Frænka fer erlendis

Tuesday, November 15, 2005

Í dag varð ég aumingi

Ég pantaði mat online. Þetta markaði ákveðin tímamót í lífi mínu, því ég áttaði mig á því að ég þarf aldrei framar að fara út úr húsi.

Þó þetta sé einstaklega aumingjalegt og örugglega einkum ætlað fyrir gamalt fólk sem á erfitt með gang og mikilvægt businessfólk sem hefur ekki tíma til að fara, þá hef ég sterk rök fyrir að nýta mér þessa þjónustu.

Mér finnst rosalega leiðinlegt í supermörkuðum og verð alltaf alveg brjáluð í skapinu á meðan á innkaupum stendur – með þessu móti get ég verið í herberginu mínu, hlustað á góða tónlist og jafnvel dundað mér við að versla á meðan ég á að vera að læra. Ég þarf ekki að rekast utan í fólk, ég þarf ekki að hlusta á grenjandi börn og ég þarf ekki að bíða í röð

Ég á erfitt með að rata og þessi súpermarkaður er eins og land út af fyrir sig, hann er svo stór. Ég er ekki viss um að mér sé óhætt að fara þangað ein, ég myndi aldrei rata út aftur. Ég finn heldur aldrei það sem mig vantar og ef ég er ekki með innkaupalista þá gleymi ég hvað ég ætlaði að kaupa og kem heim með fulla poka af engu – það er engin hætta á því að villast online. Ég finn líka allt sem mig vantar, því maður skrifar einfaldlega innkaupalistann inn, ýtir á enter og það er komið!

Það tekur líka 3 klst, mikla gremju, svita og verki í höndum að fara í supermarkaðinn og rogast með alla pokana til baka - það tekur í mesta lagi hálftíma að gera þetta á netinu og ég fann barasta ekki fyrir neinni gremju eða pirringi

Fyrir utan það nú að það kostar 5 pund að fara með strætó fram og til baka en það kostar bara 3.99 að fá þetta sent heim til sín

Af hverju var ég ekki löngu búin að fatta þetta?

12 Comments:

  • Bwahahahahahahahah......djöfull er þetta sniðugt! þú átt aldrei eftir að fara aftur í supermarkaðinn ótilneydd....mér finnst þú svo fyndin :)

    áfram Heiðrún!!!

    By Blogger Kolbrun, at 10:36 AM  

  • heheheh þú ert rugl ;) ættir að setja þessa menningu upp hérna á ísland þegar þú kemur heim um jólin :P hahaha og þá getum við sleppt því að hreifa á okkur rassgatið ;) heheh en já skemmtu þér bara rosalega vel þarna í útlandinu :D hehe það spurði ein manneskja um þig á hynnuni í gær :) getur aldrei giskað hver það var :D heheh
    kossar og knús Hugga syst ;)

    By Anonymous Anonymous, at 2:53 PM  

  • Nog secret aðdáandi Heiðrún!! Vúhúúú....

    By Blogger Kolbrun, at 1:57 AM  

  • þetta nog er ekki nýyrði, ekki örvænta Heiðrún mín, málið hefur ekki breyst síðan þú fórst. Það átti semsagt að standa "Noh"

    By Blogger Kolbrun, at 4:06 AM  

  • úúúú, hvurra manna var hann? (var þetta ekki annars strákur? ..eða var þetta hann frænka ;)

    By Blogger Heidrun, at 4:48 AM  

  • hanna frænka átti að standa þarna, hehe

    By Blogger Heidrun, at 4:49 AM  

  • flott Hanna Frænka :)

    By Blogger Kolbrun, at 6:04 AM  

  • heheh veit ekki hvort maður ætti að skrifa það hér ;) en já það var hann :D ;) samt sko já e´g segi þér það bara þegar ég tala við þig næst í síma eða e-ð ;) oki ?

    By Anonymous Anonymous, at 8:35 AM  

  • segðu frá Hugrún, ég er orðin svo forvitin líka ;)

    By Blogger Kolbrun, at 9:49 AM  

  • hehe - kolla ég held þú sért forvitnari en ég :)

    By Blogger Heidrun, at 11:04 AM  

  • Ég kem með fyrstu vél. Þú hefur fundið fyrirheitna landið Heiðrún. Djössans snilld. Var meira að segja að koma úr súpermarkaði og maður finnur ekkert sem mann vantar af því mar er ekki með lista en labbar út með fullan poka af engu og milljónum fátækari! Finndu út hvort það er hægt að læra arkitekt í fjarnámi og hreyfi mig ekki framar!

    By Blogger addibinni, at 11:04 AM  

  • Mér finnst þessi færsla brilliant :)
    Inga Frænka

    By Anonymous Anonymous, at 11:23 AM  

Post a Comment

<< Home