Edinborg
Ég átti bara fína helgi
Á föstudaginn fór ég á tónleika hér í bæ. Hljómsveitin var ömurleg, þeir reyndu að fela hversu lélegir þeir voru með því að öskra, klæða sig úr að ofan og gefa milky way á milli laga. Ég var ekki hrifin.
Á laugardaginn brá ég mér svo til Edinborgar. Sem er nú sossum ekki í frásögu færandi.. nema haldið að ég hafi ekki rekist á föðurbróðir hennar Kollu Gunn þar?! Það var ótrúlega fyndið, sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki hitt neina íslendinga síðan ég kom hingað. (Ég sá reyndar hóp af blindfullum íslenskum mönnum rétt eftir hádegið í Newcastle um daginn, en skiljanlega hafði ég ekki mikinn áhuga á að tala við þá..)
Edionborg er ekkert smá falleg og ég mæli eindregið með henni. Ég ætla pottþétt að fara þangað aftur, við tækifæri. Það tekur ekki nema einn og hálfan tíma að fara þangað með lest, svo það er vel hægt að fara í dagsferð
Er einhver að hugsa um að gera jólainnkaupin þar?
Á föstudaginn fór ég á tónleika hér í bæ. Hljómsveitin var ömurleg, þeir reyndu að fela hversu lélegir þeir voru með því að öskra, klæða sig úr að ofan og gefa milky way á milli laga. Ég var ekki hrifin.
Á laugardaginn brá ég mér svo til Edinborgar. Sem er nú sossum ekki í frásögu færandi.. nema haldið að ég hafi ekki rekist á föðurbróðir hennar Kollu Gunn þar?! Það var ótrúlega fyndið, sérstaklega í ljósi þess að ég hef ekki hitt neina íslendinga síðan ég kom hingað. (Ég sá reyndar hóp af blindfullum íslenskum mönnum rétt eftir hádegið í Newcastle um daginn, en skiljanlega hafði ég ekki mikinn áhuga á að tala við þá..)
Edionborg er ekkert smá falleg og ég mæli eindregið með henni. Ég ætla pottþétt að fara þangað aftur, við tækifæri. Það tekur ekki nema einn og hálfan tíma að fara þangað með lest, svo það er vel hægt að fara í dagsferð
Er einhver að hugsa um að gera jólainnkaupin þar?
7 Comments:
Ert þú nú líka farin að kalla mig Kollu Gunn, What´s wrong withu you people!!
En skemmtilegt að þú hafir hitt Bjarna frænda :) Hann hefur örugglega verið hress kallinn!
By
Kolbrun, at 4:11 AM
hehe - ég veit ekki hvað þetta var.. sorry sorry kollan mín;)
Bjarni var eldhress að versla geisladiska alveg eins og ég :)
By
Heidrun, at 12:54 PM
hehe - ég veit ekki hvað þetta var.. sorry sorry kollan mín;)
Bjarni var eldhress að versla geisladiska alveg eins og ég :)
By
Heidrun, at 12:55 PM
:) alræt, þér er fyrirgefið ;)
En heyrðu kona, þú átt eftir gera e-h á skype, ég fæ ennþá "pending authorization" og ?-merki !!!
Kipptu þessu í lag heillin mín og þá getum við talað saman í gegnum margmiðlunarkerfin ókeypis :)
By
Kolbrun, at 4:35 AM
bíllinn minn er fundinn, wúhú!! frétt um þetta í mogganum í dag, kallinn tekur sig vel út á myndinni ásamt kelsunni
By
Anonymous, at 6:09 AM
Til hamingju Rúnar og Laufey!
By
Kolbrun, at 7:23 AM
það var laglegt!! Flottur einkaspæjari rúnki! ...fannstu hann ekki annars sjálfur?
By
Heidrun, at 10:04 AM
Post a Comment
<< Home