Frænka fer erlendis

Monday, December 11, 2006

Messutryllingur

Flest eigum við örugglega minningar frá því að sitja í kirkju við eitthvað tilefni, fá óstöðvandi flisskast og geta ekki með nokkru móti hætt að hlæja. Mamman við hliðina á manni að gefa olnbogaskot með ströngum svip og fólkið á bekknum fyrir framan farið að líta við með vanþóknunarsvip.

Þetta kom allavega fyrir mig oftar en einu sinni þegar ég var krakki og ég man alltaf hvað þetta var óþægilegt, því þó mann hafi langað að hætta að hlæja, þá bara gaaat maður það ekki.

Hélt kannski að þetta væri liðin tíð...

Síðast gerðist þetta í gær!

- sem er frekar neyðarlegt í ljósi þess að ég sat á fremsta bekk í dömulegum kjól með varalit og hafði hlutverki að gegna í messunni...

4 Comments:

  • Man eftir að hafa farið í kirkju með öllu liðinu á Akureyri.
    Fór sú messa í það að sussa á ykkur öll og allt fullorðna fólki glápti á unglingahópin sem var með læti í Guðshúsi.
    Fer ekki aftur með ykkur í kirkju.

    By Blogger Atli, at 9:59 AM  

  • þú mætir kannski aftur þegar verið er að vígja mig til prests?! þarf að hafa einhvern til að hafa stjórn þá. Er sjálf að vonast til þess að vera komin yfir þetta þá:)

    By Blogger Heidrun, at 10:16 AM  

  • Mér finnst allt í lagi þó þú hafir fengið hláturskast í kirkjunni, en mér þykir verra að vita af þér berbrjósta í messu í Borgarnesi.

    By Blogger Mæja tæja, at 1:22 PM  

  • hva?! söfnuðurinn tók svo vel í þetta, fullt út úr dyrum! Næsta sunnudag ætla ég að vera ber að neðan og sjá hvað það gerir..

    By Blogger Heidrun, at 2:24 PM  

Post a Comment

<< Home