Frænka fer erlendis

Thursday, November 23, 2006

Hýrar Fréttir

það er ýmislegt að frétta..

Ég brá mér til dæmis óvænt til Kaupmannahafnar um daginn og óhætt að segja að úr hafi orðið mikil gleðiferð!

Markverðast úr ferðinni er frelsun míns heittelskaða; héðan í frá verður 12. nóvember haldinn hátíðlegur... ef vel á að vera legg ég jafnvel til þess að allir sunnudagar verði haldnir hátíðlegir og gott ef fólk klæði sig upp á og geri sér dagamun (sunnudagar eru hvort sem er alltaf hundleiðinlegir og ekki amalegt að hafa ástæðu til að lyfta sér aðeins á kreik:)
Það var ýmislegt brallað í ferðinni þó útlit hafi verið fyrir að meirihlutanum yrði eytt á flugvellinum; við töluðum svo mikið að við vorum þar í marga klukkutíma og drukkum bjór með þýskum leðurklæddum mótorhjólamönnum á leið á tónleika... Meðal annars fórum við í bíó, átum buffet á tacky kínverskum veitingastað, hlógum, versluðum, fundum skemmtilegan bar sem var splunkunýr að við héldum. Þar voru ekki margir og við töldum okkur góð að hafa fundið svona leynilegan og töff stað sem ekki væri enn búið að uppgötva að væri svona töff.. lásum þó í blaði skömmu síðar að það var bara nýbúið að mála hann og gera hann lekkeran eftir að maður var skotinn þar inni og allt var í blóðslettum og viðbjóði (Ehh.. kannski ekki svo lekker), elduðum, sungum í karókí með miklum tilþrifum (enn ekki hvað), horfðum á húsið á sléttunni og margt fleira sem maður gerir í svona helgarferðum til annara landa :)
Takk fyrir skemmtilega helgi krakkarassgöt !!

Annað er að ég er búin að koma mér vel fyrir á Brákarbrautinni og opið í kaffi fyrir gesti og gangandi ...bara hringja á undan sér, svo ég geti verið búin að hella upp á og raða púðunum í sófanum og svona ;)

1 Comments:

  • ég er á leiðinni....alltaf á leiðinni...til þess að segja þér, hve heitt ég eeeelska þiiiiiiiiiiiiiig. En orðin koma seint ( í bakgrunni: þau koma seint), og þó ég hafi reynt.. (ég hafi reynt)...mér gengur nógu illa að skilja sjálfa miiiiiig

    enda alþekkt gangstétta nutcase á ferð ;)

    By Blogger Kolbrun, at 1:41 PM  

Post a Comment

<< Home