Frænka fer erlendis

Wednesday, December 13, 2006

Held ég sé dauðvona

Það er helst að frétta að leti mín og aumingjaskapur náði hæstu hæðum í gærkvöldi. Ég nennti ekki að elda frekar en fyrri daginn og ákvað því að skjótast í "kjörbúðina" mína, sem er tælensk matstofa/bar í nágrenninu. það koma fáir þangað og þeir hafa meira sérhæft sig í drykkjum og gegna hlutverki eina skemmtistaðar bæjarins um helgar. Það er samt með opið alla daga vikunnar og þarna má kaupa helstu nauðsynjavörur yfir barborðið. Ég var samt ekki í stemmingu til að kaupa kit kat og kók í kvöldmat, þannig að ég ákvað að panta mér mat hjá þeim. Ég fékk mér djúpsteiktar rækjur og tilheyrandi, stendur alltaf fyrir sínu hugsaði ég.
Ég var samt búin að gleyma hvað ég er að verða gömul og hvað djúpsteiktur matur er svaaakalegur!
Rækjurnar voru á stærð við tannstöngul (samt ekki svo langar) en ég sver að með djúpsteikingunni voru þær eins og meðal ástarpungur að stærð. Ég át semsagt fitu í kvöldmatinn.. með grjónum og súrsætri sósu. Óeðlilegi hluti þessarar annars áhugaverðu sögu er að þrátt fyrir að þetta væri eins og að éta eintóma fitu, þá kláraði ég allan skammtinn!! þetta þekkja þeir sem umgangast mig - ég hlýt að hafa verið hugrað barn í Afríku í fyrra lífi.
Jesús.. það var ekkert öðruvísi en það að ég sofnaði fljótlega eftir matinn í sófanum, með kjötsvima.. fitusvima.. - minnti mig á Kana í góðum holdum. Ég fann hvernig æðarnar tútnuðu út meðan fitan braut sér leið um kerfið, svo fékk ég meltingartruflanir. Nú er hálfur sólarhringur síðan átið stóð yfir og ég finn enn fyrir líkamlegum einkennum.

Þetta, saman við allan æsinginn í mér; yfir Grundarmálinu, Íslendingum að missa vitið í jólastressi, tillitsleysi fólks í umferðinni, hættuástand lögreglumanna, fátækt á íslandi og margt fleira getur ekki verið hollt fyrir frænku á mínum aldri. Þess vegna er ég að hugsa um að taka íslensku stemminguna á þetta og láta mér fátt um finnast um menn og málefni..
svo ætla ég aldrei að borða djúpsteiktan mat framar

2 Comments:

  • rækjurnar voru ÆÐI :D hahah enda borðaði þú líka allar... :P alltaf af kvarta um hvað þú vast södd, stakkst svo annari uppí þig :D HAHAH

    By Anonymous Anonymous, at 3:05 PM  

  • Staðurinn er ekki tailenskur heldur fillipískur!

    By Anonymous Anonymous, at 2:09 AM  

Post a Comment

<< Home