Frænka fer erlendis

Saturday, November 05, 2005

Ég fór í fyrsta sinn á bókasafnið í gær OG lærði! Það var alls ekki svo slæmt, og ég held jafnvel að það gæti gerst aftur í nánustu framtíð

Ég er alveg búin að vera í holiday fílingnum hérna og mjög upptekin af því að vera í útlöndum. Ég hef semsagt ekki haft mikinn tíma til að læra, sökum verslunar- og kaffihúsaferða. Núna fer metnaðurinn vonandi að kikka inn, svo mér verði ekki hent heim um jólin ..

Það er annars helst að frétta að ég er byrjuð í jóga. Ég skil reyndar ekki orð af því sem kennarinn segir og þarf því stanslaust að horfa á manneskjuna við hliðina á mér til að vita hvað ég á að gera. Það getur verið frekar óþægilegt í sumum teygjum og að sama skapi slaka ég ekkert rosalega vel á, þar sem ég þarf alltaf að vera að rísa upp og athuga hvað hinir eru að gera. EN ég vona nú að þetta fari að koma - ég er allavega búin að ná innnnnnn-haaaaaaaale.... exxxxsssssssssssssss-haaaaale. Þetta er kennt í skólastofu (á skólatíma..) og er borðunum bara ýtt til hliðar. Mér finnst reyndar ekkert sérstaklega lekkert að mæta þarna á leggings og hlýrabol með dýnu undir hendinni þegar fólk í næstu stofu er að fara á fyrirlestur í stjórnmálafræði.. ég er ekki viss um ég myndi láta bjóða mér það í Odda, eða Aðalbyggingunni. - en ég er hvort sem er bara vitlaus skiptinemi, svo ég læt mig hafa það :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home