Frænka fer erlendis

Monday, August 14, 2006

fréttir og ekki fréttir

ég er frekar ófrjó þessa dagana.. ætti eiginlega að gefa smá update. skemmtilegra væri ef ég gæti bara sett inn skemmtilegar myndir.. eins og skemmtilegu vinkonur mínar hafa verið að gera undanfarið.. ég bara hef engar myndir til að setja inn.. kíkið þess vegna bara inn á síðuna hjá kollu, mæju og anne til að sjá hvað það er gaman hjá mér.. :)

það er annars helst að frétta að ég er búin að taka ákvörðun fyrir næsta vetur. ég ætla að búa í borgarnesi. í lítilli sætri íbúð með hafnarfjallið í svefnherbergisglugganum. það verður skrýtið, en samt spennandi. ég ætla að setjast á skólabekk.. samt hinum meginn við borðið. það eru allir velkomnir í heimsókn, ég lofa að baka vöfflur og bjóða upp á kaffi úr lekkerum bolla. flyt samt ekki fyrr en í byrjun september svo fólk verður að reyna að hemja landsbyggðarþorstann þangað til.

7 Comments:

  • Nohh, það er nú barasta ekkert annað:) Gott að vita af e-n í sveitinni sem gaman er að heimsækja... ...hvar ætlarðu annars að búa ljúfan?
    Mér finnst þetta nú stórgóðar fréttir Heiðrún mín!!

    By Blogger Thelma litla, at 3:44 PM  

  • Velkomin í hópinn mín kæra.

    By Blogger Atli, at 4:09 PM  

  • hva - ætlar þú að vera úti á landi? ...ehh, já þú meinar í hóp kennara :)

    By Blogger Heidrun, at 5:00 PM  

  • ..og thelma míííín, auðvitað get ég ekki gefið upp á veraldarvefnum hvar ég ætla að búa.. ímyndaðu þér bara fjöldan allan af ungum drengjum sem myndu hópast fyrir utan svefnherbergisgluggan hjá dömunni! eehehe ;)

    By Blogger Heidrun, at 8:29 AM  

  • Úbbosssíííí... Svona er ég heimsk í haus :| Þú kannski bara essemmessar því á mig, svo ég rápi nú á réttar dyr =)

    By Blogger Thelma litla, at 3:46 PM  

  • Ótrúlega töff! Hverjum ertu að fara að kenna. Má ég kannski koma í heimsókn og við kaupum nammi í hyrnunni. Vá hvað ég sakna þess. Verst samt að allir telja nú á dögum og maður fær ýkt lítið!

    By Blogger Helga Kristin, at 7:53 AM  

  • Það voru nú líka glataðir dagar þegar það var farið að hafa "tilbúið í poka" fyrir fimmtíukall og hundraðkall. Maður passaði sig nú alltaf á því að vera þá allavegana með svona sextíuogþrjár krónur til að fá auka fyrir pjéninginn!! :)

    By Blogger Thelma litla, at 4:23 PM  

Post a Comment

<< Home