Friday, June 30, 2006
Sunday, June 25, 2006
Hola

Kaera fraendfolk
Hedan af Lanzarote er allt gott ad fretta. Eg hef nuna verid her i 4 daga og allt hefur gengid vel. Vedrid hefur verid agaett, reyndar svolitid skyjad en samt vel hlytt. Dagarnir lida hratt og fara teir ad mestu i gonguferdir, fegrunarblundi a solbekk, lestur og almenna leti. Naestu dagar og vikur verda liklega med svipudu snidi. Eins og sest a medfylgjandi mynd er eg strax ordin kaffibrun og harid hefur lyst tonokkud. Laet i mer heyra ef eitthvad markvert gerist.
Kaer kvedja,
Fraenka
Monday, June 19, 2006
Kaaaaaaaaaanary

að þessu sinni er það önnur eyja og heldur sólríkari sem verður fyrir valinu, kennd við Kanary.
ég hef tekið regnhlífar og gúmmístígvél upp úr englands töskunum og pakkað niður sólhatti og öðrum búnaði sem nauðsynlegur er í sólarlöndum.
þarna mun ég spóka mig í 4 vikur, ásamt öðrum sólþyrstum íslendingum og skilst mér að hálf þjóðin sé á leiðinni til Kanary um þetta leiti
verður þú þarna?
Sunday, June 18, 2006
Mr. Skallagrímsson
Ég fór að sjá Benedikt Erlingsson í kvöld
Hann segir frá og leikur Egilssögu með tilheyrandi frussi og hamagangi í Landnámssetri Íslands
Þetta Landnámssetur Íslands er staðsett í Borgarnesi
Ég er nú kannski dálítið hlutdræg.. en samt ekki, því ég á ekkert í honum Benedikt Erlingssyni, en mér finnst að það ættu allir að fara og sjá þetta
Þetta er fyndið, fróðlegt og skemmtilegt
Enginn nennir að hanga í Reykjavík og gera ekki neitt allt sumarið, því það er það sem við gerum allan veturinn
Maður er alltaf að plana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt á sumrin og listinn er langur; útilegur, grill, gönguferðir á Esjuna og allt það..
Af hverju ekki að taka rúnt í Borgarnes og skella sér á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson :)
Það má líka alveg koma fyrr og stoppa lengur, skella sér í sund, fá sér ís á hyrnunni, rölta um skallagrímsgarð, skoða landnámssetrið almennilega, fá sér að borða á búðarkletti og fara SVO á sýninguna ... hehh
Þið ráðið sossum hvað þið gerið, en ég mæli eindregið með þessu fyrir alla og er semsagt ákaflega lukkuleg að sjá loksins fólk á götum Borgarnesbæjar
Hann segir frá og leikur Egilssögu með tilheyrandi frussi og hamagangi í Landnámssetri Íslands
Þetta Landnámssetur Íslands er staðsett í Borgarnesi
Ég er nú kannski dálítið hlutdræg.. en samt ekki, því ég á ekkert í honum Benedikt Erlingssyni, en mér finnst að það ættu allir að fara og sjá þetta
Þetta er fyndið, fróðlegt og skemmtilegt
Enginn nennir að hanga í Reykjavík og gera ekki neitt allt sumarið, því það er það sem við gerum allan veturinn
Maður er alltaf að plana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt á sumrin og listinn er langur; útilegur, grill, gönguferðir á Esjuna og allt það..
Af hverju ekki að taka rúnt í Borgarnes og skella sér á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson :)
Það má líka alveg koma fyrr og stoppa lengur, skella sér í sund, fá sér ís á hyrnunni, rölta um skallagrímsgarð, skoða landnámssetrið almennilega, fá sér að borða á búðarkletti og fara SVO á sýninguna ... hehh
Þið ráðið sossum hvað þið gerið, en ég mæli eindregið með þessu fyrir alla og er semsagt ákaflega lukkuleg að sjá loksins fólk á götum Borgarnesbæjar
Thursday, June 15, 2006
Sæli nú
ég er komin heim - það er gaman :)
það var svo margt sem ég ætlaði að skrifa áður en ég kom heim og rétt eftir að ég var komin heim.. átti eiginlega eftir að gera upp árið mitt þarna úti EN það verður bara að bíða betri tíma.
