Frænka fer erlendis

Saturday, December 10, 2005

Ungfrú heimur 2005 ... og 2006!!



Ætli það megi ekki búast við fegurðarsamkeppna-æði á næstunni?
Ég held að vinsældir keppninnar hafi aðeins dalað hér á landi undanfarin ár og ekki veit ég af hverju.. núna getum við Íslendingar samt farið að gefa í aftur! Ég held að þetta gæti orðið svakalegur bransi; það væri hægt að halda fegurðarsamkeppnir barna, unglinga, gæludýra, offitusjúklinga og jafnvel aldraðra. Hvernig líst ykkur á það? Ég held að þessar fegurðardúllur sem við eigum hérna færu létt með að taka Ameríska stílinn á þetta

Þýðir þetta ekki líka að við verðum að fara að gíra okkur upp fyrir næstu Ungfrú Ísland, stelpur? Við höfum núna ár til að læra að labba á hælaskóm, ná upp hinu fullkomna brosi, taka á því í ræktinni og missa eins og 40 kg, (ég er persónulega ekki nógu stór, svo ég gæti þurft að skreppa til Rússlands í smá aðgerð..) ef við stundum ljósabekkina af kappi gætum við náð upp taninu í tæka tíð og svo er bara að safna fyrir kjólum, bikiníum og glingri.

Já ég held svei mér þá að ár ætti að duga mér.. Ég er komin með skothelt plan og ég er alveg viss um að ég get náð að verða Ungfrú heimur árið 2006.

Ég segi nú bara eins og Halldór Ásgrímsson „Innilegustu hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni allri. Þú varst landi og þjóð til sóma eins og við var að búast.“
...Þú náðir upp svakalegri tækni á hælaskónum!

13 Comments:

  • ég verð bara að segja þér að ég var hérna uppí skóla að læra í fyrradag og er reyndar enn...en allavena þá var ég orðin svo steikt af Magic og kaffidrykkju að ég bara grenjaði og hló eins og vitleysingur af blogginu þínu :D meira að segja færslum sem ég hafði lesið áður hehe...já ég veit, ég er steik :D

    By Blogger Bylgja, at 2:33 AM  

  • Ætlarðu að stofna beauty camp, þ.e. fegurðarþjálfunarbúðir?
    Ég get alveg kennt hvernig á að setja á sig varalit, varalitun 103.
    ciao miss Borgarnes,
    kv. frá miss Varmahlíð 1996.

    By Blogger Mæja tæja, at 4:54 AM  

  • Jebb, ég er að hugsa um að hafa þær heima hjá mér í Borgarnesi. (en auðvitað stranglega bannað að fara í Hyrnuna) Magga Grétars gæti rakað inn seðlum alveg hreint á aflitunum og augnbrúnaplokkunum :)

    By Blogger Heidrun, at 5:09 AM  

  • var það 96 sem þú vannst keppnina?? Rosalega líður tíminn hratt! Ég man að ég kom þarna til að horfa á þig og var enn alveg í skýjunum því ég var nýbúin að vinna sundbolakeppni borgarfjarðar, sem haldin var í Hreppslaug. ohh, good times

    By Blogger Heidrun, at 5:11 AM  

  • Ég vil vera með. Ég get kennt aðhald. Bara kaffi og sígó í tíma og ótíma og appelsínuhúðin rennur af. Svo get ég dæmt sundbolakeppnina líkt og ég gerði í Hreppslaug hér um árið. Þá vann Heiðrún(og stóru systurnar framan á henni) fönguðu hug minn og hjarta.

    By Blogger addibinni, at 6:42 AM  

  • hahah ég sver, þið eruð ÖLL klikkuð :P hahhahah sunbola keppni, miss varmahlíð og alles... og gleymdu ekki Heiðrún þú vast nú sigurvegari í klímu í 6 bekk :P HAHAHAHA glímukóngurinn HEIÐRÚN :D:D:D

    By Anonymous Anonymous, at 7:50 AM  

  • Hugga þetta var nú alger óþarfi. Hún er nýbúin að ná sér upp eftir þá reynslu og eftirköst og þú bara yfir upp sárin. Hún Heiðrún mín er sko engin glímukappi, She´s a LADY.

    By Blogger addibinni, at 9:07 AM  

  • já eg man hvað þú barst þig vel á 20 cm breiðum bakkanum í Hreppslaug. Gvendur í Innri Hrepp var búin að taka vatnið úr lauginni og þú hentir öllum hinum keppinautunum (þar á meðal mér) af bakknum og ofan í tóma laugina til að tryggja þér sigur. Guffa í Miðnesi er enn að væla...

    By Blogger Kolbrun, at 1:59 PM  

  • LOL! já hún guffa var alltaf óttaleg veimiltíta.. fór bara að grenja til að vekja samúð hjá dómnefndinni, hún meiddi sig ekki neitt! hehe ;)

    By Blogger Heidrun, at 3:40 AM  

  • Hey, má ég vera ungfrú Snæfells-og hnappadalssýsla!?

    By Anonymous Anonymous, at 3:53 AM  

  • Nei Rúnar þú mátt ekki vera bæði ungfrú snæfell OG Hnappadalssýsla, þá útilokar þú keppendur.
    Þú mátt vera ungfrú Hnappadalssýsla, þessar sameiningar sveitarfélaga eru að rústa beuty bransanum á Íslandi, alltaf færri og færri keppnir!

    Ég var nú reyndar ungfrú Seyluhreppur hérna um árið sem er nú aðeins stærri keppni en ungfrú Varmahlíð.

    By Blogger Mæja tæja, at 4:18 AM  

  • 6969645 call me heiðrún....

    By Anonymous Anonymous, at 7:00 AM  

  • Hey ég var nú runner up í herra þokka í grunnskóla ísafjarðar. Það sem klikkaði var að við fengum aldrei comment frá dómnefndinni um hvað það var sem við gætu bætt og þessvegna hef ég aldrei náð neinu fram á þessari braut. Biturleikinn er að éta mig upp að innan.

    By Anonymous Anonymous, at 9:37 AM  

Post a Comment

<< Home