UNO - you know

Ég minnist þess að fyrir ca hálfu ári skrifaði ég langa færslu um mikla snilli þessarar vélar. Ég fékk miklar háðsglósur fyrir og fólk efaðist stórlega um að ég væri heil heilsu. Margir urðu samt forvitnir og úr varð að ég tók vélina með mér á mannamót. Þar kynntist fólk þessu undri og ég held að ekki líði á löngu þar til ég komist ekki út úr húsi án þess að vera með vélina góðu undir hendinni.. ekki líður á löngu þar til ég verð boðin í hús, útidyrahurð opnast, vélin verður tekin af mér og lokað á trýnið á mér. Jeminn hvað hef ég gert? - án UNO vélarinnar er ég ekki neitt..
og hvað er líka að gerast - nú hef ég skrifað tvær færslur um þessa vél :-S
8 Comments:
"...leyfði gestunum að vinna..." þessi fullyrðing er gjörsamlega úr lausu lofti gripin. ég sigraði að fullum heillindum og með afdráttalausri atvinnuspilamennsku. Fyrirgef ykkur alveg ef þið þorið ekki í rematch
Kalli últramegaúnóspilaramaskína
By
Anonymous, at 12:39 PM
Haha,
ég hélt að ekki væri hægt að vera lélegri en ég í UNO Extreme,,
en greinilega ert þú sú alvesta!
Og b.t.w
góð afsökun,,
xD
By
Anonymous, at 1:20 PM
UNO vélin á skilið allavega 2 færslur. Mér finnst þú ættir jafnvel að heiðra UNO vélina með annarri færslu. PS. bið að heilsa henni
By
Anonymous, at 12:19 AM
hahaha - skila því! hún er í kæli núna eftir átök föstudagsins ;)
By
Heidrun, at 2:35 AM
...og kalli, ég veit ekki um neinn sem sá þig vinna svo ég veit ekki hvernig þú ætlar að sanna það!
By
Heidrun, at 2:36 AM
vá eitthvað missti ég af komu unovélarinnar á markað! hef aldrei séð slíkan grip áður og er alveg heilluð! verð klárlega að fjárfesta í einni slíkri!
By
gása, at 10:15 AM
uuuuuuusssssssssss þetta var nú allt skjalfest en geri ráð fyrir að þú hafir hent því á eldinn. Vitnaleiðslur hefjast í næstu viku í þessu nýja baugsmáli
By
Anonymous, at 11:00 AM
Þú virðist þjást af brotinni sjálfsmynd Heiðrún mín.
Þetta kemur oft fyrir kvennfólk sem fær sér sílíkonbrjóst. Eftir það finnst þeim þær vera ekkert án þeirra. Ég er nokkuð viss um að þetta sé sambærilegt. Ég er allavega mjög heillaður af Unovélinni.
By
Atli, at 7:16 AM
Post a Comment
<< Home