Mr. Skallagrímsson
Ég fór að sjá Benedikt Erlingsson í kvöld
Hann segir frá og leikur Egilssögu með tilheyrandi frussi og hamagangi í Landnámssetri Íslands
Þetta Landnámssetur Íslands er staðsett í Borgarnesi
Ég er nú kannski dálítið hlutdræg.. en samt ekki, því ég á ekkert í honum Benedikt Erlingssyni, en mér finnst að það ættu allir að fara og sjá þetta
Þetta er fyndið, fróðlegt og skemmtilegt
Enginn nennir að hanga í Reykjavík og gera ekki neitt allt sumarið, því það er það sem við gerum allan veturinn
Maður er alltaf að plana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt á sumrin og listinn er langur; útilegur, grill, gönguferðir á Esjuna og allt það..
Af hverju ekki að taka rúnt í Borgarnes og skella sér á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson :)
Það má líka alveg koma fyrr og stoppa lengur, skella sér í sund, fá sér ís á hyrnunni, rölta um skallagrímsgarð, skoða landnámssetrið almennilega, fá sér að borða á búðarkletti og fara SVO á sýninguna ... hehh
Þið ráðið sossum hvað þið gerið, en ég mæli eindregið með þessu fyrir alla og er semsagt ákaflega lukkuleg að sjá loksins fólk á götum Borgarnesbæjar
Hann segir frá og leikur Egilssögu með tilheyrandi frussi og hamagangi í Landnámssetri Íslands
Þetta Landnámssetur Íslands er staðsett í Borgarnesi
Ég er nú kannski dálítið hlutdræg.. en samt ekki, því ég á ekkert í honum Benedikt Erlingssyni, en mér finnst að það ættu allir að fara og sjá þetta
Þetta er fyndið, fróðlegt og skemmtilegt
Enginn nennir að hanga í Reykjavík og gera ekki neitt allt sumarið, því það er það sem við gerum allan veturinn
Maður er alltaf að plana að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt á sumrin og listinn er langur; útilegur, grill, gönguferðir á Esjuna og allt það..
Af hverju ekki að taka rúnt í Borgarnes og skella sér á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson :)
Það má líka alveg koma fyrr og stoppa lengur, skella sér í sund, fá sér ís á hyrnunni, rölta um skallagrímsgarð, skoða landnámssetrið almennilega, fá sér að borða á búðarkletti og fara SVO á sýninguna ... hehh
Þið ráðið sossum hvað þið gerið, en ég mæli eindregið með þessu fyrir alla og er semsagt ákaflega lukkuleg að sjá loksins fólk á götum Borgarnesbæjar
2 Comments:
hey velkomin heim stelpa sem varst klárlega alltof lengi í útlöndum! Verð að viðurkenna að ég les alltaf en kommenta aldrei. Skamm! En ég er einmitt að fara á Skallagrímsson. Gaman að það sé gaman:) Afhverju var aldrei neitt svona að gerast þegar okkur drepleiddist í borgó!?
By
Anonymous, at 3:23 AM
ég segi það nú... en ætli okkur hefði fundist töff að fara á leiksýningu í búðarkletti? hehe :) okkur fannst samt töff að labba upp og niður borgarbraut og fara svo á hyrnuna og fá okkur ís og bland í poka, eeeehehe - unglingar eru bestir! :)
By
Heidrun, at 4:49 PM
Post a Comment
<< Home