UNO UNO

aðal spilin hingað til hafa verið trivial persuit og actionary en við þurftum eiginlega að hætta því vegna þess að breska útgáfan af Trivial er frekar strembin (mikið af spurningum um the royal family, krikket og svona..) Actionary gekk heldur eiginlega ekki upp vegna mikils ósættis sem greip um sig vegna erfiðra orða og lélegra leikhæfileika..
nýjasta viðbótin er samt held ég enn hættulegri - UNO extreme
Þegar ég átti sumarbústað þegar ég var lítið var UNO kallað gleðispilið og foreldrarnir vissu alltaf á hverju var von þegar UNO stokkurinn var dreginn fram. Eftir ca 10 mínútur var allt komið í háaloft og allir farnir að rífast. Þetta var gamla útgáfan af UNO og ég var ca 8 ára. Þessi nýja útgáfa er miklu svínslegri og asnalegri og ég sver að þetta helvítis spil kallar enn þann dag í dag fram það versta í mér. Ég var ekkert svo tapsár í Actionary en ég sver að í gær var ég tryllt!! Mér er skítsama þó ég hafi tapað og verið með 800 stig á meðan hinir voru með 100. Ég ætla að spila aftur í kvöld.. alveg þangað til ég vinn!
6 Comments:
Mannstu pillurnar sem læknirinn sendi ter, ertu nokkud ad gleyma ad taka tær?
By
addibinni, at 9:00 AM
ég þarf þær ekki - I´M PERFECTLY FIIIINE!!!!!!!
By
Heidrun, at 12:53 PM
Ég man þegar mig langaði að klóra augun úr Berglindi systir þegar við spiluðum UNO, hún var alltaf betri en ég og ég hataði það!
By
Kolbrun, at 3:53 PM
ég man meira eftir því að hafa spilað við blu blu, svarta pétur og ríghaldið í spaða tvist svo hún yrði að draga svarta péturinn, klikkaði aldrei !! mohaha.
Svindl er leyfilegt á meðan það kemst ekki upp um mannþ:-)
En ég væri alveg til í rímats í UNO…
By
Anonymous, at 5:52 PM
hahah....sjénsinn að ég hafi verið svona vitlaust, þig er greinilega eitthvað að misminna systir góð!
En ég er alltaf til í rímats..kannski fer ég í smá kennslu hjá Heiðrúnu fyrst
By
Kolbrun, at 7:56 AM
Váá hvað ég man eftir kvalarfullum töpum í uno í Jötnabrú!!! Það er óhætt að segja að það hafi verið léttvæg spenna í loftinu þegar stokkurinn var á lofti =)aumingja foreldrar okkar að hafa þurfta að þola þetta hehe... Heyrðist alltaf frá þeim "afhverju fariði ekki bara í veiðimann eða einhvað?!!!!!" Góðir tímar... :) Hafðu það gott elsku besta frænka..
Bið að heilsa "vinum" þínum ;) (setti inn nokkrar myndir frá heimsókninni)
By
Anonymous, at 3:45 PM
Post a Comment
<< Home