Frænka fer erlendis

Monday, May 22, 2006

Taggart

það dró nú aldeilis til tíðinda í Claypath House 65 í morgun.

um 10 leitið hringdi dyrasíminn... ég nennti ekki fram, hann hringir aftur og meðleigjendur mínir nenna greinilega ekki heldur svo ég drattast fram. Ég svara og er þá tilkynnt að þetta sé lögreglan og hvort hann megi koma og tala við mig eitt augnablik. ég renndi í huganum yfir undanfarnar vikur og reyndi að muna hvort ég hefði lent í einhverju vafasömu, og á þeim tíma sem lögreglumaðurinn var á leiðinni upp á 3. hæð til mín, var ég orðin alveg handviss um að ég væri sek.. þó ég gæti svosem ekki sett fingur á hvað ég hefði gert.

Hann kom upp í íbúð, í öllu sínu veldi, sagði að hann hefði nokkrar spurningar fyrir mig og hvort við gætum sest einhvers staðar niður. Ég bauð honum upp í eldhús, og eins og húsmóðir í breskri bíómynd bauð ég honum upp á bolla af tei. sem hann þáði, ég bjó til te með mjólk og sykri og settist nervus á móti honum við eldhúsborðið.

Fyrsta spurningin var sú spurning sem ég hef alltaf óttast mest að vera spurð og þegar ég horfi á glæpamyndir hugsa ég oft að ég hefði aldrei svarið við þessari, því ég er almennt frekar utan við mig. hvar varst þú á fimmtudaginn í síðustu viku, milli 3pm og 5pm. Ég fór að svitna, því ég veit ekki einu sinni hvaða dagur er í dag, man ekki hvað ég gerði í gær og hvað þá klukkan 3 á fimmtudaginn. ég sagði honum þó að ég hefði verið á bókasafninu, það er líklega tímasetning að vera á bókasafninu klukkan 3. Hann spurði mig svo hvort ég þekkti stelpu að nafni Kathrine Barnart. Ég sagði nei. Hann spurði mig hvort ég þekkti einhvern sem byggi í Gilesgate 124. Ég sagði nei. Hann spurði mig fleiri spurninga og svarið var alltaf nei, svo mig var farið að gruna að ég væri saklaus eftir allt saman. Ég var orðin meira æst en nervus í lokin og var virkilega farin að lifa mig inn í breska sakamálaþáttinn; í bresku eldhúsi með breskum regnblautum lögregluþjóni sem geymdi hattinn á eldhúsborðinu á meðan hann drakk te úr lekkerum bolla.. (þar var bara verst að ég var ekki í uppnámi í bleikri dragt.. það hefði verið toppurinn) Ég var farin að sjá fyrir mér að Kathrine Barnart hefði verið myrt á grimmilegan hjátt fyrir utan húsið hjá mér og morðinginn væri enn ófundinn. Eftir vitnaleiðslurnar spurði ég þó lögregluþjóninn hvort ég mætti spyrja hvað hefði komið fyrir (ég er orðin svo bresk og dönnuð) Þá sagði hann mér að aumingja Kathrine var á leiðinni heim úr skólanum og þurfti að fara gegn um þröngan göngustíg við hliðina á húsinu mínu til að komast heim til sín. Þar beið eftir henni gamall dóni sem sýndi henni á sér typpið og hljóp svo í burtu.

Þetta er Heiðrún, sem talar frá Durham

10 Comments:

  • Sjitt kjaftaði hún helvísk. Þetta var bara djók. Er enginn að fatta grín lengur. Það má ekkert lengur í dag!

    By Blogger addibinni, at 7:45 AM  

  • En annars skv. lýsingunni þá var þetta alveg eins og í breskum sakamálaþætti. Ég sá þetta alveg fyrir mér. Ég hefði samt kosið að sjá þig með knall stutt hár með úrvöxnum ljósum strípum, bleikum kvennahlaups bol og spandex buxum í hvítum klossum og með sígarettu í annarri segjandi "I don´t know what your´e talkin about darlin, Me was workin at the factory that day!".

    By Blogger addibinni, at 7:49 AM  

  • Þú hlítur að vera sek :D

    By Blogger Bylgja, at 9:30 AM  

  • LOL!...er eitthvað fyndnara en þetta atvik!...hlakka til að sjá þig eftir 6 daga:D...lovjú

    By Anonymous Anonymous, at 9:31 AM  

  • Oh me Gooooood! Can't believe you just said this! I´m like.. totally innocent and, and.. and was just having a pint with me lassies in me local!!! i´´ve never seen noffin or noffin of this slag Kathrine !

    By Blogger Heidrun, at 10:12 AM  

  • heheh, orðin frekar borubrött á þessari working class british ;)

    Hversu oft höfum við samt rætt þetta með svona lögguspurningar, ég man eftir því að þú hafir sagt mér frá óttanum við þessa spurninga þegar við vorum flatbrjósta, ég sver það! Og loksins kom að því. .
    Ég var alveg farin að sjá fyrir mér að stúlkna hefði einmitt verið myrt

    By Blogger Kolbrun, at 11:10 AM  

  • Þetta fannst mér góð saga!!! Ég var orðin geðveikt spennt!

    kveðja
    mæsa mússssss

    By Blogger Mæja tæja, at 12:10 PM  

  • Váá! Ég var að horfa á Boston Legal þegar ég byrjaði að lesa þetta og sá þáttur blikknar í samanburði við þessa frásögn.
    Verð samt að segja að þegar ég las hvað kom fyrir hana þá ætlaði ég að rjúka til og kommenta og kenna Arnóri um þetta en hann var bara fyrri til að játa;)

    By Blogger Atli, at 12:57 PM  

  • Snilldar saga, mig hefur alltaf langað til að fá þessa spurningu ,,Hvar varst þú á fim. milli kl...''. Var alveg að lifa mig inn í frásögnina.

    By Anonymous Anonymous, at 6:20 AM  

  • Mér finnst að þú ættir að gefa út sakamálasöguna Undirheimar Durham! Ég varð alveg hrædd!

    By Anonymous Anonymous, at 8:41 AM  

Post a Comment

<< Home