Frænka fer erlendis

Sunday, July 16, 2006

Það er skemmst frá því að segja..

að frænkan er á heimleið.
nú er ég búin að vera tæpar 4 vikur á sólarströnd og ykkur að segja þá fer þetta alveg að verða gott.

ég er komin með nóg af sólinni.. ég er komin með nóg af Noruh Jones sem ómar hér um alla ganga allan daginn.. líka inni á klósettunum.. ég er samt ekki komin með nóg af hótelinu.. ég væri alveg til í að búa á hóteli.. held ég kunni ekki lengur að búa um rúmið mitt.. á eftir að sakna þess að finna ekki toblerone á koddanum mínum þegar ég fer að sofa.. spurning um að dobla mæju í djobbið.. ég hlakka til að koma til íslands.. hér er samt mikið af íslendingum.. 380 talsins á mínu hóteli.. þeir eru hressir.. þeir eru háværir.. þeir eru sólbrenndir.. þeir spila nínu og geira í botni á hótelsvölunum klukkan 2:30 eftir miðnætti.. en bara sumir auðvitað.. íslendingar í útlöndum eru samt spes fyrirbrigði.. ég nenni ekki að vakna kl 4 til þess að fara út á flugvöll.. samt alveg þess virði því mig er farið að langa heim..

hlakka til að sjá ykkur öll

4 Comments:

  • hér er samt skítakuldi og HUNDleiðinlegt þannig spurning um að hugsa sig um tvisvar. Enginn veitt hvað átt hefur fyrr en misst hefur!

    Arnór Fýlupoki

    By Blogger addibinni, at 10:18 AM  

  • Æjji Heiðrún meín, kíktu nú í kaffe og kleinör tel meín...
    Kv. Thelma minnsta

    By Anonymous Anonymous, at 4:11 PM  

  • Hver ert þú?
    Man ekki eftir þér.

    By Blogger Atli, at 4:40 PM  

  • Heiðrún mín, það var svo gott að fá að knúsa þig og finna lyktina þín og svo ertu farin strax:(
    ég á eftir að sakna þín sárt en ég kem eflaust að heimsækja þin to The North!
    ;) hehe nú er ég farin að tala eins og gömul kona og þá er ég hætt!

    By Anonymous Anonymous, at 2:42 PM  

Post a Comment

<< Home