Með grátt að neðan...

Nemendur: bwahahahahahaa
Það spannst í kring um þetta mikil umræða um hvernig fólk hefði eiginlega lifað af á þessum hræðilegu árum fram til 1998 þegar fólk fór að fjárfesta í GSM símum.
Maður hringdi nú bara heim til vina sinna og spurði eftir þeim.. munið þið, hehe. Er silla heima? ..og svo var á tali heima hjá manni í marga klukkutíma því það þurfti að gera upp skóladaginn og allt það drama sem fylgdi því að vera unglingur! En svo þegar vinirnir voru ekki heima, þá þótti alveg sjálfsagt í Borgarnesi að hringja bara í tíkallasímann í Hyrnunni. Það svaraði einhver og þá spurði maður "hver er þarna?" Sá sem svaraði þurfti þá að telja upp alla sem voru að hanga í sjoppunni og ef einhver var þarna sem áhugavert þótti að kíkja á, þá voru Art skórnir reimaðir á og arkað af stað.. :)
Mér finnst þetta fyndnar og skemmtilegar minningar, en verð þó að viðurkenna að mér leið eins og ellilífeyrisþegar þegar ég var að segja unglingum nútímans frá þessu... Ekki skánaði það skömmu síðar þegar ég var aftur farin að kenna og fékk þetta í andlitið:
...en Heiðrún, þarf ritgerðin nokkuð að vera á svona forn íslensku, eins og þú notar þegar þú skrifar?