Frænka fer erlendis

Sunday, December 04, 2005

B.A ritgerðin mín...

fjallar um líkbrennslu

og það er bara ekki hægt að ætlast til þess að ég get lesið um jarðarfarir og líkbrennsluaðferðir alla daga allan daginn. Ég hef verið að spyrja mig æ oftar upp á síðkastið hvernig mér datt í hug að velja þetta efni í B.A ritgerð. Þetta er svakalega áhugavert efni, en kannski ekki svakalega hressandi svona til lengdar

Ég vona að meðleigjandi minn hafi ekki áhyggjur af mér, en þegar hann kom inn í herbergið mitt áðan var ég að hlusta á Sigurrós, í Dead bol og að skoða líkbrennsluofna á netinu.. lítur ekkert sérstaklega vel út, hehe.

Ég þarf að fá mér gula peysu og einhverja gay tónlist til að hafa með þessu!

5 Comments:

  • já það hressir braga kaffið!

    By Blogger Kolbrun, at 1:28 AM  

  • Þessi færsla um líkbrennsluna er m.a.s. niðurdrepandi.
    Nú reynir á að horfa á þetta með gleraugum fræðimannsins, láta tilfinningar ekki vera að flækjast fyrir sér í starfi sínu.
    þetta er tuggið ofan í okkur í lagadeildinni.
    Kannski passar ekki alveg við prestsstarfið.
    dunno

    By Blogger Mæja tæja, at 11:08 AM  

  • burn baby burn væri kannski lag við hæfi?

    By Blogger addibinni, at 11:39 AM  

  • Blessuð Heiðrún. Ingvar Breiðfjörð hérna. Langaði bara að segja hæ, veit ekki hvort þetta virkar eða ekki en allavega þá bara vonast ég til að sjá þig bráðlega :)

    By Anonymous Anonymous, at 3:26 PM  

  • jább, það stendur aldrei á góðum ráðum hjá ykkur elskurnar mínar. Ég geri eins og þið segið og vona að ég hressist all svakalega við það :)

    Halló Ingvar Breiðfjörð! Vonanadi sjáumst við í Kaupfélaginu um jólin, hehe :) ...eða á búðarkletti, hver veit nema maður skelli sér út á lífið í Nesinu. verður þú þar um jólin?

    By Blogger Heidrun, at 4:42 PM  

Post a Comment

<< Home