Frænka fer erlendis

Monday, January 30, 2006

65, Claypath - veruleikasjónvarp

skilaði af mér fyrsta hluta B.A ritgerðar fyrir helgina og svakalegur léttir var það. Núna þarf ég að bíða fram í miðja næstu viku á meðan verið er að fara yfir hana, til þess að geta haldið áfram.. ekki að það verði eitthvað vandamál fyrir mig að halda aftur af mér í lærdómnum í nokkra daga;)

mér hefur nú oft liðið eins og í sápuóperu í þessu blessaða húsi mínu hérna. Það er skrautlegt þegar 5 ókunnugur einstaklingar búa saman sem eru eins og svart og hvítt. Í byrjun var þetta öðruvísi þegar allir voru nýjir og kurteisir en núna er fólk farið að verða frjálslegra og þá gengur þetta ekki alveg eins smurt.. Þrifin hafa nátturlega verið aðalvandamál eins og við var að búast hjá ungu fólki sem er í skóla allan daginn og nennir ekki að þrífa á kvöldin. Það er þó komin lausn á þeim vanda í bili þar sem aaron er kominn með kærustu sem er eins og heimavinnandi húsmóðir hérna. Hann fer í skólann á morgnana, hún horfir á nágranna. Hann kemur heim og þá fær hann hádegismat. Seinnipartinn þvær hún af honum og tekur til og svo elda þau saman á kvöldin. Daman er ekki 65 ára eins og þið gætuð haldið af lýsingunum, hún er 21 árs! Auðvitað á maður bara að hætta í háskóla ef maður finnur einhvern sem maður er hrifinn af, jájá.. hann að læra lögfræði og svona, hún getur bara treyst á hann þegar seðlarnir fara að renna inn eftir nokkur ár. Jabb, mér verður líka illt í sjálfstæðinu en íbúðin hefur aldrei verið eins hrein og ég fæ heitan mat á hverjum degi svo ég kvarta ekki. Smá update af öðrum sambýlingum; vinur okkar með teinana er kominn með kærustu og stekkur enn upp og niður stigana af fullum krafti. Stelpan segir ekki neitt en ég held hún sé ágæt. Guðfræðineminn í næsta herbergi sést ekkert.. ég held ég hafi séð hann 5 sinnum síðan í haust og ef ég mæti honum á götu eða hitti hann í skólanum, þá segir hann ekki einu sinni hæ.. Hann er búinn að láta útbúa lás utan á hurðina sína og læsir alltaf þegar hann fer út og læsir á eftir sér þegar hann kemur aftur, þannig að ég vil eiginlega ekki vita hvað er í gangi þarna inni. Unga stúlkan í næsta herbergi sést líka lítið, hún horfir mikið á DVD og talar á msn til Frakklands inn á milli. Með þessu tekur hún ca 2 pakka af sígarettum á dag og hóstar svo alla nóttina eins og berklasjúklingur. Jájá, hresst lið sem býr hérna með mér EN það var nú ekki ástæðan fyrir þessum pósti

í síðustu viku var sá tími sem nemendur í Durham fara að leita að íbúð fyrir næsta vetur. Það fer þannig fram að með leyfi húseiganda banka þau á íbúðirnar og fá að skoða. Þegar ég komst að þessu úldnaði ég alveg.. EN þetta stendur víst í leigusaningnum mínum og ekki einu sinni með smáu letri, þannig að ég varð fljótlega að breiða yfir ýlduna. Þetta byrjaði á mánudaginn kl 10 um morguninn.. Ég var búin að taka til í herberginu mínu, klæða mig og mála og við stóðum öll eins og stoltir húseigengur og sýndum 5 manna hópi öll herbergin og auglýstum helstu kosti hússins. Þetta gekk svona til kl 7 um kvöldið!! Það kom hópur á ca 10 mínútna fresti og ég veit ekki hvað margir komu inn í herbergið mitt þennan dag. Alltaf þegar maður ætlaði að setjast niður og fara að læra, þá var dinglað aftur! Þetta var ekkert mjög frjálslegur dagur, maður komst varla á klósettið. Ekki lekkert að vera á klósettinu, koma út og fyrir utan standa 10 manns sem vilja öll fara inn og skoða.
Við íbúarnir vorum fljót að sjá að það væri ekki viturlegt að eyða heilli viku í að sýna einhverjum unglingum hús sem við ættum ekki einu sinni neitt í. Fljótlega vorum við því hætt að vera með leikrit, gerðum bara það sem við þurftum að gera en höfðum hurðirnar á herbergjunum opnar. Ég hélt alltaf að ég gæti aldrei verið í svona veruleikasjónvarpi, en í síðustu viku sá ég að það væri ekkert mál. Maður er ekkert smá fljótur að venjast því að gera það sem maður er vanur að gera, þó húsið sé fullt af ókunnugu fólki. Þetta er samt sem betur fer búið, núna get ég allavega burstað tennurnar og málað mig í friði..

vá, það er eins og arnór hafi skrifað þennan póst, hann er svo langur;)

8 Comments:

  • Þó að pistillinn hafi verið langur lá maður alveg límdur við hann :) Gæti trúað að það sé böggandi að vera alltaf með fólk ráfandi um í íbúðinni. En eru allir að slá sér upp (svo ég noti orðalag móður minnar) þarna í íbúðinni nema íslendingurinn? Eða fylgir það ekki sögunni?

    By Anonymous Anonymous, at 3:17 AM  

  • Ut med tad Hedda, styttist i einhverjar tilkynningar?

    By Blogger addibinni, at 4:23 AM  

  • ja hvernig er það nú eiginlega ;)

    By Blogger Kolbrun, at 4:23 AM  

  • Mikið var að helvíts ísbjörninn fór af skjánum þegar maður lítur á síðuna þína.
    Gaman að heyra af þessari sápuóperu.
    kkv.
    Mæja

    By Blogger Mæja tæja, at 7:53 AM  

  • Good work Maja, finally somebody had the nerve to tell her that the icebear sucked!!!;)

    By Blogger Anne Kathrine, at 8:48 AM  

  • Já Heiðrún! Ertu bara búin að loka og læsa kjallaranum/hjartanu þínu eða er þetta blogg þitt ritskoðað?

    By Anonymous Anonymous, at 10:42 AM  

  • Við erum öll greinilega svolítið forvitin, gaman að heyra frá þér elskan mín ég var farin að sakna þín. Er að drepast úr leiðindum í skólanum koddu heim!!
    kv, Guðlaug Helga

    By Anonymous Anonymous, at 2:27 PM  

  • jaherna, tad eru aldeilis vidbrogd! Eg veit ekki betur en eg hafi verid a lausu i 4 ar eda eitthvad og enginn spurt neitt serstaklega hvad vaeri i gangi i teirri deild hja mer.. eg er allavega ekki olett og ekki buin ad trulofa mig..

    and anne I agree - that icebear was shit! ;)

    By Blogger Heidrun, at 2:34 AM  

Post a Comment

<< Home