ó svo fljótt

er ég sú eina sem finnst tíminn þjóóóóóta áfram á ógnarhraða?! ég veit ég hljóma eins og sjötug kerling en ég sver það, mér finnst alltaf annað hvort vera mánudagur eða föstudagur... ef út í það er farið, finnst mér alltaf vera föstudagur. þetta þýðir að mér leiðist ekkert svakalega, en þetta þýðir líka að ég kem engu í verk sem ég ætla mér. ég lofa kannski að gera eitthvað "á morgun" en svo er hnippt í öxlina á mér og þá er liðinn mánuður og ég ekkert farin að gera. ekki gott! dálítil breyting á lífstíl frá því í englandi í fyrra, þar sem ég var meira í því að sofa fram á hádegi og njóta mín, hehe. samt betra svona held ég :)
síðasta helgi var góð - kollan kom í mat til mín á föstudaginn, áður en hún flaug norður yfir heiðar til þess að nema læknalistina af akureyrardoktorum.. miðað við mikla list að þræða nál á sínum ektamanni held ég bara að hún eigi eftir að spjara sig vel:) virkilega gaman hjá okkur í þessu annars fámenna matarboði, mikið kjaftað og hlegið:)
7 Comments:
Shit hvað ég er feginn að eiga ekki læknanemakonu!
Alltaf að reyna að sprauta mann og skera og sauma.
Ég myndi aldrei þora að loka augunum.
By
Atli, at 10:33 AM
já ég er ekki viss um að arnar fari neitt rólegur að sofa.. gæti vaknað upp með sondu og þvaglegg, hahaha :)
By
Heidrun, at 2:33 AM
ó já það var gaman, og miiiiikið hlegið ;)
Ég var að koma úr aðgerð og er m.a. búin að fara í sjúkraflug ak - egilsstaðir - rkv - ak ....og fékk þá að vera í gulum og rauðum endurskinsmerktum galla með mittisbandi. Tók mynd;)
Ég er að meika það hérna í akureyrar kirurgiu :D
Hlakka til að sjá þig elskan þegar ég kem aftur suður...já og sjénsinn að þú hafir ekki mætt í KB að horfa á Nylon
By
Kolbrun, at 3:56 AM
nei arnar getur alveg sofið vært, hann er orðin alvanur því að vakna með þvaglegg, sondu, nál og dren ef út í það er farið ;)
Svo þegar hann fer í klinik þá vakna ég með falskar....ehe
By
Kolbrun, at 3:58 AM
Ég er búin að leita af Kollu útum allt í alvöru-heiminum og finn hana svo á blogginu þínu af öllum stöðum. internetið er greinilega betri staður til að leita á en Reykjavík:)
Koddu svo í jólaköku-klúðurs-kaffi! Ég er sjúklega góður hóst :)
Helga K
By
Anonymous, at 8:15 AM
hahaha - já ætli það væri ekki fair að arnar fengi að krukka í túlanum á þér þegar að því kemur! :)
By
Heidrun, at 1:22 PM
já og gott að gengur vel! :)
By
Heidrun, at 2:31 PM
Post a Comment
<< Home