Frænka fer erlendis

Tuesday, June 06, 2006

heim

ég er að koma heim á föstudaginn

það þýðir að ég á bara 3 daga eftir hérna.. hef semsagt frekar takmarkaðan tíma til að gera allt sem ég á eftir að gera, sjá allt sem ég á eftir að sjá, hitta alla og segja bless, þrífa, pakka, ganga frá skólamálunum, taka myndir af öllu og öllum, fara á öll kaffihúsin sem mér finnst skemmtileg, alla veitingastaðina og alla skemmtistaðina..

á sunnudaginn þegar ég kom frá brighton fór ég í bíó og ut á tjúttið
gærdagurinn var ekki góður dagur.. tequila er ekki vinur minn..
ég náði samt að hitta 2 og segja bless og eyddi kvöldinu í sjónvarpsgláp í góðum félagsskap (big brother er ávanabindandi..)
í dag er ég að fara á ströndina og í kvöld að hitta fleiri og fara út á tjúttið
það eru allir dagar bókaðir og meira að segja föstudagsmorguninn líka

hvenær á ég að pakka og þrífa? spurning um að skilja þetta drasl bara eftir, hehh

en bottom line, ég er að koma heim á föstudaginn og mikið óskaplega hlakka ég mikið til að sjá ykkur :)

3 Comments:

  • Sömuleiðis, það var geggggjað í Brighton!

    -Inga!

    By Anonymous Anonymous, at 9:16 AM  

  • sömuleiðis elskan mín :)

    By Blogger Kolbrun, at 5:32 PM  

  • Jibbý komin á klakann.. kemuru um næstu helgi til Katyar??

    By Anonymous Anonymous, at 4:07 PM  

Post a Comment

<< Home