
Ætli það megi ekki búast við fegurðarsamkeppna-æði á næstunni?
Ég held að vinsældir keppninnar hafi aðeins dalað hér á landi undanfarin ár og ekki veit ég af hverju.. núna getum við Íslendingar samt farið að gefa í aftur! Ég held að þetta gæti orðið svakalegur bransi; það væri hægt að halda fegurðarsamkeppnir barna, unglinga, gæludýra, offitusjúklinga og jafnvel aldraðra. Hvernig líst ykkur á það? Ég held að þessar fegurðardúllur sem við eigum hérna færu létt með að taka Ameríska stílinn á þetta
Þýðir þetta ekki líka að við verðum að fara að gíra okkur upp fyrir næstu Ungfrú Ísland, stelpur? Við höfum núna ár til að læra að labba á hælaskóm, ná upp hinu fullkomna brosi, taka á því í ræktinni og missa eins og 40 kg, (ég er persónulega ekki nógu stór, svo ég gæti þurft að skreppa til Rússlands í smá aðgerð..) ef við stundum ljósabekkina af kappi gætum við náð upp taninu í tæka tíð og svo er bara að safna fyrir kjólum, bikiníum og glingri.
Já ég held svei mér þá að ár ætti að duga mér.. Ég er komin með skothelt plan og ég er alveg viss um að ég get náð að verða Ungfrú heimur árið 2006.
Ég segi nú bara eins og Halldór Ásgrímsson „Innilegustu hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni allri. Þú varst landi og þjóð til sóma eins og við var að búast.“
...Þú náðir upp svakalegri tækni á hælaskónum!