Frænka fer erlendis

Sunday, January 15, 2006

Komin aftur til Durham..

Ég er snúin aftur eftir alveg frábært jólafrí.

Fyrst eyddi ég 2 vikum á Íslandi og reyndi þar að hitta eins marga og ég gat og eiga quality time með mínum nánustu. Takk allir sem ég hitti, þar var ekkert smá notalegt að sjá ykkur :*

Seinni 2 vikunum eyddi ég á Florida með fjölskyldunni minni og það var alveg æðisleg ferð. Takk mamma, pabbi, Hugrún og Inga - þið eruð frábær! Það var ekkert smá skemmtilegt og indælt að vera þarna með ykkur. Það væri best ef við gætum farið í svona ferð á hverju ári, hehe ;)

Ég læt fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni.. m.a til sönnunar um að ég hafi hitt Mikka Mús og líka vegna þess að ég fékk mér DIGGGGITAL - vííííííííí;)





Dolly showið stóð vitanlega uppúr!! Það voru risastórar, áritaðar myndir af henni út um allt og þarna erum við fjölskyldan að bíða eftir að matur og show byrjaði. Takið sérstaklega eftir plastleirtauinu og sultukrukkunum sem maður átti að drekka úr.


Já ok, MIkki var eitthvað upptekinn þennan dag sem við vorum þarna.. en ég meina Guffi er líka frægur, ekki satt..

Svo varð ég að láta fylgja eina sólarmynd með pálmatrjám, bara til að létta lundina í myrkrinu

3 Comments:

  • en þú gleymdir að senda myndina góðu ur M&M landi :)

    By Blogger Kolbrun, at 1:31 AM  

  • Svona af því að ég er mjög sjálfselskur þá er ég feginn að þú ert snúin aftur. Þá er eitthvað að gera á netinu. Vera svo dulleg að blogga. Ef þér leiðist þá var Haukur að fara til LA í 2 vikur og því stanslaust partý á Burmeistergötu. Endilega kíkja við.

    By Blogger addibinni, at 2:25 AM  

  • sæt fjölskyldumynd á Dolly showinu :)

    By Blogger Mæja tæja, at 6:43 AM  

Post a Comment

<< Home