UK - DK

Það er nú stæll á Möggu, þó ekki sé hún jafn lillablá og rósótt og hún Elísabet.
ég ætla að skreppa á morgun og líta á hana, hún komst því miður ekki í afmælisveisluna hennar Elísabetar um daginn og því var ég beðin um að skreppa með kökusneið handa henni í Tuppervare boxi
Það ætla ég að gera
en ég ætla einnig að líta á kvartett sem ég þekki til í Kaupmannahöfn, sem samanstendur af 3 íslendingum og einum Dana
það er búið að vera blíðskaparveður í Durham en í dag og í gær er búið að rigna eldi og brennistein, með tilheyrandi þrumum og eldingum, svo ég ætla að fara í smá orlof þangað til vorið ákveður að koma aftur hingað til Englands
Gef kannski update af ferðum mínum á miðvikudaginn, en ekki fyrr
Bless á meðan
1 Comments:
soldið seinn í silfurskottuumræðuna en ég hef háð baráttu við þessi kvikyndi!!!! og sigrað! enda ekki við öðru að búast þegar ég er annars vegar. þær fíla rakabletti... örugglega í veggnum hjá þér eða í rúminu þínu ef þú pissar mikið undir;)
en annars er besta ráðið að finna blauta blettinn og sturta rósmarín á hann, þær hata það!
kv.
hr2. - með ráð undir rifi hverju
By
Anonymous, at 2:45 AM
Post a Comment
<< Home