i´m just loosing a freijíheeeeend...

í gær hljóp ég út í sjoppu til að kaupa mjólk.. sem er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég rak augun í plakat sem mér fannst mjög sniðugt. Þarna innan um auglýsingar um týnda ketti, dráttarvélar til sölu, kvennakórsæfingar og aðrar auglýsingar sem al vanalegt er að sjá í sjoppum út á landi, þá hékk þarna auglýsing um það að Nylon stórstjörnurnar myndu troða upp í bankanum í dag klukkan 2. "Missið ekki af Nylon í KB banka Borgarnesi, mánudaginn 27. nóvember klukkan 14" Þetta finnst mér ógeðslega fyndið! Þetta eru týpur sem bretarnir halda víst ekki vatni yfir, þær eru að sögn manna á barmi heimsfrægðar og í alla staði gasalega lekker stúlknapopphljómsveit.
Að spila í bönkum úti á landi í miðri viku... Hva, eru þær sendar þarna til að skemmta þjónustufulltrúunu? Eða gömlum sveitköllum sem hafa gert sér ferð í bæinn með bankabókina í vasanum til þess að taka út peninga? Á þessum tíma eru flestir að vinna.. auk þess sem markhópurinn þeirra er enn í skólanum.. eða á leikskólanum, ef út í það er farið
5 Comments:
Til valið fyrir gamla einmanna bændur að fara í KB og sjá stelpurnar og stimpla þær inn í runkminnið.
Það myndi ég gera.
By
Mæja tæja, at 6:19 AM
p.s. bið að heilsa Lalla all right ef þú sérð hann í KB banka kl. 14.00.
By
Mæja tæja, at 7:24 AM
jebb, við lalli verðum þarna fremst að reyna að tosa í pilsin hjá þeim.. eins og arnór við röggu gísla hérna um árið, haha :)
By
Heidrun, at 7:37 AM
Varð vitni að skemmtilegu atviki. Var staddur á tékkinnröðinni á flugvellinum á leiðinni út í sumar. Sá ég þá útundan mér Einar nokkurn Bárðarson koma askvaðandi með Nylonflokkinn á eftir sér. Hann fór beint í sagaclass tékkinn en þær þurftu að láta sér nægja að rölta í almúgaröðina. Alger snilld að vera umbinn og hirða allan peninginn og láta þær ferðast með almúganum á meðan maður sötrar kampavín í sagaclass!
By
Atli, at 9:27 AM
hahaa - flottur naggurinn! :) ...það er líka eitthvað sem segir mér að hann hafi ekki verið þarna í KB banka í gær, sötrandi kaffi á biðstofunni á meðan þær skinu sínu skærasta
By
Heidrun, at 1:22 AM
Post a Comment
<< Home