Frænka fer erlendis

Wednesday, October 25, 2006

Að setja upp ráder er góð skemmtun

..það segja þeir allavega í tölvuþjónustunni og fullvissuðu mig um að það væri eitthvað sem ég gæti alveg gert sjálf. ég er semsagt bæði flutt inn í nýju íbúðina og er um það bil að fara að fá internet. ég fór í morgun og sótti svartan kassa sem ég sting í samband og fæ þá heimasíma, internet og sjónvarp.. lítið mál það! þegar maður hefur bara búið á stúdentagörðum þar sem allt svona er gert fyrir mann, þá er maður frekar ósjálfbjarga í svona málum. En hann ómar sagði mér að þetta væri ekkert mál og ég treysti honum bara. Ef þetta er svona einfalt sting í í samband í kvöld og verð þar með í sambandi við umheiminn. þá get ég lofað ykkur að þið fáið að frétta af mér og lífinu mínu í sveitinni :)

7 Comments:

  • Flott, hlakka til að sjá þig á alnetinu loksins mín kæra.

    kv, danskerern

    By Anonymous Anonymous, at 8:05 AM  

  • Stórlega efast um að þetta gangi í fyrstu tilraun. Ef aldrei heyrt um það að einhver tengi internettölvu dót og það bara virki strax. Held bara að það stríði gegn einhverju náttúrulögmáli.

    By Blogger Atli, at 1:20 PM  

  • Ég hef aldrei náð að gera þetta, hringi bra í Egil

    By Anonymous Anonymous, at 8:21 AM  

  • þú reddar þessu - hef fulla trú a þér!

    By Blogger Kolbrun, at 1:07 PM  

  • ...það var rétt hjá ykkur - helvítis svarti kassinn er á eldhúsborðinu heima hjá mér og fullt af bæklingum allt í kring... bæklingarnir eiga að vera á íslensku en ég skil ekki mörg orð í þeim, andskotans alltaf veriðað búa til einhver hallærisleg nýyrði.. jájámikilvægt að varðveita íslenskuna og blabla.. það á að blikka gult ljós og einhver fleiri ljós en það blikka engin ljós! ég er brjáluð og netlaus - kalli, hvar er egill?!

    By Blogger Heidrun, at 5:05 PM  

  • ...ég er semsagt heima hjá foreldrum mínum í pössun því ég er komin með netfráhvörf

    By Blogger Heidrun, at 5:07 PM  

  • Þetta gengur svona vel hjá þér segiru ;)

    By Anonymous Anonymous, at 1:05 PM  

Post a Comment

<< Home