Frænka fer erlendis

Saturday, January 21, 2006

brrrr... grrr


Ég er í gammósíum, buxum, sokkum, ullarsokkum, inniskóm, stuttermabol, langermabol, peysu og hettupeysu. Ég er líka með teppi ...

Þið gætum haldið að ég sé stödd útivið en ÉG ER INNI Í HERBERGINU MÍNU AÐ REYNA AÐ LÆRA!!

ég veit ég ýki oft, en þetta er satt.

Kyndingarkrísur heimilisins eru í hámarki. Ég virðist vera sú eina sem vill hafa yfir frostmarki inni í húsinu. Ég kveiki stndum á kyndingunni þegar enginn sér, en viti menn það er alltaf búið að slökkva á henni skömmu síðar. Þeirra rök eru einföld; klæddu þig bara meira ef þér er svona kalt! Fínt, ég verð þá bara í úlpunni inni fram á vor.

Ég er svo geðvond og frosin að ég nenni ekki að rífast yfir þessu lengur.. fínt að skrifa bara um þetta hér og láta rjúka aðeins úr mér, hehe

Ég er ekki frá því að ég sé bara ánægð með jólaspikið sem settist á mig í fríinu, hvur veit nema allar þessar smákökur séu að halda í mér lífinu núna ;)

6 Comments:

  • Þú ferð úr öskunni í eldinn þegar þú kemur hingað ástin mín. Mér hefur bara aldrei verið jafn kalt og hér og á mar að heita íslendingur.

    By Blogger addibinni, at 6:11 AM  

  • Vill ekki vera með leiðindi, en á forsíðu fréttablaðsins í gær var mynda af utigangsfólki að reyna að sofa í 34 gráðu frosti og snjó. Bara hlýtt á Íslandi miðað við það. Annars stend ég með þér í þessari kyndingardeilu Heiðrún mín!

    By Anonymous Anonymous, at 5:58 AM  

  • já ok, ég hef það fínt Rúnar. Góður punktur hjá þér ;)

    By Blogger Heidrun, at 9:45 AM  

  • Ég samhryggist mín kæra frænka. Ég myndi bara kúra undir sæng og teppi í öllum fötunum allann daginn með hitapoka. Ertu ekki annars með sæng, eða kannski bara lak og móskulegt ullarteppi? OJOJOJ
    Hugum hlýlega til þín hér í sveitinni. Kannski þú ættir að fá þér bolla af tei.
    Þín Svana fænka

    By Anonymous Anonymous, at 5:02 AM  

  • kommon, blogga meira. Anne og Arnor full i Danmo!

    By Blogger addibinni, at 4:18 PM  

  • herðu mér líst ekkert á þetta elsa... þú ættir bara að koma aftur hingað á ísland ;) en ég var að hugsa eitt.. og það gerist ekki oft en ja.. hitti ég þig ekkert fyrr en í sumar :(:/ hjálp ... segðu mér að þú komir e-ð í millitíðini elsa mín..... ég sakna þín bara so ómótstæðilega :| ef þú kemur ekki... þá kem ÉG ...:D

    By Anonymous Anonymous, at 4:56 PM  

Post a Comment

<< Home