ég nenni bara eiginlega ekki að blogga, því það er enginn annar að blogga og enginn að commenta og þetta er hálf dautt allt saman. mig langaði líka að setja inn myndir frá durham, brighton eða london en myndirnar mínar eru inni á fartölvunni minni og ég get ekki sett þær inn á netið.
mig langaði nú samt að láta vita af mér, ég verð heima þangað til á þriðjudaginn en þá fer ég til Lanzarote og verð þar í 4 vikur.. þaðan fer ég beint norður til frú helgu maríu að vinna á hótel laugum, þannig að ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu, þá er ekki víst að þið berjið mig augum fyrr en í september.
nema nátturlega þið skellið ykkur í orlof norður í land eftir miðjan júlí.
ég lofa engum bloggfærslum í sumar, en auðvitað ef það gerist eitthvað merkilegt eða mér dettur eitthvað ótrúlega fyndið og skemmtilegt í hug - þá fáið þið vitanlega að heyra af því
:)
það var svo margt sem ég ætlaði að skrifa áður en ég kom heim og rétt eftir að ég var komin heim.. átti eiginlega eftir að gera upp árið mitt þarna úti EN það verður bara að bíða betri tíma.
ég nenni bara eiginlega ekki að blogga, því það er enginn annar að blogga og enginn að commenta og þetta er hálf dautt allt saman. mig langaði líka að setja inn myndir frá durham, brighton eða london en myndirnar mínar eru inni á fartölvunni minni og ég get ekki sett þær inn á netið.
mig langaði nú samt að láta vita af mér, ég verð heima þangað til á þriðjudaginn en þá fer ég til Lanzarote og verð þar í 4 vikur.. þaðan fer ég beint norður til frú helgu maríu að vinna á hótel laugum, þannig að ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu, þá er ekki víst að þið berjið mig augum fyrr en í september.
nema nátturlega þið skellið ykkur í orlof norður í land eftir miðjan júlí.
ég lofa engum bloggfærslum í sumar, en auðvitað ef það gerist eitthvað merkilegt eða mér dettur eitthvað ótrúlega fyndið og skemmtilegt í hug - þá fáið þið vitanlega að heyra af því
:)
Tuesday, June 06, 2006
heim
ég er að koma heim á föstudaginn
það þýðir að ég á bara 3 daga eftir hérna.. hef semsagt frekar takmarkaðan tíma til að gera allt sem ég á eftir að gera, sjá allt sem ég á eftir að sjá, hitta alla og segja bless, þrífa, pakka, ganga frá skólamálunum, taka myndir af öllu og öllum, fara á öll kaffihúsin sem mér finnst skemmtileg, alla veitingastaðina og alla skemmtistaðina..
á sunnudaginn þegar ég kom frá brighton fór ég í bíó og ut á tjúttið
gærdagurinn var ekki góður dagur.. tequila er ekki vinur minn..
ég náði samt að hitta 2 og segja bless og eyddi kvöldinu í sjónvarpsgláp í góðum félagsskap (big brother er ávanabindandi..)
í dag er ég að fara á ströndina og í kvöld að hitta fleiri og fara út á tjúttið
það eru allir dagar bókaðir og meira að segja föstudagsmorguninn líka
hvenær á ég að pakka og þrífa? spurning um að skilja þetta drasl bara eftir, hehh
en bottom line, ég er að koma heim á föstudaginn og mikið óskaplega hlakka ég mikið til að sjá ykkur :)
það þýðir að ég á bara 3 daga eftir hérna.. hef semsagt frekar takmarkaðan tíma til að gera allt sem ég á eftir að gera, sjá allt sem ég á eftir að sjá, hitta alla og segja bless, þrífa, pakka, ganga frá skólamálunum, taka myndir af öllu og öllum, fara á öll kaffihúsin sem mér finnst skemmtileg, alla veitingastaðina og alla skemmtistaðina..
á sunnudaginn þegar ég kom frá brighton fór ég í bíó og ut á tjúttið
gærdagurinn var ekki góður dagur.. tequila er ekki vinur minn..
ég náði samt að hitta 2 og segja bless og eyddi kvöldinu í sjónvarpsgláp í góðum félagsskap (big brother er ávanabindandi..)
í dag er ég að fara á ströndina og í kvöld að hitta fleiri og fara út á tjúttið
það eru allir dagar bókaðir og meira að segja föstudagsmorguninn líka
hvenær á ég að pakka og þrífa? spurning um að skilja þetta drasl bara eftir, hehh
en bottom line, ég er að koma heim á föstudaginn og mikið óskaplega hlakka ég mikið til að sjá ykkur :)