Frænka fer erlendis

Sunday, March 05, 2006

ekkert ad fretta..

jii, tad er bara ekkert ad fretta af mer
Eins og vel flestar 23 ara stulkur eydi eg brodurparti dagsins i rannsoknarvinnu a balfararstofu og umgengst tar af leidandi litid annad en starfsmennina tar, sem eru 5karlar a midjum aldri og svo se eg hopa af syrgjandi aettingjum utundan mer.
Eins og gefur ad skilja get eg ekki sagt mikid um hvad er ad gerast innan veggja balfararstofunnar, eg sit a stol i bleiku bakherbergi og horfi a ca 8 jardarfarir a dag i svarthvitum monitor. A milli athafna tala eg vid prestana sem koma og utfararstjorana og spyr ta spjorunum ur. Tid gaetud haldid ad tad vaeri otrulega nidurdrepandi ad vera tarna og eg vidurkenni ad eg var soldid rog ad fara inn i tetta til ad byrja med EN eg get lofad ykkur tvi ad tetta er efni i heila biomynd! Tetta eru surustu adstaedur sem eg hef komist i og karakterarnir sem eru ad vinna tarna eru otrulegir!
Eg hef komid i balfararstofuna a Islandi og tar virkar allt otrulega professional og andrumsloftid er rolegt og gott en herna er sumt bara eitthvad svo mis..
Karlarnir sem eru ad vinna herna eru til daemis frabaerir.
John tekur a moti aettingjunum tegar teir koma i jardarfarirnar og tegar eg sa hann fyrst, trudi eg ekki minum eigin augum! Hann er liklega i kring um fertugt, litill og tettur og med hring i eyranu. Hann var i allt of storum, svortum jakkafotum - skalmarnar of sidar og ermarnar lika og skyrtan var uppur ad framan. Hann var med skitugt har, illa rakadur, med langar neglur og sorgarrendur undir, hann er med ca 5 tennur og 2 af teim brotnar. Eg se hann frekar fyrir mer uti a pobb ad slast, heldur en ad taka a moti syrgjandi aettingjum og visa teim til saetis. Eg eydi mestum tima med honum og tegar eg komst ad tvi, leist mer nu ekkert a blikuna.. En John er otrulega finn gaur og stjanar alveg vid mig. Fyrsta daginn gaf hann mer til daemis helminginn af nestinu sinu tessi elska og fylgdi mer ut a straetostod ad loknum vinnudegi. Hann ljosritar lika fyrir mig heimildir og svarar ollum spurningunum minum af kostgaefni. Vid John erum hress saman og hann kann fullt af spilagoldrum. Hann kvartar undan tvi hvad minututognin i athofununum er alltaf lengi ad lida og segir tessa minutu vera eins og 10. Hann sagdi ad serstaklega vaeru taer samt lengi ad lida tegar kaemi ad minningar-forboltaleikjum.

...veit ekki hvort eg er bara ordin svona grillud af tessu vinnuumhverfi - veit ekki alveg hvort tad er vid haefi ad skrifa um svona. Skrifid ef tid viljid heyra meira um John og Steve og Alan og felaga.. en segid mer lika bara ad theygja ef tetta er ovideigandi! Tetta er allavega tad eina sem eg hef ad segja tessa dagana ;)

3 Comments:

  • Sæl elsa;)...ég er búin að vera að reyna að hringja í þig í allan dag:|...hvað er málið með þig og að svara í símann þinn:O?...en jáá þetta var nú ekki skemmtilegasta bloggið þitt um þessar mundir;)..en jáá gaman að vita að þú skemmtir þér vel þarna heheh;)...jarðarfarar skemmtirinn Heiðrún dudu rururudududururu!:P...en já bara pick up the phone and call me girl;)...miss you:(....

    kv. Inga litli kúkur;P

    By Anonymous Anonymous, at 11:28 AM  

  • þetta er óviðeigandi! hvað þú vildir vita það, nei bara að grínast, mjög áhugavert umhummm.

    By Anonymous Anonymous, at 2:04 PM  

  • Ég þarf nú ekki að segja það. Veist að ég vill heyra meira.

    By Anonymous Anonymous, at 2:12 PM  

Post a Comment

<< Home