Frænka fer erlendis

Thursday, June 15, 2006

Sæli nú

ég er komin heim - það er gaman :)

það var svo margt sem ég ætlaði að skrifa áður en ég kom heim og rétt eftir að ég var komin heim.. átti eiginlega eftir að gera upp árið mitt þarna úti EN það verður bara að bíða betri tíma.

ég nenni bara eiginlega ekki að blogga, því það er enginn annar að blogga og enginn að commenta og þetta er hálf dautt allt saman. mig langaði líka að setja inn myndir frá durham, brighton eða london en myndirnar mínar eru inni á fartölvunni minni og ég get ekki sett þær inn á netið.

mig langaði nú samt að láta vita af mér, ég verð heima þangað til á þriðjudaginn en þá fer ég til Lanzarote og verð þar í 4 vikur.. þaðan fer ég beint norður til frú helgu maríu að vinna á hótel laugum, þannig að ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu, þá er ekki víst að þið berjið mig augum fyrr en í september.
nema nátturlega þið skellið ykkur í orlof norður í land eftir miðjan júlí.

ég lofa engum bloggfærslum í sumar, en auðvitað ef það gerist eitthvað merkilegt eða mér dettur eitthvað ótrúlega fyndið og skemmtilegt í hug - þá fáið þið vitanlega að heyra af því

:)

3 Comments:

  • Það er aldeilis veldið á dömunni. Utanlandsferð um leið og heim er komið. Verð að fara að fá mér svona tré sem vaxa peningar á.
    Ertu til í að gefa mér græðling?

    By Blogger Atli, at 3:53 PM  

  • neeee - meira svona að vinna á Kanary eyjum.. ekkert frí á þessum bæ! ;) á maður annars ekkert að sjá framan í trýnið á þér fyrr en næsta haust eða ætlar þú að skella þér eitthvað á norðurlandið í sumar?

    By Blogger Heidrun, at 4:38 PM  

  • Ég fer nú ekki mikið norður. Er að fara í veiði upp á heiði (rímaði) núna í þessum töluðu orðum. Verð á Arnarvatnsheiði að moka upp fiski.
    Svo er bara vinnan.
    Fer samt kannski á fermingamót í lok júní á ísó en nenni samt varla að koma mér allaleiðina þangað.
    Því miður eru Laugar ekki á dagskránni.

    By Blogger Atli, at 2:41 AM  

Post a Comment

<< Home