Frænka fer erlendis

Tuesday, April 10, 2007

Well well well



Umsókn hefur verið send. Nú er bara að bíða og sjá.. hvort frændur okkar geti hugsað sér að bæta enn einum sauði í hópinn.
Ég ætti kannski að gera B - plan. Maður er svo dekraður og vanur því að allt gangi upp sem maður ætlar sér, nú er maður samt orðinn fullorðinn og ekkert víst að öll plön gangi eftir.

En við skulum sjá. Ég læt ykkur vita í júní, hvort af þessu verður eða ekki.

Þess má geta að þessi mynd var tekin á kaldasta degi í sögu Kaupmannahafnar, fyrr og síðar. Það sem átti að vera létt og skemmtilegt menningarrölt, breyttist á augabragði í mikla háskaför.. og verð ég að viðurkenna að mér fannst ekki mikið í haffrúna spunnið þegar ég loksins leit hana augum. kannski maður geri aðra tilraun við tækifæri :)

5 Comments:

  • hahaha - ég sé það núna þegar ég lít á myndina að ég hefði auðvitað átt að senda hana með umsókninni.. hvaða deildarforseti gæti staðist svona glæsilegt ungmenni og aulalegt :-D

    By Anonymous Anonymous, at 1:29 PM  

  • Maður á ekki að skoða þessa litlu hafmeyju, hún er afskaplega tilkomulítil. Svo var argasta íslenskt slagveður þegar ég fór; rigning og rok. Eins og að standa á dekkinu og draga saltann golþorsk í soðið í okkar ylhýru ísafold.

    kv. Karvel Pálmason

    E.S. Vona að þú komst inn í ligeglad landi.

    By Anonymous Anonymous, at 3:28 PM  

  • já sama upplifun hér, hmmm.. örugglega lekker í sól og blíðu, en henni virðist lítið um heimsóknir okkar gefið.. hehe :)

    By Anonymous Anonymous, at 3:21 AM  

  • Bíddu ég er ekki alveg inní þessu... varstað sækja um í háskóla í DK? Er það þá master í guðfræði eða hvað?

    By Anonymous Anonymous, at 9:22 AM  

  • rúnki við ræðum þetta yfir kaffibolla ! :-D

    By Blogger Heidrun, at 1:20 PM  

Post a Comment

<< Home