Frænka fer erlendis

Thursday, November 17, 2005

Ég er lasin...

..og það er ekki gaman

Ég hélt reyndar að þetta myndi gerast miklu fyrr, þar sem það er alltaf rigning og ég er alltaf blaut í fæturna, það er ógeðslega kalt úti og það er ekki mikið hlýrra inni í íbúðinni minni. Það eru allir í húsinu mínu búnir að vera veikir og ég var farin að halda að ég slyppi bara við þetta

Nee, ég var nú samt ekki svo heppin og sit núna heima með hor og hita.

Það er annars eitthvað að termóstatinu í fólki hérna. Þegar ég kom hingað í endaðan september, fannst mér stelpurnar heldur galkópalega klæddar. Þær voru flestar í stuttum pilsum, engum sokkabuxum og skyrtu eða bol og gollu yfir. Ég hélt kannski að þetta væru leifar af sumartískunni og kippti mér lítið upp við þetta - Íslendingar eru nú líka þekktir fyrir að klæða sig ekki alveg i takt við veðrið..

En núna er veturinn kominn. Ég fer ekki út úr húsi nema í úlpu, með trefil, húfu og vettlinga EN vitið þið hvað? Stelpurnar eru enn í stuttum pilsum og engum sokkabuxum þegar þær fara í skólann! Það er í alvöru strákur í bekknum mínum sem kemur alltaf í svona tásandölum í tíma.. Þegar fólk fer á djammið hérna, er enginn í jakka. Stelpurnar eru í kjólum eða litlum toppum og strákarnir á skyrtunni eða stuttermabolum. Þetta er ótrúlegt, og mér verður kalt bara við að sjá þetta.

Það er gert mikið grín að mér fyrir að vera alltaf kalt, ég sé nú frá Islandi þar sem allt sé þakið í snjó. - við erum allavega í fötum þar..!

10 Comments:

  • þó víkingum geti orðið kalt þá verða þessir útlendingar að vita að kaldur víkingur getur vel lamið frá sér!!! sýndu þessu liði hver ræður í þessu heimilishaldi!!!!!)

    hr2.

    By Anonymous Anonymous, at 7:40 AM  

  • hahahaha hvað er eiginlega galkópur?? :) Láttu þér batna kjútípæ!

    Guðrún Ása

    By Anonymous Anonymous, at 3:34 PM  

  • já hrannar ég held ég verði að gera það.. annars er ég svo morgunfúl að ég held ég þurfi ekkert að segja, þeir eru skíthræddir við mig fyrir hádegi ;)

    Hvenær kemurðu eiginlega Guðrún Ása??

    By Blogger Heidrun, at 4:01 PM  

  • Prufaðu að tala við Stofnfrumurnar þínar. Það á víst að virka :) Ef ekki, nú þá kemur doksinn hlaupandi til þín og lagar bágtið ;)

    Miss u, kiss u :*

    P.S sástu þáttinn í gær, eg öskraði úr hlátri :)

    By Blogger Kolbrun, at 10:06 AM  

  • hææ elsku dúllan mín orðin lasin:(... en það eru bara 28 dagar þangað til að þú verður í faðmi fjölskyldunar heheh...væmni.is heheh smá grín en láttu þér batna og látu hlökkununa lækna þig heheh...svo eru bara 43 dagar í Flórída:D...en bara hlakka til að sjá þig og vertu svona dugleg eins og þú ert alltaf (væmin gömlukonu settning:P) hehe
    Inga Björk litla systa:P

    By Anonymous Anonymous, at 2:13 PM  

  • æji ég kem ekki! Er bara hætt í skólanum og er eins og bjáni úti á túni og veit ekki hvað ég á að gera við líf mitt! :) En hlýt að fara komast að því...!

    Guðrún Ása

    By Anonymous Anonymous, at 5:32 PM  

  • Éééééééggg eeeerr lasin ég á svooo bágt! múúúú! Farðu ekki að grenja gamla kelling!

    By Blogger Mæja tæja, at 4:48 PM  

  • Mæja þó ! Nú kem ég og rasskelli þig!!!

    By Blogger Kolbrun, at 4:50 AM  

  • Heyrðu góða! Ég er hérna alein í útlöndum og enginn vorkennir mér og þess vegna verð ég að tilkynna þetta á internetinu til þess að fá allavega einhverja samúð. Það er betra að fólk vorkenni mér rafrænt heldur en að enginn vorkenni mér. Heyrirðu það??!!

    By Blogger Heidrun, at 9:50 AM  

  • AHAHA þið eruð rugluð:D

    kv Inga ennþá ruglaðari:P

    By Anonymous Anonymous, at 12:54 PM  

Post a Comment

<< Home