlkur (og drengir) sem lásu færsluna hér að neðan, fóru í framhaldinu að leita og fundu grá hár á höfði sér... ef það eru jafnvel einhverjir þarna úti sem eru að lesa og hafa fundið fyrir framhaldseinkennunum tveimur, þ.e. hrukkumyndun eða hárlosi. Ég biðst afsökunar ef ég hef vakið hjá ykkur óþægilegar tilfinningar

Ég vil, sem sárabót, benda á fegrunarráð sem ég fékk frá ca 100 ára gamalli konu einu sinni þegar ég var að vinna á elliheimili. það snýr ekki að hárlosi, það kann ég ekki að laga. Það snýr að hrukkum og hljómar svona: Það er mikilvægt að bera krem á hálsinn á sér því annars verður hann hrukkóttur.
Þetta hljómar kannski augljóst, en henni þótti semsagt ástæða til að minnast á þetta því hálsinn er mikið millibilssvæði. Maður gleymir að setja andlitskrem svona neðarlega (enda er þetta ekki hluti af andlitinu) og maður setur yfirleitt ekki body lotion þarna (því það er svo mikið að gera við að smyrja á maga, læri og annað sem er mun neðar) Þess vegna verður hálsinn gjarnann útundann og verður þurr, ljótur og hrukkóttur.

veit ekki af hverju ég mundi allt í einu eftir þessu, það er langt síðan ég var að vinna á elliheimili.. og líklega svipað langt síðan ég bar krem á hálsinn á mér.. frá og með deginum í dag..

Hvern hefði grunað að ég ætti eftir að rita hér á þessa síðu, fegrunarráð. Jæja, góða helgi

3 Comments:

  • LOL!!!
    Í fyrsta lagi *sjokk* útaf gráu hárunum!!
    Í öðru lagi takk fyrir ábendinguna með hálsinn og kremið, þetta er staður sem ég gleymi alltaf... en varnar þetta því að maður verður hrukkóttur í andliti?

    By Blogger Mæja tæja, at 1:39 PM  

  • hmm.. það er góð spurning. en konan er nú reyndar fyrir löngu komin undir græna torfu, þannig að við verðum bara að halda áfram að bera á hálsinn og vona það besta :)

    By Anonymous Anonymous, at 2:09 PM  

  • lol..fávitar!

    By Anonymous Anonymous, at 8:21 AM  

Post a Comment

<< Home