Frænka fer erlendis

Thursday, November 30, 2006

Með grátt að neðan...

Heiðrún: ... því það átti auðvitað enginn gemsa þegar ég var í 10. bekk
Nemendur: bwahahahahahaa

Það spannst í kring um þetta mikil umræða um hvernig fólk hefði eiginlega lifað af á þessum hræðilegu árum fram til 1998 þegar fólk fór að fjárfesta í GSM símum.

Maður hringdi nú bara heim til vina sinna og spurði eftir þeim.. munið þið, hehe. Er silla heima? ..og svo var á tali heima hjá manni í marga klukkutíma því það þurfti að gera upp skóladaginn og allt það drama sem fylgdi því að vera unglingur! En svo þegar vinirnir voru ekki heima, þá þótti alveg sjálfsagt í Borgarnesi að hringja bara í tíkallasímann í Hyrnunni. Það svaraði einhver og þá spurði maður "hver er þarna?" Sá sem svaraði þurfti þá að telja upp alla sem voru að hanga í sjoppunni og ef einhver var þarna sem áhugavert þótti að kíkja á, þá voru Art skórnir reimaðir á og arkað af stað.. :)

Mér finnst þetta fyndnar og skemmtilegar minningar, en verð þó að viðurkenna að mér leið eins og ellilífeyrisþegar þegar ég var að segja unglingum nútímans frá þessu... Ekki skánaði það skömmu síðar þegar ég var aftur farin að kenna og fékk þetta í andlitið:

...en Heiðrún, þarf ritgerðin nokkuð að vera á svona forn íslensku, eins og þú notar þegar þú skrifar?

9 Comments:

  • já þetta hljómar ekki svo vel, en það er ekki svo langt síðan....í alvöru við erum ekki gamlar!
    ´
    Jeg er læskammerat med din ven Runar....vi sidder stille og læser på Amtsbogesavned

    By Blogger Kolbrun, at 6:50 AM  

  • Þykir leitt að komast ekki í mat í kvöld til þín mín gamla. Tek undir með Kollu við erum ekki gömul og hananú!!

    OG Kolla ég vissi að þú værir bara að þykjast læra, sá að þú varst að hanga á netinu... hehe!

    By Anonymous Anonymous, at 8:37 AM  

  • demit Rúnar...vertu ekki að blaðra þessu um internetið, hef setið sveitt við í allan dag... það getur alveg flokkast sem lærdómur að lesa bloggið hennar Heiðrúnar, hun er nú einu sinni kennslukona!

    By Blogger Kolbrun, at 9:01 AM  

  • LOL!!!!
    En að hringja í sjoppuna var nokkuð sem ég tíðkaðist ekki í varmahlíð, en það var töff að hjóla á kaupfélagsplaninu :/
    Já veistu það var seriously grár skífusími heima hjá mér í notkun þangað til ég var í 8.bekk.
    Já já við erum ekki orðin svona gömul og hana nú!
    ég ætla t.d. að detta íða eftir próf. íha og hringja úr gemsanum í alla vinina mína...sem eftir verða á þeim tíma.

    kv.
    Mæsa mc beal

    By Anonymous Anonymous, at 10:17 AM  

  • oh ég elska þessa mynd, viltu setja hana í display á msn?

    kv.
    Mæsí dræsí kræsí

    By Anonymous Anonymous, at 5:39 AM  

  • mér þótti aldrei töff að hjóla.. hjólaði heldur aldrei því ég var svo latur krakki að mér finnst það versta sem gat komið fyrir að vera boðið far heim af æfingu og þurfa þá að segja "nei ég er á hjóli" Í staðinn tók ég sénsinn og labbaði alltaf, í veikri von um að vera boðið far, hahaha :)

    By Blogger Heidrun, at 1:18 PM  

  • Takk fyrir gærkvöldið, Heiðrún. Ég skemmti mér alveg konunglega og er nú þegar búin að bjóða í Uno vél á eBay

    By Anonymous Anonymous, at 4:00 PM  

  • hahahaha - frábært að UNO æðið hefur hafið innreið sína á Íslandi ! :) en já takk líka fyrir skemmtilegt kvöld! :)

    By Blogger Heidrun, at 1:53 AM  

  • This comment has been removed by the author.

    By Blogger Heidrun, at 1:53 AM  

Post a Comment

<< Home